Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 10
178 BJARMI afsakar * og fyrirgefur. Viðkvæma kjartað hennar komst við, er hún heyrði um eða sá bágindi annara. Og innilega tók hún þátt í kjörum allra bágstaddra, og mörgum rétti hún hjálparhönd í kyrþey. Hún gaf ekki um að láta bera á því, sem hún gjörði gott. Síst var að furða þótt hún yrði vinsæl, enda var það stór vinarhópur, sem oft og einatt safnaðist um hana. Manni leið vel í návist hennar. Vináltan hennar var svo einlæg og fölskvalaus, og ráðlegg- ingar lífsreyndu, greindu konunnar voru mörgum dýrmætar, þó voru mér blessunar óskirnar hennar dýrmæt- astar, það voru ekki orðin tóm, það var bænarhugur hennar, sem stýlaði þær. Hún iðkaði bænina mikið, og dáðist jafnan að bænheyrslu og náð Drottins. Hún var blind seinustu ár æfi sinnar, það hlaut að vera henni þung byrði, enginn heyrði hana þó mögla um þáð, þvert á móti, *»eg hefi átt augun mín svo lengi«, sagði hún einhverju sinni brosandi við mig, er talið barst að sjónleysi hennar. Og andans sjónin depraðist ekki þó líkamans augun biluðu. Hún sá á- valt til sólar, en það var náöarsól Drottins sem lýsti henni, og vermdi hjarta hennar. Þess vegna var ávalt hlýtt og bjart i kringum hana. Þess vegna var svo ánægjulegt að heimsækja hana. Og nú-munu margir sakna vinar i stað, þar sem hún er horfin. Endurminningarnar lifa þó og verma hugann, og vekja þökk hjartans, til hans sem gefur góða vini, og sem gefur wsérhvert ljós um lifsins nótt«. En jafnframt því sem vinir hennar minnast hennar hugsa þeir hlýlega til stallsyslur hennar. Sigríðar Thor- arensen, sem bjó með henni áratug- upi saman, var henni samhent í öllu góðu og hlynti að henni eins og trú- föst systir, þegar sjónin bilaði. Guðrún Lárusdóttir. Mig gildir einu hverja götuna jeg geng til himins, (Niöurl.) Hyggjuvil inannanna hefir nú á síðustu tímum færst í aukana með vegagerðina. »Hin hærri »Kritik«, »nýguðfræði«, »andatrú« og »guðs- speki« hafa skapað nýjan liiminn og nýja vegi handa samtíð vorri. Öll þessi mannlega speki á sammerkt í því, að hún hafnar hinum eina sálu- hjálparvegi biblíunnar og setur svo sína mörgu vegi í staðinn. En eins og að líkindum lætur, þá er sá himinn ekki hált frá jörðu, sem mennirnir skapa sjer, svo þræl- fjötraðir sem þeir eru af syndsamleg- um fýsnum og hafa hugann faslan við jarðneska muni; sá himinn verð- ur oft ekki annað en »asklok«, eins og eitt þjóðskálda vorra hefir kveðið. Himinn Guðs er það ekki, svo mikið er víst. Og eftir þessu fara vcgirnir. Þegar samviskan vaknar, þá enda þeir í hörmulegustu ógöngum. Þegar sam- viskan segir: »Þú ert sekur syndari, þú hefir margfaldlega brotið boðorð Drottins, þú hefir ekki elskað Guð af öllu hjarta, nje náungann eins og sjálfan þig. Hvað geturðu gefið til lausnar sálu þinni? Hvernig geturðu fundið hjartafrið og gleði?« Þessum spurningum getur mann- Iega spekin ekki svaraðl Hún svarar að vísu, en þá er það, að orð skálds- ins rætast: »Vonarsnauða viskan veldur köldu svariw.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.