Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 7
BJARMI 175 verki eru hyrningarsteinar »kristin- dómskenslunnar« í heimahúsum. Sje það vanrækt að miklu eða öllu leyti, er afarhætt við að öll kristindóms- fræðslan seinna verði áhrifalítil. Til skamms tíma höfðu heimilin vor á meðal á hendi alla kristin- dómsfræðsluna uns börn fóru að ganga til prestsins. Kennarar, ný- komnir frá prófborðinu, og ýmsir fleiri tala hátt um það hvað sú kensla hafi tekist illa, verið langoftast harð- hent yfirheyrsla á þululærdómi kvers- ins, og þegar best Ijet biblíusögur kendar á sama hátt. Vafalausl er alt of mikið satt í því. Heimili vor hafa ekki alment verið svo kristilega þrosk- uð, að þau gætu innrætt börnum lif- andi kristindóm, og því siður hafa þau haft góðum kenslukröftum á að skipa. Vonandi sjá sanngjarnir menn að með þessu er ekki verið að fara með sleggjudóina um íslenzkar kon- ur, sem langoflast hlýddu hörnum yfir kverið. Mæðurnar voru jafn fórn- fúsar og ástúðlegar börnum sínum og dýrmætar endurminningar tengdar við hænir þeirra og munnlegar frá- sagnir úr ritningunni, — enda þótt fæstar þeirra kynnu að fara með kenslubækur.1) — Þær höfðu margoft litla bóklega mentun og allra síst kennaramentun. — Og það væri jafn- heimskulegt að álasa kenslubókunum, eða kverunum. Allra lakast sæmir það vel mentuðum kennurum að fara með þær vitleysur. Þeim ætti að vera jólst að líkt hefði farið með allar 1) Pað var einu sinni drengur, sem jafnan var rekinn i loftherbergi silt »til að læra einn sálm utanbókar«, er lionum liafði eitthvað yfirsjest. Hann var hjá ömmu sinni, og hún gerði það i góðum tilgangi. Drcngurinn fleygði sáhnabókinni í stign- þrepin og gekk á lienni á lciðinni upp í lierbergi sitt, — og opnaði ekki sálmaiiók sjer til gagns fyr en áralugum siðar. — I.ikt lieilr sumum f'arið með kvcrið, þar sem þeim var »refsað« með því að læra kafla i kverinu úti i fjósbás eða annarstaðar »i góðu næði«. — En var það kverinu, — eða sálma- bókinni — að kenua? aðrar námsgreinar og hvaða kenslu- bók, sem um hefði verið að ræða. Kenslan hefði orðið oft afleit og oft- ast fátækleg. Eða treystir nokkur sjer til að benda á þá kenslubók í landa- fræði eða reikningi, sem hvert ein- asta barnaheimili gæti kent börnum svo í góðu lagi væri? Og þó menn hljóti að neita þeirri spurningu, þá væri sennilega fljótfærni að álykta: »Jæja, þá er best að kenna enga landafræði og enga reikningsbók — i skólunum!!« En svipuð þessu er röksemdafærsla margra um kverin. Það rekur hver hugsanavillan aðra hjá þeim, sem andmæla kverinu af þessum ástæðum. (Framhnld). (f=------- ^ Heimilið. Deild þessa nnnnst Guðrún L&rusdóttlr, ......... , . , z—4> Hvar er bróðir þinn? Saga eftir Guðrúmi Láriisdóllur. Hann þagnaði um hríð og var hugsi. »Eg hefi engum sagt það«, sagði hann svo, »en mér finst eg vera knúður til að segja þér það. Eg veit valla hvers vegna. En andlitið þitt, augun þín, brosið þitt, seyöir fram úr djúpi sálar minna margt, sem eg hefði helst átt að gleyma, en get aldei gleymt. Þú þekkir ástina ekki enn þá drengur minn, sem einu gildir, hún kemur líklega nógu snemma til þess að glepja fyrir þér, en mundu mig um eitt, láttu hana ekki leiða þig af- vega. Eg var ungur og ærslafenginn; lék mér að öllu, ástinni líka; en leik- fang er hún ekki, það get eg borið um, Eg var þá einmitt staddur á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.