Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 11
BJARMI 179 Oft verður mönnum þá að grípa til ritningarorða, sem þeim höfðu í æsku kend verið, svo sem: »Hegn- ingin lá á honum, svo að vjer hefð- um frið«; »Hver sem á mig trúir hefir eilíft líf« og »þann, sem til mín kemur, mun jeg alls ekki burtu reka«. En framan við þessi dýrmætu hugg- unarorð er komið e/ vantrúarspek- inga; þau eru orðin eins og innan- tóm. f’eim, sem í þessar raunir rala, fer líkt og hrapandi manni, sem gríp- ur í handrið til að taka af sjer fallið, en grípur eins og í tómt, því maur- ar eru búnir að jeta alt innihaldið; alt svíkur, hann hverfur alt af dýpra og dýpra. Margir þeir, sem hafa glæpst á að taka þátt í vegagerð vantrúaðra, nema staðar og iðrast þess, að þeir hafa látið ginna sig til þess. En hvað þeir þá vildu óska, að þeir gætu látið alt vera sem ótalað og ógert, sem þeir hafa talað og gert til að leiða með- bræður sína afvega? Þegar svona er komið, þá kemsl íslenski málshátturinn ekki að.:' »Mig gildir einu, hverja götuna jeg geng til himins«, því að þá eru allar leið- irnar lokaðar, þá dugir engin ljettúð, kæruleysi nje sjálfsþótti. — Mikil ábyrgð hvílir á þeim mönn- um, sem ginna meðbræður sína út á þessa óvegu. t*eir vita sannarlega ekki hvað þeir gera. það er ilt verk að taka hækjurnar frá andlega hölt- um meðbræðrum sínum og skilja þá svo eftir hjálparlausa á veginum. — Enn er eitt að athuga: Þeir, sem fara af rjetta veginum og búa sjer sjálfir veg, verða að þola þungar ásak- anir samvisku sinnar, e/hún vaknar. Og hvers vegna? Ekki fyrir það, að þeir voru einu sinni á þeim vegi, sem Guð hefir lagt, heldur hitt, að þeir fóru af honum. Aldrei hefir það heyrst, að neinn hafi orðið fyrir átöl- um samvisku sinnar út af þvi, að hann trúði því, að Jesús væri vegur- inn, sannleikurinn og lífið; því fylgir engin ábyrgð; en allri vegagerð mann- anna fylgir ábyrgð og vond samviska. IJó að þeir, sem vilja ekki trúa þvi, að Jesús sje eini vegurinn, sjeu svo göfuglyndir, að láta þá óáreitta, sem honum fylgja, þá er því göfuglyndi ekki að treysta. Eða hví gera þeir það? Og ef þeim sýnist aðrir ganga illan veg, hví vara þeir þá ekki við hæltunni, sem þeir þykjast sjá? Það gera þeir aldrei, enginn þeirra telur það sálarháska, að menn trúi því, að Jesús sje fyrir þá dáinn og upp- risinn til að veita þeim eilíft líf. Þeir geta það blátt áfram ekki, því að sannfæring þeirra um gildi vega þeirra, sem þeir hafa búið sjer til, er ekki af Guði gefin; þeir hafa ekki hans anda. En sannkristnir menn vita með óbifanlegri vissu á hvern þeir trúa, því að þeim er það af Guði gefið. E*ess vegna geta þeir ekki setið hlut- lausir hjá og bara horft á, þegar þeir sjá meðbræður sina fara villigötur eða blinda leiða blinda. Kærleikur Krists knýr þá til að vara við hætt- unni og benda öðrum á eina veginn til þess himins, sem Guð vill gefa öllu mannkyninu. Og vitnisburður þeirra verður um allan aldur hinn sami: Guð hefir gefið oss eilíft líf og þetta líf er í hans syni. »Sá, sem hefir soninn, hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið«. B. J. Peir sem eru aö brjóta 7. boðorðið eru settir í svartholið, peir sem eru að brjóta 8. boðorðið, »fá kaffi og með þvi«. Illmálg tunga getur logið á þig fleiri illverkum á 60 sekúndum en þú hefir tíma til að framkvæma á 60 árum. Sá, sem þekkir sjálfan sig veit meira um bresti sjálfs sín en bresti náungans.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.