Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 5
BJARMI 173 Menn verða yfirleitt að minnast þess að húslestrarbækur, eins og aðrar trumálabækur og ræður presla, eiga fyrst og fremst að dæmast eftir því hvort þær flylja boðskap biblí- unnar eða ekki; mælska, frumleiki, gáfur eru ekki aðalatriðin, þótt gott sje. — Og ef boðskapurinn er ekki biblíulegur, verður hann því hættu- legri því meiri yfirburði, sem ílytj- andi bans hefir. En eitt er það í þessu sambandi, sem vert er á að minnast, góður siður og gamall, sem horfinn er hjá oss að heita má, en ætti að hefjast að nýu, og það er borðbœnin. F*að er verulega raunalegt að bera oss þar saman við aðrar kristnar þjóðir. Hvar sem þú kemur í ná- grannalöndum vorum, ekki eingöngu á prestsheimili heldur öll heimili, sem nokkurn áhuga hafa á trúmálum, þá er þar beðin borðbæn við allar mál- tiðir og sumstaðar lesinn ritningar- kafli á undan aðalmáltíð, oftast biður húsbóndinn bænina, en stundum hús- freyja og stundum börnin til skiftis, — þennan fagra sið getur þú einnig rekið þig á á mörgum lieimilum landa vorra vestan hafs, þeir hafa Iært hann þar. — Og i mörgum fjölsólluni mat- söluhúsum erlendis geturðu sjeð all- marga gestina gjöra bæn sína í hljóði áður en þeir matast. En um þetta land geturðu farið fram og aftur í sveitum og kaupstöðum og nærri því hvergi orðið þess var að fólkið biðji borðbæn; og viljir þú sjálfur biðja í hljóði, þá er þjer varla gefið tóm til þess; fólkið áttar sig ekki á þvf, að nokkur sje að þakka Guði fyrir matinn eða biðja hann að blessa sjer máltíð, og því getur útlend- ur ferðamaður spurt forviða: »Er hjer aldrei beðið?« — — Og þó var þetta siður einnig á voru landi fram á síð- ustu öld, — og þó eru borðbænir mjög hentugar heimilis-guðrækni- stundir til að kenna oss auðmýkt, traust og þakklæti gagnvart Guði Það er óskiljanlegt að trúrækið fólk skuli ekki sjá það, og flýta sjer að taka upp borðbænir. Viltu ekki tala um það við Guð i einrúmi, ef þig brestur djörfung til þess? — Hann getur bætt það kjarkleysi. Margt mætti fleira um þetta efni skrifa, en rjettast mun að leyfa fleir- um að komast að, og bæta þá heldur við síðar. Ritstjóri Bjarma. Kristindómsfræðslan. i. Kristindómsfræðslan og kverin eru að komast á dagskrá. Meiri hluti barnakennaranna, sem hjeldu fund í Rvík • í sumar var andstæður allri kverkenslu, og þar var talað um, að koma sem allra fyrst frumvarpi inn á alþingi þar sem prestum væri gert óheimilt að krefjast kverkunnáttu til fermingar. »Á meðan prestar geta heimlað, eða jafnvel verða að lieimta samkvæml lögum að börn læri kver til fermingar, þá krefjast flestir for- eldrar að vjer kennum kverið«, sögðu kennararnir. M^ess vegna verðum vjer að Ieita alþingis sem tyrst, og fá það til að banna prestum að heimta slikt«. Hvernig líst mönnum á það? Sumir halda líklega að slikar ráðagerðir sjeu »tóm orð«, alt muni það sofna í sömu deyfðinni og vant er, — en því er ekki treystandi. Það eru margir um árásirnar á kverin. Skólanefnd stjórn- arinnar er andstæð kverkenslu, kenn- araskólinn innrætir kennaraefn'um og guðfræðisdeildin prestaefnum óbeit á kverinu, skólanefnd barnaskólans í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.