Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 13
BJÁRMÍ Jeg er kannske sjálfnr eins og reyki- stjarna — dimm og ósýnileg — vant- ar að eins bjarta, hlýja sól, er skín á mig. Hver hugsunin rak aðra. Hon- um hafði ekki orðið það eins ljóst og í kveld — að hann varð að fá svar — að hann þoldi ekki lengur að brölta svona í þokunni — eins og blindur maður. Ó Guð! ef þú ert til — þá láttu mig vita það. Alt í einu fór sem leiptur um huga hans þetta, sem móð- irin hafði einu sinni sagt við hann: Eins og himininn er hærri en jörðin, svo eru og mínar hugsanir hærri yð- ar hugsunum. Hvað honum fanst hann vera ósegj- anlega litill — í öllum þessum mik- illeik og dásemdum. Hann — sonur duftsins, að krefjast þess að skilja Guð! Hann beygði sig í duftið fyrir Guði almáttugum og bað um náð. Hann fjekk hugboð um það — að hjer á jörðinni væri það hið besta að hvíla, eins og barnið, i traustinu á elsku Guðs, — og að gott væri að búa í hinu fyrirlieitna landi. — Á landi ei- lífðarinnar — hinum megin grafar- innar — var nógur tími til þess að læra að skilja allar gátur lífsins. Hjerna megin var annað og þarfara og meira að gera — en að brjóta heilann um gátur lífsins. —Allar ógæfu- sömu manneskjurnar, er með veik- um burðum drógust áfram yíir eyði- mörkina. — Hann sat lengi og],horfði inn í dimma nóttina. Svo laut hann höfði og mælti hljótt: Hjálpaðu mjer — þú voldugi leiðtogi bakvið húmið. Tak þú í höndina á leitandi sál minni og leiddu hana út úr þokunni. J. H. ísl. m ---•?> Raddir almennirigs. ^ ■ ■■--r-.... -~í Endurminningarnar verða fáar og fátæklega stýlaðar, gætu líklega rúmast best í einni setningu: Guðs orð hefir verið mjer blessunar- uppspretta frá því jeg man eftir mjer, og jeg á enga innilegri ósk en að allir landar mínir drekki ríkulega úr þeirri sömu uppsprettu. En af þvi jeg er ókunnugur flest- öllum lesendum Bjarma, bæti jeg þessu við: Jeg er fæddur árið 1861 í Hvammi í Þistilfirði. Bessi Tómasson, föður- bróðir minn, og kona hans Járnbrá S. Benjamínsdóttir á Grimsstöðum í sömu sveit tóku mig til fósturs fárra mánaða gamlan. Hjá þeim var jeg uns jeg giftist rúmlega 25 ára, Mar- grjetu Stefánsdóttur frá Brekknakoti. Árið 1887 fluttist jeg til Ameríku á- samt fósturforeldrum mínum, settist að hjer í Mikley1) og hefi dvalið hjer síðan. Á fósturjörðu minni ólst jeg upp við brjóst fósturforeldra minna í un- un og gleði og þekti ekki heiminn öðru visi en í ljósi sakleysisins og einlægninnar, því jeg lærði snemma að lesa Guðs heilaga orð og færa mjer það í nyt eftir þeim hæfileik- um, sem Droltinn minn og Guð veitti mjer. Fóstra min tók okkur fóstur- börnin öll og selli okkur við knje sjer og ljet okkur læra að lesa 6 og 7 ára gömul, og þegar við gátum farið að kveða að, þá ljet hún okkur upp 1) Mikley er allstór eyja i Vinnipegvatni. Voru þar árið 1918 nálægt 40 íslcnsk heimill og engin önnur, og er því lang islenskasta sveitin i Canada. Kirkjn er i eynni, en prestar koma þar sjaldan. Hcflr brjefritarinn undirbtiið börn til fermingar i mörg ár og sýnt með þvi og fleiru áhuga sinn á kristiudómi. Ritstj,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.