Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1921, Blaðsíða 8
176 BJARMI Iandinu þínu, þar sem isinn og eld- urinn skipta svo einkennilega verkum með sér. Það er fagurt landið þitt, þó hugsaði eg sjaldnast um það, þennan sumartima, sem eg starfaði þar að síldarveiðum. Við vorum gár- ungar sumir Norðmennirnir, sem unnum þar saman, og stúlku vesling- arnir trúðu okkur altof vel, og voru yfir höfuð mjög ógætnar og léttúðugar. Við notuðum okkur það, og það var mikið um skemtanir og dans á veiði- stöðvunum. far kyntist eg henni, ís- lensku laglegu stúlkunni, sem félagar mínir öfunduðu mig mest af, þó þeir fullyrtu bæði í gamni og alvöru að hún væri jafn góð við okkur alla. Eg fer fljótt yfir sögu, við vorum bæði léttúðug flón, hugsunarlaus og stefnulaus. Við þóttumst vera trúlofuð um haustið þegar eg fór heim til Noregs, en von bráðar fyrntist ást mín, og eg ásetti mér að gleyma þessu' æfintýri, eins og eg komst að orði í minn hóp. Stöku sinnum kom það þó fyrir að eg varð fyrir átöl- um samvisku minnar, en mér tókst ágætlega að svæfa hana og hugga mig við það, að félagar mínir ættu allflestir svipaðra æfintýra að minn- ast. En einn góðan veðurdag fékk eg bréf frá stúlkunni. Sagði hún mér þá að högum sínum væri svo komið, að nú yrði eg að reynast sér vel og binda enda á loforð mín. En eg skelti skolleyrum við bréfi hennar og á- minningum samviskunnar, sem sagði við mig: Þú ert óþokki, ef þú kann- ast ekki við afkvæmi þitt og dregur fáráðan stúlku-vesling á tálar. Og timinn leið. Ymislegt bar til þess, að þar kom um síðir að betri maður minn rankaði við sér og bar sigur úr býtum, og eg- varð staðráðinn í að bæta brot mitt svo vel sem eg gæti. Eg fann sárt til þess, hve ó- drengilega mér hafði farist við stúlk- una sem treyst hafði drenglyndi mínu, og sem mér, þegar öllu var á botninn hvolft, þótti vænt um, vænna en eg hafði viljað kannast við fyrir sjálfum mér, á meðan eg gjörði alt til þess að útrýma minningu hennar úr huga mínum. Mér varð þetta allt loksins ljóst, og upp frá því fann eg það, að eg mundi hvergi eiga friðar stundir ef mér tækist ekki að finna hana, og biðja hana fyrirgefningar á ótrygð minni. Eg bjó yfir mörgum fögrum og góðum áformum, og eg var glaður í bragði daginn, sem eg kom aptur til íslands. En björtum vonum mínum fór smá fækkandi, þvi leit mín varð með öllu árangurslaus. Pað gat enginn gefið mér nokkrar leiðbeiningar. Þeir, sem best vissu, sögðu að hún hefði farið fljótlega í burtu, án þess að nokkur maður hefði haft hugmynd um hvert hún hefði ætlað. Mörgum þótti liklegt að hún væri dáin, því engum hefði hún skrifað allan þennan tfma, ekki einu sinni bestu vinstúlku sinni, sem eg hafði tal af. Mér féll þetta þyngra, en frá mega segja, bar þó harm minn í hljóði, en varð þunglyndur og ein- rænn. Eg hætti við að fara heím aptur i bráðina, og settist að í íslensku kaup- túni og stundaði þar beykisiðn. Mér gáfust nógar tómstundir til þess að hugleiða hverjar orðið gætu afleiðing- ar augnabliks syndar. Eg gaf mig mjög lítið að fólki, einhverju sinni ætlaði eg þó að skreppa í skemtiför á hestbaki með nokkrum löndum mínum sem bjuggu i kauptúninu. Daginn áður lagði eg af stað til þess að útvega mér hest f ferðina. Mér var vísað til bónda, sem bjó spölkorn frá kauptúninu. Bóndi var ekki heima er eg kom, og húsfreyja, sem ekki vildi lána mér hestinn upp á eigið eindæmi, baö mig

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.