Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1976, Qupperneq 5

Bjarmi - 01.01.1976, Qupperneq 5
ranglæti veldur sektartilfinningu, sviða hjá andlega heilbrigðum manni. Hann hefur gengið á móti andlegu lífslögmáli. Samvizkan að- varar og ásakar, leitast við að varð- veita ákveðna lífsreglu á svipaðan hátt og sársaukaskynið á sínu sviði. Áminning Biblíunnar um, að maðurinn sé syndari, er til þess að beina huganum að raunveruleikan- um og til þess að kenna manninum að horfast í augu við sannleikann án þess að örvænta. „Laun syndar- innar er dauði. Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs. Sannleikur- inn mun gera yður frjálsa“. Að viðurkenna sekt sína, iðrast og reyna að laga það, sem aflaga fór, öðrum til heilla, verður aldrei or- sök geðsjúkdóms. Sá, sem brotið hefur af sér, en fær ekki eðlilega sektartilfinningu, þegar honum er gert brotið ljóst, hefur brenglaðan persónuleika. Sumir afbrotamenn eru þeirrar tegundar. Þeir hafa ekki verið aldir upp með það í huga að taka tillit til náungans. Menn með brenglaðan persónuleika eru oft hættulegir, einnig í kristnu sam- félagi, og í öfgahópum eru þeir áberandi. Samfélag manna krefst ákveð- innar tillitssemi. Félagsleg heild hefur í för með sér vissa áhættu fyrir þá einstaklinga, sem mynda hana. Frá hreinu líffræðilegu sjón- armiði geta foreldrar, fjölskylda, þjóðfélag, trú og siðir verið hindr- un fyrir ákveðinn líffræðilegan þroska. En maðurinn er meira en líffæri. Hann er einnig sál og fé- lagsvera. Og sálinni og félagsver- unni er einnig ýmislegt nauðsyn- legt, engu síður en líkamanum. Jafnvægi er þýðingarmikið. Hin raunsæja mannsmynd Biblíunnar kemur þarna að góðum notum, þar sem fullt tillit er tekið til manns- ins sem heildar, anda hans, sálar og líkama, einstakra þarfa hans og samspils hans við aðra einstaklinga á jafnréttisgrunni. Þroskaður mað- ur hefur góða hugmynd um skyld- ur sínar og ábyrgð. Kristin trú gef- ur honum þetta ásamt fyrirgefn- ingu syndanna, sem hann fær hvergi annars staðar, öryggiskennd, traust og frið og ró í hjarta, að vera í Guðs hendi, á hverju sem gengur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, að kristin trú er samfélag við Krist og sem slík get- ur hún haft bætandi áhrif á geð- heilsu. En trú er engin geðlækn- ing, menn geta verið vantrúaðir og trúlausir og samtímis heilbrigð- ir eða veikir á líkama og sál. Sú kristna boðun, sem fram fer meðal flestra, kirkjudeilda, vinnur áreið- anlega að því að skapa heilsteypt- ari menn. En því miður: Litlir öfgahópar eru einnig meðal þeirra, sem kalla sig kristna. Þar eru menn með brenglað sálarlíf alls ráðandi. Á öðrum sviðum er þessu eins var- ið, samanber öfgahópa í stjórn- málum. Það út af fyrir sig gerir ekki svo mikið til, þó að slíkir ein- staklingar hópi sig saman, en upp- eldisáhrif þessara manna geta stundum verið mjög skaðleg. í Noregi fann geðlæknir einn merki um óheillavænlegt, trúarlegt upp- eldi hjá um það bil einum af hverj- um þúsund geðsjúklingum. Líklega er þetta hlutfall enn þá minna hjá okkur hér á íslandi. Niðurstöður þessara hugleiðinga eru þær, að venjuleg, kristin boðun, kristið uppeldi og trú valdi ekki geðsjúkdómum né geðveiklun. Menn, sem játa kristna trú, en hafa sjúklegar persónubreytingar, geta aftur á móti haft slæm uppeldis- áhrif með trú sinni. Sorgleg en sem betur feii afar sjaldgæf dæmi eru til um slíkt. Þau gefa samt ekkert tilefni til neinna alhæfinga. Margt bendir til þess, að kristin trú hafi heillavænleg áhrif á geðheilsu manna. Vísindalegar rannsóknir á þessu sviði eru, eftir því sem ég bezt veit, enn af skornum skammti. Jafnvel þó að svo færi, að rann- sóknir sýndu aukna tíðni hugsýki meðal kristinna manna, væri það ekkert neikvætt, þar eð kristin- dómurinn höfðar á sérstakan hátt til þeirra, sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Persónulega er ég sann- færður um gildi kristinnar trúar fyrir manninn allan, anda hans, sál og líkama. Ásgeir B. Ellertsson. 4* Ásgeir B. Ellertsson, dr. med., er yfirlæknir endurhæfingardeildar Borg- arspítalans i Reykjavík. Hann er sér- fræðingur í heila- og taugasjúkdóm- um. Doktorsnafnbót hlaut hann i Sví- þjóð fyrir ritgerð um mænusjúkdóma. r--------------------------------------------n VIZKA Hvað ei• raunverulegur mann- kœrleikur? Aö sjá mennina eins og þeir eru og elska þá samt. — P. Rosegger. 4* Daggardropi framkvœmir vilja Guös engu síöur en regn- skúrin. — F. Bacon. 4* Sá, sem er ekki fús til aö fyrirgefa öörum, eyöileggur þá brú, sem hann veröur sjálf- ur einlwern tíma aö ganga yfir. — Nemo. 4* Láttu bænina vera lykilinn á morgnana og lásinn á Tcvöld- in. — Th. Brown. 4* Þaö va.röar meiru, hvaö sam- vizkan veit um þig en hvaö nágranninn segir um þig. 4* Reyndu ekki aö fara yfir án-i, fyrr en þú ert kominn aö henni. Þegar þú ert kominn aö henni, kemstu sennilega aö raun um, aö yfir hana er brú eöa ferja, sem ber þig yfir. — Weatherhead. 4i» Þú getur gefiö, þangaö til þú verður ríkur, eöa þú getur haldiö þangaö til þú veröur fátœkur. — Kane. 5

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.