Bjarmi - 01.01.1976, Qupperneq 11
Billy Graham mun vera þekktasti prédikari, sem nú er uppi.
„KrossferSir" hans eru kunnar víöa um lönd. Var hann slíkra
erinda á Formósu 6 s.l. hausti, þar sem hann hélt nokkrar
samkomur ó stórum íþróttavelli. Er taliö, að yfir 250.000
manns hafi komiS til að hlusta á prédikarann — þrátt fyrir
úrhellisrigningu. Meðal samkomugesta var forsœtisráðherra
landsins. 4000 manna kór söng á samkomunum. Safnað var
fé til starfsins, og komu um 30 milljónir króna í samskot.
12.000 manns gáfu til kynna. að samkomum loknum, að þeir
vildu gefast Guði. — Myndin er af Billy Graham.
dreypa á víni. Páll skrifar Tímót-
eusi: „Vertu ekki lengur að drekka
vatn, heldur skalt þú neyta lítils
eins af víni vegna magans og veik-
inda þinna.“ Þú yrðir furðu lostinn,
ef þú kæmist að raun um, hversu
margt fólk hefur magakvilla og af-
sakar sig með því. — En ástæðan
til þess, að ég smakka ekki áfengi,
er sú, að mér er Ijóst, að hér kem-
ur fleira til greina. Biblían segir,
að ég eigi ekki að gera neitt, sem
geti valdið því, að bróðir minn
hrasi. Ef fólk sæi mig sitja að
sumbli, þá mundi það segja, að
minnsta kosti í heimalandi mínu:
„Nú, já, Billy Graham gerir það,
þá hlýtur það að vera óhætt.“ Og
þetta getur leitt til þess, að menn
verði ofdrykkjumenn. Ég verð því
að sýna gætni vegna vitnisburðar
míns.“
Enginn gerir svo öllum líki.
David Frost kveðst einmitt hafa
hugsað á þessa lund. Hann minnist
síðan á, að sumir finni að því, að
Billy Graham búi á góðum hótel-
um, þó að þeir gisti kannski sjálfir
á sams konar hótelum. Billy Gra-
ham svarar:
„Já, ég verð að þola þess konar
gagnrýni í Englandi, en ekki heima.
Ef ég gisti á lúxushóteli hér, yrði
agnúazt við því, en ég get gist á
sams konar hóteli heima, án þess
að sæta aðfinnslum, það er talið
alveg eðlilegt. Nú bý ég ekki í höll.
Ég hef ekki bíl með bílstjóra. Ég
hef ekki ýmislegt það, sem biskup-
ar og kardínálar hafa, til dæmis
sæg af þjónum. En heima gisti ég
á Holyday Inn hótelum, vegna þess
að strax í byrjun starfs míns var
mér boðin þarna, gisting og atlæti
ókeypis, mér, fjölskyldu minni og
vinum mínum, sem eru með mér.
Ég bý því þarna alveg ókeypis.
Asnar og önnur farartœki.
Árið 1954 kom ég til Englands
til þess að tala á Harringay Arena
og Wembley Stadion. Þá var ég
spurður á blaðamannafundi, hvers
vegna ég ferðaðist ekki eins og
Jesús, af hverju ég kæmi á þessu
stóra og fallega lúxusskipi, Queen
Mary. Ég svaraði: „Jesús ferðaðist
á asna. Finnið handa mér asna,
sem getur synt yfir Atlantshaf, og
ég skal reyna að kaupa hann! Ég
hef ekki enn fundið slíkan asna,
svo að ég verð að halda áfram að
nota skip og flugvélar“.“
Var Jesús á móti „kerfinu“?
„Nú benda ýmsir á, að svo hafi
virzt sem Jesús hafi verið á móti
„kerfinu". Hann hafi verið fyrir
utan „kerfið“ og að vissu leyti upp-
reisnarmaður gegn „kerfinu". Þú
ert góður vinur ýmissa þeiri’a
manna, sem eru inni í „kerfinu“.
Mér finnst ekkert athugavert við
það, en hverju svarar þú fólki, sem
segir, að þú eigir að vinna á móti
„kerfinu", ekki sameinast því, held-
ur vera eins og Jesús?“
„Við verðum að gera okkur grein
fyrir, hvað það var, sem Jesús var
á móti. Hann mælti ekki orð gegn
Róm. Þó réð Róm yfir heiminum,
þar á meðal föðurlandi hans. En
hann var á móti hinu trúarlega
kerfi, og hann talaði langmest um
trúarleg atriði. Menn lögðu fyrir
hann gildru og reyndu að fá hann
til að segja, að hann væri með
keisaranum eða á móti honum.
Hann ræddi við þá um mynd keis-
arans á peningum, og hann sagði:
„Gjaldið keisaranum það, sem keis-
arans er, og Guði það, sem Guðs
er.“ Hann gerði þennan greinar-
mun, og hann talaði aldrei á móti
Róm. Kerfið, sem hann var and-
vígur, var vont, spillt trúarkerfi,
fullt af hræsni. Nú er ég töluvert
stórorður, þegar ég finn að því,
sem ég tel vera guðfræðilega eða
siðferðilega spillingu, en hana er
að finna sums staðar í kirkjunni.
Ef ég fer til staðar, þar sem kirkj-
an hefur ekki talað einarðlega í
sambandi við kynþáttavandamálið,
þá gagnrýni ég þá kirkju. Og ég
finn, að ég er á móti þeim þætti
trúkerfisins, vegna þess, að ég held,
að það hafi verið þetta kerfi, sem
olli kommúnistabyltingunni í Sovét-
ríkjunum árið 1917. Trúkerfið var
orðið svo bundið stjórnmálakerf-
inu, og hvort tveggja kerfið var
rotið, svo að fólkið vildi breytingu.
Ég held, að við verðum að greina
á milli trúarlega kerfisins og hins
pólitíska. Jesús talaði aldrei á móti
stjórnmálakerfinu, enda þótt það
væri spillt. Það var eins og hann
liti svo á, að það væri utan við
dómssvið sitt.“
Framh. í nœsta blaöi.
11