Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1979, Side 6

Bjarmi - 01.01.1979, Side 6
FRÁ STARFINU STARHSDHNN SlK Gunnar Sigurjónsson og Benedikt Arnkelsson fóru til Akureyrar 3. nóvember. Þeir tóku þátt i unglinga- móti, sem KFUM og KFUK á Akur- eyri héldu við Hólavatn helgina 4.—5. nóvember. Voru þátttakend- ur mótsins um þrjátíu. Um þessa helgi hófst á vegum sömu félaga og kristniboðsfélag- anna í bænum æskulýðsvika, sem jafnframt var helguð kristniboðinu, i kristniboðshúsinu Zion. Var starf- ið á heiðingjaakrinum kynnt i máli og myndum og orð Guðs boðað. Ræðumenn voru auk ferðastarfs- mannanna séra Bolli Gústavsson og séra Jónas Gíslason, dósent. Gjaf- ir til kristniboðsins námu rúmlega 125 þúsund krónum. Séra Jónas predikaði seinni sunnudaginn, á kristniboðsdaginn, i kirkjunni á Ak- ureyri, en séra Birgir Snæbjörns- son þjónaði fyrir altari. Benedikt og Gunnar lögðu lið i barna- og unglingastarfi félaganna, meöan þeir dvöldust á Akureyri. Kristniboðsfélag kvenna hefur lengi haft sunnudagaskóla í Zíon. Þar hafa KFUM og K einnig rekið starf sitt, svo og í Lundarskóla í seinni tíð, og í haust hófu þau að halda barnafundi i Glerárskóla. Þeir félagarnir héldu einnig sam- komur á elliheimilunum á Akureyri og í Skjaldarvík, svo og á Krist- neshæli. Þá heimsóttu þeir Lauga- skóla og Hafralækjarskóla í Suður- Þingeyjarsýslu og héldu samkomu i kirkjunni að Grenjaðarstað. Eftir stutta viðdvöl aftur á Akur- eyri fóru þeir siðan til Hofsóss, kynntu kristniboðið fyrir nemend- um grunnskólans þar og héldu sam- komu í kirkjunni. Síðasti viðkomu- staður þeirra var í Steinsstaðaskóla í Skagafirði. Heim til Reykjavikur komu þeir 24. nóvember. Gunnar dvaldist i Vestmannaeyjum dagana 5.—14. desember. Tók hann þátt i starfinu meðal barna og unglinga í KFUM og K, hafði biblíulestra og talaði á almennri samkomu í Landakirkju. Sóknar- presturinn, sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson, hefur auk messugjörð- anna haft almennar samkomur í kirkjunni hálfsmánaðarlega í vetur með aðstoð trúaða, unga fólksins i söfnuðinum. VNLAÐ IIANIVA BÖRNITM Kristniboðssambandið lét prenta blað handa börnum í byrjun vetr- ar, og kom það út skömmu fyrir kristniboðsdaginn, 12. nóvember. Þetta er lítið blað, fjórar blaðsið- ur, og kallast SMÁRI. Það flytur stuttan fræðsluþátt um kristniboöið auk annars kristilegt efnis. Tilgang- urinn með útgáfu þess er einkum að glæða áhuga og skilning meðal barna á kristniboði. Hugmyndin er, að út komi tvö til þrjú tölublöð á ári. Þessu fyrsta tölublaði var eink- um dreift meðal barna, þar sem kristniboðið er kynnt að jafnaði. Umsjónarmaður blaðsins er Bene- dikt Arnkelsson. BUEGIÐ f UAPPDRÆTTI Kristniboðsfélagið FRÆKORN i Skagafirði efndi í haust til happ- drættis til ágóða fyrir kristniboðið. Gáfu félagskonur út 2000 miða, og voru vinningar alls tuttugu. Dregið var í happdrættinu 15. desember. Upplýsingar um númer, sem upp komu, eru gefnar i síma 5174 á Sauðárkróki og 22529 á Akureyri. FERTUGUR SUNNUDAGASKÓLI Kristniboðsféfag kvenna og Kristni- boðsfélag karla í Reykjavik hafa starfrækt sameiginlegan sunnudaga- skóla í 40 ár. ,,Sunnudagaskólinn í Betaníu", eins og skólinn var löng- um kallaður, var stofnaður árið 1938 og hefur starfað óslitið síðan. Var afmælisins minnst á hátiðlegri samkomu 27. desember. Eins og vænta má, hefur kristni- boðið frá upphafi skipað háan sess í sunnudagaskólanum, og hefur ver- ið lögð áherzla á fræðslu, fórn og fyrirbæn vegna þessa ,,merkasta máls i heimi". Sunnudagaskólinn hetur nú í tæp- an áratug verið til húsa í Álfta- mýrarskóla. Hann er vel sóttur. andlega sjúkur. Hvað segið þér um andlegt ástand yðar?“ „Hefur nokkurn tíma verið drótt- að að yður, annað hvort af sjúkl- ingum yðar eða stéttarbræðrum, að þér séuð predikari og veitið kannski ekki beztu læknishjálp, sem völ er á, af því hvað þér legg- ið mikla áherzlu á hina andlegu hlið?“ „Nei, ég hef aldrei verið ásakað- ur beinlínis, og þótt svo væri, þá hefði ég ekki tekið það nærri mér. Hins vegar hef ég komizt að raun um, að ólíklegt er, að nokkur lækn- ir verði sakaður um að vera slæleg- ur í starfi, ef hann stundar verk sitt vel, og þá á ég við, að hann verji þeim tíma, sem þörf er á, með sjúklingum sínUm og beiti vand- lega þeim læknisráðum, sem hon- um hafa verið kennd. Þegar heilagur andi leiðir mann til þess að vitna í starfi sínu, þá trúi ég því, að Guð vaki ekki að- eins yfir orði sínu, heldur blessi líka manninn vegna orðsins og vitnisburðarins. Og ég vil leggja áherzlu á, að Guði ber öll dýrð og heiður fyrir allt það, sem mér hef- ur auðnazt að gera á ellefu ára læknisferli mínum, og ég segi þetta af öllu hjarta. Hann hefur blessað mig svo stórlega, að það tekur öllu fram, sem ég þorði að vona.“ „Finnst yður þá, að sjúklingar séu fremur á því að leita til yðar en að forðast yður, vegna áherzlu yðar á hinum andlegu málum?“ „Já, ég held því sé þannig farið. Sjúklingar koma til mín til dæmis vegna þess, að frú Sigríður sagði við frú Jóhönnu: „Farðu til hans Andersons læknis, því að hann tek- ur sér tíma til að tala við þig og útskýra fyrir þér, hvað að þér amar, og hann lítur á starf sitt frá andlegum sjónarhól." „Takmarkið þér viðtölin, til þess að þér getið haft þetta tækifæri til að beina talinu að Drottni? Með öðrum orðum: Hvemig farið þér að því að halda reglu á viðtalstím- unum?“ 6

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.