Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1979, Page 7

Bjarmi - 01.01.1979, Page 7
Afmœlissamkoma KFUM og KFUK í Bústaöakirkju í Reykjavík 2. janúar s.l. var fjölmenn og hótíSleg. KFUM o” KVUK UO ÁRA Hátiðarsamkoma í tilefni af 80 ára afmæli KFUM og KFUK í Reykja- vík var haldin i Bústadakirkju þriðju- daginn 2. janúar sl. En eins og kunnugt er stofnaði sr. Friðrik Frið- riksson KFUM þann dag árið 1899 og KFUK þann 29. apríl sama ár. Hátíðarsamkoman hófst með því, að blandaður kór félaganna söng „Þér hlið" úr 24. Davíðssálmi við lag eftir sr. Friðrik Friðriksson. Þá bauð Sigurður Pálsson, formaður KFUM, gesti velkomna og gat þess sér- stakíega, hve ánægjulegt væri að hafa viðstaddan einn af stofnend- um KFUM, Sigurbjörn Þorkelsson. Kristin Möller, formaður KFUK flutti siðan bæn og ávarpsorð. Dagskrá samkomunnar var marg- þætt. Æskulýðskór félaganna söng þrjú lög, stúlkur úr yngri deildum KFUK fluttu ,,IjósaþáttÁrni Sig- urjónsson flutti ágrip af sögu fé- laganna í máli og myndum, og blandaður kór söng ,,Te Deum" eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, undir stjórn Geirlaugs Árnasonar, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem verk þetta er flutt hérlendis. Biskup íslands, hr. Sigurbjörn Ein- arsson, flutti ávarp og færði félög- unum kveðjur og árnaðaróskir fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Hátiðarræðu flutti Ástráður Sigursteindórsson út frá einkunnarorðum sr. Friðriks: „Þér skuluð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins". Enn frem- ur var mikill almennur söngur. 1 samkomulok voru lesnar margar heillaóskir, sem félögunum höfðu borizt víðsvegar að í tilefni dags- ins. Þrátt fyrir slæma færð þenn- an dag var mjög mikið fjölmenni við þessa afmælishátið, þar á meðal biskup Islands, borgarstjórinn i Reykjavik og prestar í Reykjavik og nágrenni. „Viðtöl eru mjög mörg hjá okk- ur, bæði fyrir hádegið og síðdegis. Ég ætla mér eina klukkustund til skoðunar, svo að dæmi sé tekið. Þá gefst olckur nægur tími til að ræða saman. Ég tel, að læknir eigi ekki að láta fulla biðstofu bíða eft- ir sér, meðan hann sinnir þessum þætti þjónustu sinnar. Það er betra að gera það, sem þörf krefur hverju sinni, og ætla sjúklingi svo aftur viðtalstíma seinna sama dag, ef hann virðist vera í uppnámi eða glímir við andleg vandamál, sem þarfnast skjótrar úrlausnar. Sá læknir, sem vill auðsýna sjúkling- um sínum samúð og hlýju og reyna að leysa andleg vandamál þeirra, veröur að virða rétt fólksins og tíma þess.“ „Lítið þér svo á, að Guð hafi lagt yður sérstaka ábyrgð á herð- ar eða gefið yður náðargjöf trú- boðans, ef til vill fram yfir aðra kristna lækna?“ „Nei. Ég vildi óska, að þjónusta mín fyrir hann væri helmingi áhrifameiri en hún er. Stundum finnst mér ég nái varla undir yfir- borðið, þegar um það er að ræða að koma til móts við hin andlegu vandamál samfélagsins. En allir kristnir menn verða að keppa að þessu marki. Ég skil alls ekki þá kristnu lækna, sem hafa eignazt hina stór- kostlegu gjöf hjálpræðisins og loka þó munni sínum, enda þótt okkur beri að vitna, ekki aðeins með breytninni, heldur einnig í oi'ði. í fjórða kapítula Postulasögunn- ar segir frá því, að lærisveinamir gátu ekki annað en talað um hina miklu hluti, sem Drottinn hafði gert fyrir þá. Trúi karl eða kona því í raun og sannleika, að ekki sé undir himninum annað nafn, sem menn kunni að nefna sér til sáluhjálpar, hvernig geta þau látið vera að tala um þetta nafn ? Nafnið þarf að verða okkur svo eðlilegt, að við tölum um Krist eins auðveld- lega og við tölum um ástkæran maka og fjölskyldu.“ 7

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.