Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1979, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.01.1979, Qupperneq 8
Nýr akur. nýr heimur Kitale, 1. janúar 1979. Kæru kristniboðsvinir. Við höfum ekki látið mikið frá okkur heyra, eftir að við komum hingað til Kenýu. Það eru ástæður fyrir því, sem ég ætla ekki að rekja hér. Við þökkum af hjarta fyrir- bæn og samstöðu í starfi. Ykkur er kunnugt um, að það er ekki auðvelt að eiga að byrja nýtt starf í nýju landi og við ókunn skilyrði. Margt var öðruvísi en við höfðum búizt við, en Drottinn hef- ur verið með okkur og gefið ráð og styrk og opnað dyr til starfa. Það er nýr akur, nýr heimur, sem okkur er lítt kunnur og ykkur enn síður, en Drottinn þekkir hverja sál, sem þar býr. Fólkið þar á móti þekkir hann ekki. Það er neyð þess. Um þessi áramót hefur orðið í Jóh. 15 um vínviðinn og vínyrkj- ann talað til mín. Mig langar að nefna þrjú atriði: Jónas Þórisson skrifar í einka- bréfi 11. nóv. frá Arba Minch: Ég vil byrja á því að þakka fyrir kærkomið bréf. Það gleður okkur alltaf að fá fréttir af starfinu og vinunum heima. Við minnumst með þakklæti vinarhugs og hlýju kristniboðsvina þá mánuði, er við dvöldum heima, og gleðjumst yfir góðum fréttum. En það eru ekki aðeins góðar fréttir, sem okkur hafa borizt síð- ustu vikumar. Þær hörmulegu fréttir, að Ásgeir Pétursson hafði látizt í flugslysinu á Sri Lanka, 1. Vínyrkinn sníður af grein- amar, sem ekki bera ávöxt. Þær eru gagnslausar og aðeins til hindr- unar. 2. Greinar, sem bera ávöxt, hreinsar hann, svo að þær beri meiri ávöxt. 3. Þeir, sem hreinir eru, eru það vegna orðsins, sem Jesús talaði til þeirra. Ég hef þurft að spyrja sjálfan mig: Hvar stend ég í þessu sam- hengi ? Drottinn hefur opnað okkur dyr til Pokot-fólksins í Kenýu. Þar er ekki allt eins ákjósanlegt og við hefðum viljað. En hér er ekki spurning um, hvað okkur finnst ákjósanlegt. Það, sem skiptir meg- inmáli fyrir Drottin, er, að fólkið, sem þar býr, hefur enga mögu- leika til að fá leyst sitt mikla vandamál nema því sé boðað orðið, sem hreinsar og gefur samfélag við Guð. Þetta er staðan, sem Guð hefur kallað okkur inn í hér. Fólk og fréttin um, að Þorkell Pálsson hefði orðið bráðkvaddur, vöktu mikla hryggð í hjörtum okkar ís- lendinganna hér í Arba Minch. Báðir voru þeir sérstakir ágætis- menn og báru frelsara sínum gott vitni með prúðmannlegu dagfari og kærleika. Guð blessi minningu þeirra. Ég hef verið töluvert á ferðinni nú síðustu mánuði og reynt að hjálpa til í starfinu hér í Gamu Gofa fylki, eftir því sem ég hef getað. Það er uppörvandi að sjá, hve starfið gengur vel, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. En það er mikil- í vanda. Guð hefur leyst vandann. Hann þarfnast manna til þess að færa fólkinu lausnina. Við erum búin að rannsaka að- stæður í Pokot, eða Suk, eins og það hét áður. Það hefur verið erfitt að ákveða, hvar bezt sé að stað- setja stöðina okkar. Nú erum við komin að þeirri niðurstöðu, að Chepareria-svæðið henti bezt. Öld- ungar og aðrir ráðamenn þar hafa tekið okkur opnum örmum og vilja, að við byrjum strax starf. Við er- um að athuga með lóð fyrir okkur á þessu svæði. Á föstudaginn kem- ur förum við á fund með öldung- unum þar, og ætla þeir þá að sýna okkur þá staði, sem fólkið vill láta okkur fá fyrir stöðvarlóð. Við höfum fundið, að þið hafið verið með okkur hér og beðið fyrir okkur og að við mættum finna það starfssvæði, sem Drottinn hefur ætlað okkur. Mig langar til að leggja fram fyi’ir ykkur fjögur ný bænarefni: 1. Að við fáum hentuga lóð. 2. Að Drottinn opni hjörtu fólks- ins fyrir fagnaðarerindinu. 3. Að við fáum gott fólk til að byggja og hentugan efnivið til að byggja íbúðarhús á stöðinni. 4. Að Drottinn gefi okkur styrk til starfa. Kærar kveðjur til ykkar allra, ykkar Kjellrún, Skúli og börnin. vægt. að kristniboðsvinir biðji mikið fyrir kristnum bræðrum og systrum hér í Eþíópíu. Ég er búinn að vera í vikutima í Konsó og hjálpa til í safnaðar- starfinu þar. Barrisja Húnde, stöðvarstjóri, stendur sig með prýði. Hann er mjög iðinn við að fara út í hérað og boða Guðs orð. Ég vona, að ég geti lagt betur lið í starfinu þar. þegar við flytjum til Konsó á næsta ári, eins og ráð- gert er. Ég læt hér staðar numið. Ég er senn á förum til Galta, en það er dönsk kristniboðsstöð. Þar mun ég verða í viku. Síðan fer ég snögga ferð til Addis Abeba og næ heim rétt fyrir jól. Skilaðu kveðjum til allra vinanna. Guð blessi ykkur ríkulega í þjónustunni við hann. Kveðja með Róm. 8,1. Libveizla í starfinu 8

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.