Bjarmi - 01.01.1979, Síða 10
ELSA JACDBSEN SKRIFAR
HVER DAGUR
ER
DÝRMÆT GJÖF
Arba Minch, 31. 10. 1978.
Kæru kristniboðsvinir.
Það er orðið langt um liðið, síð-
an þið hafið heyrt frá mér. Ég
þakka ykkur fyrir öll bréfin, sem
ég hef fengið, þar sem ég er minnt
á, að þið kristniboðsvinir munið
líka eftir mér, þegar þið biðjið.
Guð launi ykkur það. Við þökkum
Guði fyrir ykkur öll. Hann veit,
hvar þið eruð.
Fyrirbænin áþreifanleg
Ég hef kannski aldrei tekið eins
vel eftir því og nú, að þeir eru
margir, sem biðja. Það er stórkost-
legt. að Guð hlustar á okkur, þeg-
ar við komum fram fyrir hann í
nafni Jesú í þakkargjörð og bæn.
Hér eru fleiri tækifæri til að
boða fagnaðarerindið en nokkru
sinni fyrr. Guðs ríki breiðist út í
erfiðleikum og þrengingum. Ég er
Guði þakklát fyrir, að ég hef feng-
ið að vera hér einnig þetta árið.
Ég hef séð ávextina af því, sem
aðrir hafa sáð. Það er hrífandi að
fá að sjá, hvemig Guð starfar.
Hann hefur gefið vakningu á mörg-
um stöðum á landinu. Fólk hungr-
ar í orð Guðs.
Þegar svo er háttað, færist harka
í hina andlegu baráttu. Djöfullinn
æðir. Hann veit, að hann hefur
nauman tíma. Hann æðir, af því
að menn sjá synd sína, fyrir áhrif
orðsins, og trúa því, að þeir séu
hólpnir vegna friðþægingardauða
Jesú á Golgata. —
Á sjúkrahúsinu gengur allt eins
og venjulega. Jóhannes er hér einn
læknir þessa stundina, svo að hann
hefur í mörg horn að líta. Norski
læknirinn er í fríi og er væntan-
legur eftir viku. Hjúkrunarkona
er líka farin, svo að Áslaug hefur
hjálpað okkur, sérstaklega á skurð-
stofunni. Það kemur sér vel.
Sífellt er hér yfirfullt af legu-
sjúklingum. Margir koma langt að
til að leita hjálpar. Um það bil 150
sjúklingar koma daglega á varð-
stofuna. Margir þurfa að gangast
undir rækilega rannsókn, og það
tekur tíma.
Biblían í fangelsið
Við höfum kristileg smárit og
biblíuhluta hér fyrir framan okk-
ur á skrifborðinu og dreifum meðal
þeirra, sem koma. Flestir taka við
þessu glaðir, og margir vilja líka
kaupa Biblíur.
Oft koma fangar í hópum og
þurfa meðferð vegna ýmissa sjúk-
dóma. Þeir eru flestir vel mennt-
aðir. Þeir biðja um Biblíur og fá
allir hver sitt eintak, þegar þeir
fara. Fangaverðirnir spyrja líka,
hvort þeir fái ekki bók, og við gef-
um þeim líka Biblíur, hverjum og
einum.
Undanfarin ár hefur ekki verið
veitt heimild til þess að fara í
fangelsin og hafa þar helgistundir.
Það er dásamlegt, að við skulum
fá að senda orð Guðs inn í fangels-
ið á þennan hátt. Verum samtaka
um að biðja Guð þess, að hann
opni orðið fyrir öllum þeim, sem
lesa, svo að vakning verði í fang-
elsinu. Þeir eru margir, sem þar
dveljast.
Fjöldi fólks hlustar á orð Guðs
í anddyri sjúkrahússins á morgni
hverjum. Það er gott að tala og
vel hlustað. Þó finnum við, að hin
andlega barátta er líka háð hér á
spítalanum. Sumir starfsmennirnir
eru kristnir, en svo eru aðrir, sem
eru andsnúnir. Þannig verður það
alltaf, þegar Guð opnar dyr.
Frelsi og ánauð
Hver dagur er dýrmæt gjöf með
nýjum tækifærum. Ó, að við not-
uðum þau, meðan færi gefst. Við
lítum á það sem undursamlegt
kraftaverk Guðs, að við höfum allt
fram á þennan dag fengið að pre-
dika fagnaðarerindið á þennan
Anægjuleg
framtakssemi
Gjaldkeri Kristniboðsfélags
kvenna á Akureyri, Sigríður Zak-
aríasdóttir, hringdi til mín á síðast-
liðnum jólum og skýrði frá því, að
nokkrir unglingar úr KFUM og K
þar í bæ hefðu fyrir nokkru komið
til sín með 90.500 krónur til kristni-
boðsins. Höfðu unglingarnir tekið
að sér barnagæzlu fyrir jólin og
ákveðið, að launin, sem þeir fengju
fyrir það, skyldu renna til kristni-
boðsins.
Unga fólkið á þakkir skildar
fyrir þessa ánægjulegu framtaks-
semi og þann kærleika til kristni-
boðsins og útbreiðslu Guðs ríkis,
sem hún ber vott um. Guð blessi
þau öll- - G.Sj.
10