Bjarmi - 01.01.1979, Qupperneq 11
Fagnaðarerindið um Jesúm Krist
berst um byggðir og ból í Eþíópíu.
Sums staðar eru valcningar,
en einnig er hart barizt ó móti.
Biðjum fyrir boðendum orðsins.
>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f^->f>f><-
hátt, á ríkissjúkrahúsi í sósíalista-
ríki. Biðjið þess með okkur, að við
fáum að halda áfram, svo lengi sem
Guð vill.
Það er hart barizt, en við vit-
um, að Jesús er sigurvegari, og
við megum lifa í sigri hans dag
frá degi. Öruggt og gott er að
vita, að Guð er sá, sem hefur alla
þræði í sinni hendi. Það er hann,
sem lýkur upp, svo að enginn læsir,
og læsir, svo að enginn lýkur upp,
Opinb. 3,7.
Kirkjan hér á stöðinni er troð-
full á hverjum sunnudagsmorgni,
þegar guðsþjónusturnar eru haldn-
ar. Mest er þetta skólaæska. Fögur
sjón á að líta! Orðinu er sáð, og
Guð gefur ávextina. Margir þola
illt vegna trúar sinnar.
Satan, hin slóttuga slanga, beitir
vélabrögðum sínum eins og fyrr.
Hann kann að bregða þess konar
Ijósi á hlutina, að þeir virðast eftir-
sóknarverðir og meinlausir við
fyrstu sýn. Margir gengu í gildr-
una og gerðu sér kannski ekki
grein fyrir því fyrr en um seinan,
að þeir voni í f jötrum Satans. Það,
sem boðað var, að væri hið mikla
frelsi, var í raun og veru ánauð.
Fyrir nokkrum árum vitnuðu
margir þeirra með djörfung um
Jesúm, að hann væri Drottinn
þeirra, og voru jafnvel fúsir til að
þola þjáningar hans vegna. Síðan
hafa þeir valið sér annars konar
frelsi, sem er ekki neitt frelsi.
Sumir þeirra vinna markvisst gegn
sannleikanum. Nú eru margir
þeirra innan veggja fangelsanna,
en ekki vegna Krists. Þetta er al-
varlegt umhugsunarefni. Gleym-
um ekki að biðja fyrir þeim. Hverf
aftur, þú fráhorfni . . . segir Drott-
inn. Já, Guð elskar líka hinn frá-
horfna með eilífum kærleika, og
hann biður hann að snúa aftur.
Sterk öfl eru að verki á móti
söfnuði Guðs. Kristnir menn verða
að þola margvíslega reynslu. Þeir
þurfa oft að velja, og eru málin
einatt sett þannig fram, að erfitt
er að vita, hvað er rétt. Álagið á
þeim er mikið. Biðjið fyrir þeim.
Jónasi og Ingibjörgu líður vel.
Jónas fór til Gressi í gær. Þar
veröur hann nokkra daga og kenn-
ir á biblíunámskeiði, sem verið er
að halda á stöðinni þar. Dyr eru
víða opnaðar upp á gátt, og and-
stæðingarnir eru margir.
ÆÖsta þjónustan
Tíminn er stuttur. Okkur ber að
starfa, meðan dagur er, og benda
á Jesúm, sem hefur borið synd alls
heimsins, til þess að við skyldum
hljóta lausn. Samt eru þeir fáir,
sem frelsast, segir orð Guðs, af
því að þeir vilja ekki veita þess-
um boðskap viðtöku. En öllum
þeim, sem tóku við honum, gaf
hann rétt til þess að verða Guðs
börn, þeim, sem trúa á nafn hans.
Ég þakka ykkur aftur fyrir
fyrirbæn! Það er sælt að vita, að
í heimalöndum okkar eru þeir, sem
unna sér ekki hvíldar, heldur hrópa
til Guðs dag og nótt, einnig vegna
þessa lands og lýðs og vegna okk-
ar, sem höfum verið send með
fagnaðarerindið. Ó, að við mætt-
um reynast trú í þjónustunni, sem
Guð kallaði okkur til, hver á sín-
um stað.
Guð blessi ykkur ríkulega í þjón-
ustu fyrirbænarinnar. Hún er mest
og æðst allrar þjónustu, sem Guð
hefur úthlutað okkur. Bregðizt
ekki í þeirri þjónustu! Við þökk-
um Guði fyrir ykkur.
Hjartanleg kveðja í Jesú nafni.
Elsa Jacobsen.
11