Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 6
sem þeir taka stúdentspróf, að safna fé til kristilegra málefna. Tveir staðir á kristniboðsakrin- um heita Katchomogen. Ibúar eldri staðarins sneru baki við kristni- boðunum, af því að þeir gátu ekki komið þar upp sjúkraskýli. Nú hafa þeir séð að sér, og hafa þeir gefið lóð, þar sem reisa má hús fyrir kristilegt starf. Er ætlunin að hef j- ast þar handa nú á þessu ári. BiblíunámsJceiö voru haldin ná- lægt áramótum bæði í Chesta og í Cheparería, og voru þau góð. Tolgaghin heitir staðurinn uppi á fjallinu fyrir ofan kristniboðs- stöðina, þangað sem erfitt er að komast og Kjartan hefur sagt frá. Þar starfar predikarinn Símeon, og biður Kjartan þess, að sérstaklega verði beðið fyrir honum, hann vanti framtaksemi og einurð og bezt væri, ef hann fengi góðan liðsmann sér við hlið. BREF FRA KENYU Frá kristniboðsráðstefnu í Nairobí Óþrjótandí verkefní Heiðnir siðir. Sextán stúlkur voru umskornar í grennd við stöðina laust fyrir ára- mótin. Það dró að sér margt fólk, en undirbúningur stóð í v.iku eða hálfan mánuð og fólst m. a. í því, að sungið var á hverju kvöldi fram undir miðnætti. Greinilegt virðist, að þessi siður sé kominn úr heið- inni frjósemisdýrkun, enda tíðkað- ur einkum þegar uppskeran er kom- in í hús. Þessu fylgir drykkjuskap- ur og ósiðlegir dansar. Margt full- orðið fólk í kristna söfnuðinum er andvígt þessum sið, en unglingarn- ir, kristnir jafnt sem heiðnir, telja sig ekki vera menn með mönnum nema siðnum sé haldið við, á þenn- an hátt verði þeir fullorðnir. Eftir athöfnina fær fólkið fræðslu um það, hvemig það á að haga sér sem eiginmenn og eiginkonur. Eftir því, sem kristniboðarnir kom- ust næst, er ræturnar að undirokun kvenna að finna í þessari fræðslu. Um jólin voru öll böm Kjellrúnar og Skúla Svavarssonar heima (jóla- frí í skólanum í Nairóbí). Jólatré voru á sínum stað, og mikið var um jólatónlist af snældum, sem kristni- boðarnir höfðu fengið að heiman — auk þess sem þau fengu sent hangi- kjöt og harðfisk frá íslandi! Bréfinu lýkur með tilvitnun í Matt. 1, 21 og 23: „Og hún mun son ala og skalt þú kalla nafn hans Jesús, því að hann mun frelsa lýð sinn fá syndum þeirra. — Nafn hans munu menn kalla Immanúel, sem er útlagt: Guð er með oss.“ Cheparería, 23. 1. '82. Kæm vinir! Ráðstefna kristniboða NLM og SlK var haldin í Nairobi dagana 5. —10. janúar og langar okkur að gefa ykkur smáskýrslu af henni. Að venju kom fulltrúi frá aðal- stjórn NLM í Noregi og var hann að þessu sinni Gudmund Vinskei, framkvæmdastj. kristniboðsstarfs félagsins í Afríku. Það var tilhlökkunarefni fyrir okkur að fara á ráðstefnuna og hitta alla samstarfsmennina hvað- anæva að úr landinu, ræða starfið, vandamál þess og framtíðarstefnu og uppbyggjast saman í Guðs orði og bænasamfélagi. Skólastarfið. Fyrsta daginn, 5. janúar, var ráðstefna þeirra, sem teljast starfs- menn lúthersku kirkjunnar hér í landi, en það eru þeir, sem stað- settir eru í Pókothéraði, Marsabit (stöð sunnan við landamæri Eþíó- píu) og prestaskóla kirkjunnar í Matongo, alls um tuttugu manns. Um margt var rætt, en þó mest um skólastarfið, möguleika þess og vandamál og um framtíðarstefnu starfsins á Kongulaisvæðinu og í Kara-Pókot. Yfirvöld í landinu hafa beðið kristniboðsfélög og kirkjur um að hjálpa til við að koma á fót skólum, sérstaklega í afskekktum héruðum eins og Pókot. Þessir aðilar byggja húsin, en síðan sér ríkið um rekst- urinn, þ. á m. að greiða kennurum laun. Á móti mega þessir ábyrgðar- menn skólanna nota húsakynni þeirra utan kennslutíma, sjá um eina kennslustund 1 viku, auk þess sem þeir eiga sæti í skólastjóm og ráða miklu um val á kennurum og skólastjórum. Það er augljóst mál, að hér eru mikil tækifæri fyrir kristniboðsstarfið, en það er ekki vandkvæðalaust að nýta þau. Aðal- vandinn er að fá kristna kennara af Pókotþjóðflokknum, vegna þess að menntun er tiltölulega nýtt fyr- irbrigði fyrir þessu fólki og því fáir, sem hafa fengið æðri mennt- un. Nóg er til af menntuðum kenn- urum af öðmm þjóðflokkum, en þeir ná ekki eins vel til fólksins og heimamenn. Ef við getum ekki bent á kennara, sem við viljum hafa í skólunum, senda skólayfirvöld ein- hverja aðra og er undir hælinn lagt hvort viðkomandi er heiðingi, ka- þólikki eða eitthvað annað. Auk þess finnst fólki af öðrum þjóð- flokkum Pókothérað vera svo af- skekkt, að það vill helst ekki fara þangað til starfa og eru því þess vegna greidd hærri laun en ella, ef það vill leggja á sig að fara þang- að í „útlegð". Þessi umræða miðaðist mest við starf Norðmanna í Chesta (næstu stöð hér í Pókot), en þeir hafa kom- ið á fót sex skólum hvern öðrum af- skekktari, en Chesta er mun af- skekktara en Chepareria. Annars horfir þetta nú til bóta, því að von er á mörgum framhaldsskólanem- um úr námi á næstu ámm. Kongulai og Kara-Pókot. Hitt aðalmál þessarar ráðstefnu var mótun framtíðarstefnu fyrir 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.