Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 9
JAPAN: Fjórar merkar heimsóknir Þcffar kristnir Japanir horfa um öxl ogr líta yfir síðustu mánuði, minnast þeir einkum f jögurra heim- sókna, sem allar höfðu mikil áhrif, hver á sína vísu. Bandaríski predikarinn Billy Graham er sífellt á faralds fæti, þótt hann sé kominn vel yfir miðjan aldur. Hann fór „krossferðir" til sex japanskra borga og boðaði fagnaðar- erindið — meðal fólks, þar sem að- eins einn af hundraði er kristinn, ef þeir eru þá svo margir. Tugir þús- unda hlýddu á Graliamt og mörg þúsund manns tóku ákvörðun um að leita Jesú Krists eða fylgja hon- um. Billy Graham. Jóhannes Páll páfi II. stóð við nokkra daga í Japan, þegar hann var á ferð sinni um Asíu. Bæði blöð og sjónvarp sögðu rækilega frá heimsókn hans. Það er ekki á hverj- um degi, sem Japanir geta lesið kristilegar ræður á forsíðum dag- blaðanna. Alls staðar mátti sjá stór veggspjöld með myndum af páfa. Keisarinn veitti honum áheyrn og fagnaði honum vel. Enn mun keis- arinn vera eins konar tákn trúar og þjóðrækni meðal Japana. Ennþá meiri áhrif höfðu móðir Teresa og Pólverjinn Lech Walesa i Japan, bó að viðhöfnin væri minni, begar tekið var á móti þeim. Fram- koma þeirra vakti hlýhug í brjóst- Um Japana, og þau báru fram skýr- an vitnisburð um lífsviðhorf sín. Móðir Teresa gerði grein fyrir kærleiksboðskap sínum í klukku- stundar dagskrá í sjónvarpi. Þar kigði hún áhcrzlu á, að okkur bæri að annast um þá, sem veikir væru Jóhannes Páll páfi II. í samfélaginu. Við eigum að vernda hið ófædda mannslíf og veita böm- um, sem fá að vaxa úr grasi, kær- Ieika. Kærleikurinn byrjar í fjöl- skyldunni, og sannan kærleika get- ur enginn átt, fyrr en samband hans við Guð er eins og vera ber, sagði móðir Teresa mcðal annars. Hún breytti öllum tímaáætlunum sínum tU þess að geta heimsótt fá- Móðir Teresa. tækrahverfi í Tokýó og Ósaka, stór- borgum í Japan, og eftir komuna þangað sagði hún, að öUum bæri skylda til að hjálpa þessu fólki. Einnig voru sýndar margar sjón- varpsdagskrár um óþreytandi starf hennar í þágu utangarðsfólks og aumingja í Kalkúttu á Indlandi. Fjórði maðurinn, sem heimsótti Japan ekki alls fyrir löngu og mark- aði djúp spor, var Lech Walesa. 1 ritstjórnargrein í blaðinu Mainichi Daily News, sem ritað er á ensku, var Walesa líkt við „ofurstirni". Hann hafði látið í ljós þá ósk, áður en hann fór til Japan, að hann gæti gert PóUand að öðru Japan. Einkum langaði hann til að kynna sér, hvernig því véki við, að Japanir væm svo iðjusamir sem raun ber vitni. Lech Walesa. Allar sjónvarpsstöðvar gerðu dag- skrár um hann — og þar kvað við annan tón: Walesa dró ekki dul á vonbrigði sín, eftir að hann hafði séð Japan með eigin augum. Hann sagði meðal annars: — Ég kom hingað tU að læra af Japönum, en ég ber kvíðboga fyrir framtíð Japans. — Þegar PóUand og Japan eru borin saman, nýta Pólverjar jörðina aðeins að einum tiunda hluta í land- búnaði, og iðnaðurinn er eins og einn á móti hiuidraði, miðað við Japan, en ég held, að Pólverjar lifi manneskjulegra Ufi. — Það er lagt of hart að bömum t skóla í Japan. — Börnin eiga sér næstum ekkert athvarf, þar sem þau geta Ieikið sér. — Vélar eiga að þjóna mönnun- um. Menn eiga ekki að þjóna vélum. — Kristindómurinn hjálpaði okk- ur, þegar hörmungarnar vom mest- ar, er við unnum að bví að efla „Einingu" meðal verkamanna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.