Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 17
tókst honum að ná tökum á kaðli þessum, sveiflaði sér létt og liðlega aftur upp í fimleikaróluna sina og settist i hana, eins og hann hefði framkvæmt eitthvert sýningar- bragð. Áhorfendur ætluðu alveg af göfl- unum að ganga af hrifningu. Þeir vissu ekki um, að honum hafði ver- ið forðað frá slysi. Þeir héldu, að framkvæmt hefði verið fyrirfram ákveðið og fífldirfskulegt sýningar- bragð, meistaralegt og með góðum árangri, og gáfu honum þrumandi °g ærandi lófaklapp. Bn Eugene heyrði sjálfur ekki neitt. — Guð minn, hvislaði hann hljóð- |ega með sjálfum sér, er hann sat i rólunni. — Þetta hafði nær því kostað mig lífið. Ég hefði aldrei átt að sitja hér. Guð vill ekki hafa uiig hér. Ó, Guð, sýndu mér, hvað þú vilt, að ég geri. — Ég mun gera það, sagði hljóð- iát raust. — Treystu mér. Og meðan áhorfendur biðu með eftirvæntingu eftir næstu sýningu, greip Eugene kaðalinn, sem lá nið- ur á leiksviðið. Hann gekk fram og var heilsað með dynjandi fagnaðar- látum. En hann hneigði sig djúpt °g yfirgaf leiksviðið. Hann mætti leikhússtjóranum á bak við leiksviðið í einum af hlið- argöngum leikhússins. Leikhús- stjórinn var æfur af reiði yfir þess- ari undarlegu framkomu hans. Og hann varð enn æstari, þegar Eugene sagði hanum, að hann væri að hætta fyrir fullt og allt. Blanche og Eugene tóku saman föggur sínar og fóru burt úr bæn- um sama dag. — Hver losaði kaðalinn? spurði Eugene Blanche, sem hafði einnig séð, er hann hrapaði, og hélt, að björgun yrði ekki við komið. Enginn vissi það. — Það skiptir engu máli, sagði Eugene. — Hann bjargaði lífi mínu. Ég er viss um, að Guð gerði það. — Hvað eigum við nú að taka okkur fyrir hendur? spurði Blanche. — Ég veit það ekki, svaraði Eugene, — en ég held, að Guð muni vísa okkur leiðina. FRÉTTIRNAR um það, sem við hafði borið, bárust eins og eldur í sinu um allt, og oft var lagt mjög fast að Eugene að segja opinber- lega frá afturhvarfi sínu. Og leik- húsið, þar sem Eugene og Blanche hcfðu sýnt hina fífldjörfu íþrótt sína, var nú leigt, eftir að sunnu- dagssýningunum var lokið. Ákafir kallarar hrópuðu á götum úti, svo sem vænta mátti: „Hinn heimskunni loftfimleika- maður Walfred mun segja frá aft- urhvarfi sínu.“ Þúsundir manna fóru til þess að hlusta á Eugene Walfred bera fram einfaldan vitnisburð sinn um náð Guðs og heyrðu fagnaðarerindið boðað á þann hátt. Margir urðu gagnteknir af boðskapnum, sneru sér til Guðs og eignuðust samfélag við hann og hinn kristna söfnuð. Þessar voldugu samkomur í leik- húsunum, þar sem Eugene sagði frá því, sem Guð hafði gert fyrir hann, voru upphafið að því, að hann hélt þann samning, sem hann hafði gert við Guð. En það var ekki á þessum sam- komum, sem dýpsta, andlega og sið- ferðislega breytingin átti sér stað hjá honum. Það var lífið framund- an, lífið, sem hann átti að lifa við starf í fátækrahverfunum og hann vissi lítið um sjálfur um þetta leyti, sem átti í raun og veru eftir að sýna, ásamt seinni kristniboðs- og rannsóknarferð i Afríku, hve náð Guðs var stórkostleg í lífi hans og hinn umskapandi máttur hans, bæði andlega og siðferðislega. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Svo einfalt, svo vandað og sómir sér hvar sem er. SELKO fataskápar. Þú kaupir þá í einingum fyrir hagstætt verð, setur þá saman sjálfur og getur endalaust breytt eftir þörfum. Komdu og líttu á SELKO fataskápana, þeir eru vandaðir, vel hannaðir og heimilisprýði, hvernig sem á þá er litið. SIGURÐUR ELÍASSON HE AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.