Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 8
í æðri skóla. Framboð á menntuð- um kristnifræðikennurum er mjög lítið í landinu, en námskráin segir hins vegar fyrir um, að kristni- fræðikennsla skuli vera þar þrjár stundir á viku í öllum bekkjum. Hafa skólayfirvöld tekið því fegins- hendi þegar kristniboðið hefur boð- ið fram kennara í þessum fræðum. Er eftirspumin nú svo mikil eftir kennslu kristniboðanna, að þeir komast ekki yfir nema lítið brot af því, sem þeim stendur til boða. Þama eru sem sagt nánast óendan- legir möguleikar í kennslustarfinu. í Skýrslunni frá bama- og gagn- fræðaskóla kristniboðsins í Nairobi kom það fram, að vegna þess hve meðalaldur kristniboðanna er lágur á þessu skólaári, em börn Kjell- rúnar og Skúla einu böm kristni- boðanna á kristniboðsstöðvunum, er búa á heimavistinni. Kristniboðam- ir í Tanzaníu senda sín börn einnig á þennan skóla og frá Eþíópíu koma böm, sem em á gagnfræða- skólaaldri. Fjárhagserfiðleikar. í umræðunum um fjárhagsáætl- anir starfsins, gerði Vinskei mönn- um það ljóst, að nú em erfiðari tímar í starfinu fjárhagslega en verið hefur lengi. Sagði hann, að það ylli aðalstjórninni í NLM á- hyggjum, hve dýrt væri orðið að nota bíla. Þessar sömu áhyggjur gerðu vart við sig í umræðum kristniboðanna um f járhagsáætlan- ir starfsins, en verð á bensíni og olíu hefur hækkað gífurlega síðast- liðið ár, svo nú er útlit fyrir að kristniboðarnir geti ekki ekið nærri eins mikið um og áður. Er það mjög bagalegt fyrir stöð eins og okkar í Cheparería, þar sem vegir em svo að segja um allt og möguleikar til að færa út starfið em miklir. — Það gerir einnig erfitt fyrir, að allar áætlanir em gerðar 1 kený- anskri mynt, en verðbólga hefur aukist mjög mikið síðastliðið ár og hugsanlegt er, að gengisfelling verði innan tíðar. Óþrjótandi verkefni. Á hverjum degi vom biblíulestr- ar. Voru þeir öllum mjög kærkomn- ir, þar sem kristniboðamir em í þeirri stöðu að þeir gefa stöðugt af sér, en fá miklu minna í staðinn. Var tíminn í Nairobi því öllum end- urnýjunartími og fundum við það vel, þegar við komum til baka til starfa í Cheparería. Það verður okkur ljósara með hverjum deginum, sem líður, að verkefnin hér em óþrjótandi. Kæm vinir, biðjið því herra uppskerunn- ar um, að hann kalli og sendi fleiri verkamenn til uppskem sinnar, fólk, sem vill fara út á akurinn og fólk, sem vill vinna að þessu mikla málefni heima á íslandi. Biðjið hann einnig um að kalla innlenda prédikara og leiðtoga. Að lokum þökkum við, sem emm hér úti, fyr- ir samstarf á liðnu ári og allar fyr- irbænir, sem eru okkur ómetan- legar. Kjartan Jónsson. Á ferð um héraðið. Á heimleiðinni eru steinar tíndir upp í bílinn til að nota við byg'gring'arframkvæmdir á kristniboðsstöðinni. FYRIR- HUGUN ,jHvað um Júdas? Var hann á- Jcvaröaöur fyrirfram til aö svíkja Jesúm? Haföi hann enga mögu- leika til aö veröa hólpinn? Getur veriö, aö menn séu ákvaröaöir til glötunar? Viö finnum ekki, hvar þetta stendur í Biblíunni.“ Þessar spumingar hafa veriö lagöar fyrir mig. ÞaJö er ekki aö furöa, þó aö þiö finnið ekki staö- inn í Biblíunni, þar sem þiö hafiö lesiö um fyrirhugun til glötunar, enda er þaö hvergi skrifaö. Hins vegar er talaö um aö vera ákvarö- aöur til FRELSUNAR. Spurningin snýst í raun og veru um sambandiö milli vilja Guös og okkar vilja. Þetta samband er gáta, sem viö menn finnum ekk- ert svar viö. Viö veröum gröm, þegar viö glímum viö gátu, sem viö kunnum ekki aö ráöa. Leynd- ardómur vekur forvitni okkar. En allar vangaveltur koma fyrir ekki. Guö vill, aö allir menn veröi hólpnir (2. Tím. 2, Jt). Þaö hagg- ast ekki. En þegar maöur segir: „Nei, þakka þér fyrir, ég viJ ekki veröa hólpinn", hver er þá vilji Guös? Þá kemur glötunin til sögunn- ar, sem var ekki vilji Guös, en nu er þó vilji hans. Hugsanir okkar veröa eins og flcekja, líka varöandi Júdas. Sjálf- ur fann Jesús hvíld í því, aö skrif - aö stendur, aö einn af vinum hans mundi svíkja hann (sjá Jóh. 13, 18, sbr. Sálm. 1^1,10). Hugsanir okkar komast í haröan, óleysan- legan hnút, sem viö vitum ekki, hvemig er sarnan settur eöa verö- ur leystur. Meö þessu sýnir Guö okkur, aö við erum — þótt viö ímyndum okkur, aö viö séum oröin fulloröin og þroskuö — í rauninni aöeins börn, og himneskur faöir okkar veit, aö ekki stoöar aö útskýra þetta fyrir okkur, af því aö við skiljum þaö ekki. Því er þaö, aö Páll segir, aö við sjáum hér í spegli eöa skuggsjá, * óljósri mynd. En seinna munum viö sjá augliti til auglitis. Yið skulum því hlakka til þess. Chr. Bartholdy. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.