Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 10
KÚBA: FJALLAÐ UM RIT NÝIA TESTAMENTISINS Tryggð við trúna Um 90 af hundraði lútherskra manna á Kúbu halda fast við kristna trú, þrátt fyrir ýmiss konar erfið- leika, sem þeir eig:a við að etja. Margir kristnir menn eru jákvasðir gngnvart byitingnnni, sem gerð var £ landinu, en fáir einir hafa grerst kommúnistar, og veidur því gaiðleysi það, sem kommúnisminn predikar og ástundar. Norskur bibliuskóla- kennari ferðaðist fyrir nokkru um sex vikna skeið á Kúbu til bess að kynna sér Iiagi manna í lúthersku kirkjunni þar, og hefur hann veitt þessar upplýsingrar. FINNXAND: Vakning enn Fyrlr rúmum fjörum árum hófst vakningr í Flnnlandi. Svo virðist sem vakningrin haldi enn áfram. Kristi- legrar samkomur eru mjög vel sótt- ar, og segir í erlendum blöðum, að andrúmsloftið í Finnlandí hafi breyst fyrir áhrif vakningarlnnar. Áberandi menn í „skemmtanaiðnað- inum“ hafa tekið róttœku aftur- hvarfi, ogr hefur það vakið mikla athygli. Vakningin nœr til allra hluta Finnlands að héita má, en sérstak- Iega hefur hennar gœtt þar, sem finnska er töluð. Pað eru einkum hvítasunnusöfnuðir, sem hafa notið blessunar vakningarinnar, en einnig aðrir söfnuðir, þar á meðal lút- herskir. Engrar tölur eru um það, hversu margir hafa snúið sér til Jesú Krists, en ýmsir söfnuðir hafa vaxið til mima. Peir, sem til þekkja, telja, að vakningin í Finnlandi sé róttæk ogr nái vlða meðal fólksins. Úr Alkirkjuráðinu Hjálpra?ðisherinn hefur dregið sig út úr Alkírkjuráðinu. Þetta kom til g-reina árið 1978, þegnr Alkirkjuráð- ið veitti skæruliðum í sérstökiun samtökum 1 Zimbabwe i Afríku fjár- hagsstuðning. Þá greiddi Hjálpraíð- isherinn atkvæði gegn fjárveiting- unni, enda höfðu skæruliðar úr þessari hreyfingu ráðist á marga Hjálpræðishermenn og fellt suma. En nokkrir mánuðir eru síðan úr- sögnln var staðfest í Dresden I Þýskalandt Þrátt fyrir þetta hyggst Hjálp- ræðisherinn halda áfram þátttöku í starfi Alkirkjuráðsins að trúboði, gagnkvæmri hjálp kirknanna og fé- lagslegrl hjálp. Eftir þetta hefur Herinn fulltrúa í sumum nefndum Alkirkjuráðsins, en þeir hafa ekki atkvseðisrétt. Bréfin tvö til Tímóteusar og bréf- ið til Títusar eru síðustu bréfin frá hendi Páls í Nýja testamentinu. Þau eru oft kölluð hirðisbréfin, af því að þau eru ekki skrifuð söfn- uðum, heldur forstöðumönnum safnaða, hirðum, og í þeim er að finna leiðbeiningar fyrir þá, sem gegna slíkri stöðu. Góður samstarfsmaður. Tímóteus var frá Lýstru í Lýka- óníu, Post. 16, lnn. Faðir hans var Grikki, en móðirin Gyðingur og trúuð kona, EVníke að nafni, 2. Tim. 1, 5. Páll hafði leitt Tímóteus til trúar á Krist. Frá því Páll fór aðra kristniboðsferð sína, var Tímóteus samverkamaður hans og ferðaðist oft með honum. Páll kallar hann skilgetinn son sinn í trúnni, 1. Tím. 1, 2, sbr. 1. Kor. 4, 17. Reyndar virðist svo sem Tímó- teus hafi ekki framgengið í þeim krafti, sem vera ætti, sakir æsku sinnar og rólyndis, 1. Kor. 16, 1. Tím. 4, 12; 2. Tím. 1, 6n. Samt mat Páll engan samverkamann sinn til jafns við hann, og engum fól hann veigameiri verkefni, enda reiddi hann sig algjörlega á einlægni hans, óeigingirni og undirgefni vegna fagnaðarboðskaparins, Fil. 2, 20-22. Tímóteus er ásam't Páli sendandi bréfanna til Þessalóníkumann, síð- ara Korintubréfs, Filippíbréfs og Kólossubréfs. Jafnframt fer hann áríðandi sendiferðir fyrir postul- ann, 1. Kor. 4, 17; 16, 10; Fil. 2, 19n. Þegar Páll ritar nú fyrra bréf sitt til Tímóteusar, hafði hinn síðar- nefndi verið skilinn eftir í Efesus til þess að vinna gegn villukenn- ingum og lagfæra ýmislegt i safn- aðarlífinu. Og í síðara bréfinu er eins og Páll feli áframhald verks síns þessum andlega syni sínum. f framhaldi af Postula- sögunni. Nú falla hirðisbréfin ekki inn í þá mynd, sem dregin er upp af ævi Páls í Postulasögunni. Þau hljóta því að vera skrifuð eftir þann tíma, er Postulasagan segir frá. Bréf þessi þykja því vera ótvíræð vísbending um það, að Páll hafi verið látinn laus úr fangelsi í Róm, sbr. óskir hans um það í Fil. 2, 24, og að hann hafi haldið áfram að ferðast. Mun hann þá meðal annars hafa komið til Spánar, Róm. 15, 24, og að lokum öðru sinni til Rómar, en þar telur kirkjusöguhöfundurinn Evsebíus, að hann hafi dáið í tið Nerós keisara Á þessum ferðum sínum hefur Páll komið til þeirra staða, sem nefndir eru í hirðisbréfunum. Fyrra bréfið til Tímóteusar hefur Páll líklega skrifað í Makedóníu, bréfið til Títusar þar eða í Grikk- landi, en síðara bréfið til Tímóteus- ar, ,,erfðaskrá“ sína, hefur Páll rit- að í Róm, þar sem hann er fangi í síðara skiptið og bíður dauða síns. Hirðisbréfin eru þá rituð á tímabil- inu 63—67 e. Kr. Gegn falskenningum. Fyrra bréfiö til Tímóteusar hefur að geyma mikilvægt efni. Páll ræð- ir um það í upphafi, að vinur hans skuli vera kyrr í Efesus til þess að berjast á móti mönnum, sem fari með annarlegar kenningar. Þeir iðka smásmugulegar hártog- anir í sambandi við efni Biblíunnar, einkum ættartölurnar, og lesa hug- myndir sínar út úr þeim. Þeir vilja leggja lögmál Gyðinga á kristna menn, enda þótt kristindómurinn stefni að nýju lífi í trú og kærleika og réttlæti menn, ekki af lögmál- inu, sem er ætlað þeim, sem eru þrjózkir, heldur af fagnaðarerind- 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.