Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 21
nluttakandi í retsinnunnl Skozkur prestur segir svo frá: „Ég man ekki eftir móður minni, þar sem hún andaðist árið eftir að ég fæddist. Ég átti dásamlegasta föður á jörðinni! Hann annaðist mig af kærleika og leiddi mig fyrstu skrefin og fól aldrei ráðs- konum eða vinnustúlkum að ala mig upp. Þegar ég stækkaði, varð hann bezti félagi minn, sem ég leit- aði til með allt, bæði það, sem íþyngdi, og það, sem gladdi mig. Svo gerðist það einn daginn, þeg- ar ég var á leið í skólann, að ég hitti félaga minn. Hann vildi fá mig með sér heim til sín til þess að sýna mér hvolp, sem hann hafði nýlega fengið að gjöf. Ég var þá níu ára gamall. Ég gat ekki staðizt þetta boð og fór með honum, en ásetti mér að vera kominn heim um það leyti, sem skólanum lyki, til þess að pabbi yrði einskis var. Morgunninn leið fljótt í leik við hvolpinn, sem var mjög skemmti- !egur. En stundum áminnti sam- vizkan mig! Ég kom heim á venjulegum tima og hitti pabba. Hann spurði, hvern- ig gengi og hvort ég kynni lexíurn- ar mínar. Ég roðnaði upp í hárs- rætur og svaraði, að ég kynni þær. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég skrökvaði að pabba mínum. Skömmu seinna fór pabbi í vinn- una. Á leiðinni hitti hann kennar- ann minn og fór að spjalla við hann. Hann spurði, hvort ég væri veikur, þar sem ég hefði ekki komið í skól- ann. — Faðir minn stirðnaði upp af nndrun, sorg og reiði og gat ekki sagt mikið, en sneri við og fór heim. Þegar pabbi kom inn um dyrnar, varð mér ljóst, að hann hefði fengið vitneskju um, að ég hefði skrópað nr skólanum. ,,Komdu hingað, drengur minn!“ sagði pabbi mjög alvarlega. „Hvers vegna fórst þú ekki í skólann í morgun?“ Ég sagði honum hágrátandi, hvernig í öllu lá. Pabbi sat kyrr stundarkom, eins og hann væri að íhuga, hvað hann ætti að gera, til hvaða refsingar hann ætti að dæma mig. Og mér var ljóst, að mér yrði refsað. „Drengur minn, ég ætla ekki að flengja þig, því að þú ert orðinn of stór til þess. Nú getur þú tekið púða og teppi og farið upp í auða her- bergið uppi á háalofti og verið þar þangað til á morgun!“ Ég fór þangað upp. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi og eftir- farandi nóttu. Það urðu reikningsskil við sjálf- an mig og við Guð. Ég grét og bað. Þegar leið á kvöldið, opnuðust dyrn- ar, og pabbi kom inn með teppi og púða undir handleggnum og lagðist á gólfið beint á móti mér. „Pabbi, þú kemur hingað upp og leggst fyrir. Hvers vegna gerir þú það?“ „Heldur þú, að ég geti legið í mjúku rúmi mínu og vitað af þér liggjandi hér á hörðu gólfinu með aðeins eitt teppi milli þín og gólfs- ins? Ég kem til þess að vera hlut- takandi í refsingunni með þér, drengurinn minn!“ Ég lá lengi án þess að segja nokk- uð, en stór tár runnu niður kinn- arnar. Þetta var nærri því verra en refsingin. En að hugsa sér, að pabba skyldi þykja svona vænt um mig, að hann gæti gert þetta! „Pabbi, má ég koma til þín?“ „Já, komdu bara, drengurinn minn!“ Svo flutti ég mig og lagðist þétt upp við pabba. Skömmu seinna hvíslaði ég: „Pabbi, getur þú fyrir- gefið mér? Ég skal ekki gera þetta oftar.“ „Ég bæði get það og vil það. Bið þú um, að þú fáir kraft til þess að sigrast á öllum freistingum og gera alltaf það, sem rétt er!“ Andartaki síðar sofnaði ég — óum- ræðilega hamingjusamur yfir því, að pabbi var ekki lengur reiður — sofnaði með höfuðið á handlegg pabba. Þessi bernskuminning hefur oft orðið mér til hjálpar. Og það knýtti mig enn nánari böndum við pabba en nokkru sinni áður, að hann gerð- ist hluttakandi í refsingunni með mér. Og það hjálpaði mér til þess að berjast gegn lönguninni til ó- hlýðni eða til þess að gera nokkuð, sem var gegn vilja hans.“ 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.