Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 3
Bjarni Eyjólfsson (1913—1972) var
ritstjóri BJARMA frá árinu 1936 til
dauðadagrs. Hann var um langrt ára-
bil einn af leiðtognm frjálsu kristi-
Jegu leikmannahreyfingarinnar og
var m. a. formaður Sambands ísl.
kristniboðsfélaga og KFUM í Rvik.
Er
nauðsynleg!
að
lrúa!
Hugleiðing eftir Bjarna Eyjólfsson
En Drottinn svaraði og sagði við hana:
Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og
mæöist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt,
María hefur valið góða lilutann, hann
skal ekki tekinn frá henni.
Lúk. 10, 1/1—42.
Er nauðsynlegt að trúa?
Ég á ekki við, hvort það geti ekki verið gott og
gagnlegt undir vissum kringumstæðum — og oft
komið sér vel — heldur, hvort það sé nauðsynlegt.
Það getur t. d. veriö ágœtt að hafa kristindóminn
fyrir blessaða krakkana — svo að þau séu dálítið
þœgari — og að viö höfum þá svolítið meiri frið
fyrir þeim en oft vill veröa. Það er alls ekki svo
sjaldgœft í Reykjavík, aö foreldrar reyni að fá
okkur í KFUM til þess aö hjálpa til að gera dreng-
inn þeirra dálítiö þœgari. Sérstaklega hafa sumir
tröllatrú á Vatnaskógi í því tilliti.
Ég man eftir því, að einu sinni hringdi til
mín mér gjörsamlega ókunn kona utan úr bœ og
bað mig að finna sig. Þegar þangaö kom var er-
indið það, að segja mér, að hún ætti sérstaklega
óstýrilátan dreng, sem hún vœri alveg í vandrœð-
um með. Og nú var hún að biðja mig um, að ég
— og við i félaginu — reyndum að hafa bœtandi
áhrif á blessaðan drenginn. Reyndar sló hún þann
varnagla, aö hún kœröi sig ekkert um að við
drœgjum hann inn í neinn trúarlífs áhuga, eða
reyndum að gera hann eins trúaöan og við vœrum.
En við áttum að stilla hann.
Hún hafði trú á því, að það trúarlega vœri
gagnlegt gagnvart bömunum — en hvort það væri
nauösynlegt var annað mál.
Það getur líka komið sér mæta vel fyrir veika
og hruma að trúa — og fyrir vesalings gamal-
menni — þegar gigtin, kölkunin og önnur ellinnar
óáran veröur þess valdandi, aö þau fara að drag-
ast út úr hringiðu lífsins. Þegar þau eru hœtt að
geta lengur tekið þátt í leik og glaðværð þurfa
þau að fá eitthvaö annað að una við — og hvað
er þá hentugra en það, sem ekki gerir kröfur til
líkamsorku hrörnandi manns? Þá getur víst verið
ósköp gott og gagnlegt að grípa til þess að lesa
guðsoröabækur — raula sálma — og sækja sam-
komur. — Og yfirleitt fara að sinna meira and-
legum en líkamlegum málum.
Og í sorg og erfiðleikum getur trúin komiö að
gagni — eins og marg reynt er.
t fáum orðum sagt: Við vitum, að það getur
verið gagnlegt — en er það nauðsynlegt að trúa?
Af því að ég veit, að menn trúa betur speking-
um þessa heims en Guös orði, œtla ég einu sinni
að tilfœra orð frœðimanns á miniu sviði. Kunnur
taugalæknir í Reykjavík flutti eitt sinn erindi á
prestafundi. Hann átti að tala um sálusorgun. I
því sambandi fór hann að tala um trúarþörf
mannsins. Hann frœddi prestana á því, að trúar-
3