Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 16
4. Brot af himninum
Ef himinninn er þar sem vilji
Guðs verður að raunveruleika, þá
felur það í sér að við getum séð
brot af himninum hér á jörðu. Við
biðjum þess að vilji Guðs verði á
jörðu. Þýðir það að við getum verið
með í því að skapa örlítið brot af
himninum á jörðinni?
Hver er vilji Guðs?
Þeir eru til sem í tíma og ótíma
tala um vilja Guðs. „Þetta hlýtur
að hafa einhvern tilgang (= þetta
hlýtur að vera Guðs vilji) “. Það
getur meira að segja komið fyrir að
talað er um vilja Guðs i óguðleg-
asta samhengi. En spumingunni um
hver er vilji Guðs er unnt að svara
með því að skírskota til ákveðinnar
persónu, Jesú. í honum birtist vilji
Guðs á einstæðan og endanlegan
hátt.
í dauða sínum tók Jesús á sig
synd syndarans. Hann var talinn í
hópi afbrotamanna og þurfti að liða
hörmungar krossfestingar. En með
lífi hans og dauða kom nýtt afl inn
í veröldina, þ. e. a. s. afl kærleikans
og þjónustunnar.
Lestu Mark. 10, 42—45.
Við getum sagt að vilji Guðs
verði þar sem kærleikurinn nær
völdum í heiminum, þar sem menn
verða boðberar kærleika Guðs. Þeg-
ar einhver tendrar lítið ljós í stað
þess að bölva myrkrinu, verður ör-
lítið brot af himninum að raun-
veruleika á jörðunni.
Guðsþjónustan------himinn
á jörðu
í huga kristins manns er guðs-
þjónustan sá staður sem Guð kallar
hann á sérstakan hátt til fundar
við sig. Fyrirmynd hverrar guðs-
þjónustu er síðasta kvöldmáltíð
Jesú með lærisveinum sínum á skír-
dagskvöld. Guðsþjónustan er á
Þegrar fagnað irerindið er boðað, skírn
og kvöldmáltíð höfð uni hönd, þá fáum
við að reyna forsmekk himinsins.
sama hátt og sá atburður, samfélag
milli Jesú Krists og hóps manna.
Þegar fagnaðarerindið er boðað,
skírn og kvöldmáltíð höfð um hönd
og við meðtökum gjafir Guðs, þá
fáum við að reyna forsmekk him-
insins. Hér er haldið upp á kom-
andi raunveruleika eins og hann sé
þegar fyrir hendi, raunveruleika
sem mun binda endi á öll eyðilegg-
ingaröfl, raunveruleika þar sem
kærleikur Guðs er allt í öllu.
Slík reynsla gefur okkur djörf-
ung til að halda út í daglega lífið
og lifa og breyta á nýjan hátt,
djörfung til að vera samverkamenn
Guðs á himnum.
Myndirnar i dálX 3 á 14. bls. og dálk 2 á
15 bls. eru úr Good News Bifcle, Otgefandi
The Bible Societies. Birt meó leyfi H.I.B.
£> VON
boSskap af eigin raun og
viljum kallast kristin, erum
send með boðskapinn um
endurlausn og frið, von og
bjarta framtíð til vonlausr-
ar og óttasleginnar kynslóð-
ar. Við erum send með boð-
skap sem getur breylt ein-
staklingnum, boðskap sem
getur breytt öllum heimin-
um, boðskap um sátt við
Guð, sjálfan sig og náung-
ann. Slíkur boðskapur er
meira virði en allt annað.
Slíkur boðskapur er þess
virði að allt sé lagt í söl-
urnar fyrir hann.
ALDRAÐIR
Guð kallaði
stöðugt
Karl er 87 ára gamall. Hann
segir:
,,Ég var fjarri Guði í mörg ár.
Ég hvarflaði frá honum þegar
ég var drengur og lifði langt frá
honum þangað til ég varð 27 ára
gamall. Þá varð vakning á
heimaslóðum. Fyrst tók konan
mín trúna á Jesúm Krist, og hún
vildi fá mig með sér á veginn.
Ég held ég geti sagt, að ég
hafi allan tímann fundið, að Guð
var að kalla á mig. Það leið
varla sá dagur, þegar ég var
unglingur, að ég fyndi ekki, að
Guð kallaði á mig. Mamma var
trúuð. Pahbi hafði verið það. en
hafði fallið frá Guði. Hann öðl-
aðist að nýju líf í Guði seinna á
ævinni.
Ég man, að við hnfðum venð
á samkomu á sunnudagskvöldi.
Við háttnðum og töluðum lengi
saman. Ég sagði eins og mér
fannst, að öll þessi samkomu-
höld væru fásinna og vitleysa.
En þegar við ræddum fram og
aftur og tíminn leið, var kall
Guðs svo hávært í hiarta mér,
að undir morguninn varð ég að
hróna á Guð og biðia hann að
frelsa mig. Ég held, að við höf-
um ekkert sofið þessa nótt.
Síðan liðu nokkrir dagar, fram
á fimmtudag. Ég fór snemma á
fætur og ætlaði að draga net úti
á firði. Þá varð orðið í Jóhs. 3,
16 svo lifandi í huga mér: „Því
að svo elskaði Guð heiminn, að
hann gaf son sinn ...“ Það leysti
mig. svo að ég varð frjáls og
glaður."
-
16