Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 5
œfum. — Hún er nytsöm til allra hluta. í lífinu. Vissulega gagnleg til lífsJiamingju hér á jörö. — En ég œtlaöi ekki aö tala um þafí, hvort hún vceri gagnleg — eöa ábatavcenleg eftir mannlegu mati, heldur hitt, hvort hún vceri nauösynleg. Þaö er þá fyrst þörf á því aö gera sér grein fyrir, hvaö nauösyn er. Nauösynlegt er allt þaö, sem ekki er unnt aö vera án, til þess aö eitt eöa annaö viöhaldist eöa takist. Lífsnauösyn er allt, sem þarf til þess aö viöhalda lífinu. Allir vita eins einfalt atriöi og þaö, aö þaö er ekki nauösyn, aö fara í bió — eöa ball. — Þaö getur veriö skemmtilegt — en líka drepandi leiöinlegt. Allir vita hins vegar, aö matur er lífsnauösyn. Án hans er alls ekki hœgt aö lifa. Þaö er engin nauösyn, aö hann sé kryddaður og finn — nauö- synin er sú, aö hann sé nœrandi. Viö hlööum alls konar aukahlutum utan um þaö nauösynlega — og þaö veröur oft aðalatriöiö, villandi fyrir okkur heilbrigt mat á nauösynjum. Húsaskjól er nauösyn — en kálfadjúp pluss- teppi á öllum gólfum ekki. Og þvi síöur útvarp í hverju herbergi, eins og var í íbúö i húsi einu, sem ég kom í. Mannlegum líkama er líka þörf á hvíld — en hyl- djúpir hægindastólar eru þar fyrir ekki nauösyn. Og svo mœtti lengi telja. Er þá nauösyn aö trúa? Eftir áliti flestra manna ekki. Sumir — og þar á meöal læknirinn, sem ég gat um hér að framan — telja þaö þörf fyrir manninn — meira aö segja til líkams- og sálarheilbrigöis. Og Guös orö segir blátt áfram aö þaö sé lifs- nauösyn. Jesús sagöi í textanum: eitt er nauösyn- legt. Hvaö er þaö? Aö velja góöa hlutann, sem ekki verður frá manni tekinn? Hvað er það? Ja — ekki geta þaö veriö peningar. Þeir fara. Ekki hreysti og heilbrigöi — þvi aö þaö dvínar. Þaö getur ekki veriö heiöur og metorö, þvi aö þaö er hverfulleik háö. Ekki getur þaö heldur veriö ástvinur eöa vinir, þótt þaö sé dýrmœtt. Þvi aö sú stund kemur, aö annaö hvort veröum viö tekin frá þeim — eöa þá aö viö stöndum eftir viö gröf þeirra. Og ekki getur þaö heldur veriö líkamslíf okkar, því séu nokkur örlög vís öllum sem fæöast, er þaö hinzta stundin á þessari jörö. Svo aö ekk- ert af þessu getur veriö góöi hlutinn, sem Jesús talar um. Því aö hann segir, aö sá hluti muni alls ekki veröa tekinn frá þeim, sem velja hann. Hvaö er þá góöi hlutinn? Ég gœti sagt í stytztu máli: Jesús Kristur. Eöa eins og auöskyldara er: þaö lif, sem fœst í sam- félaginu viö Jesúm Krist — lífiö í Guöi. Líf þess manns, sem ekki hefur öölast þaö, hef- ur gjörsamlega misst marks. — Því aö ,,hvaö stoöar þaö manninn þótt hann eignist allan heim- inn, ef hann fyrirgjörir sálu sinni“, segir Jesús. Ég held aö þaö sé ekki hœgt aö hugsa sér skýr- ari mynd um misheppnaö lif en þessa mynd Jesú. Sjá mann, sem hefur getaö sópaö til stn öllu, sem vér menn teljum einhvers viröi á þessari jörö. Og hvaö hefur hann svo öölast viö þaö? Hann missti af því eina nauösynlega — aö bjarga sál sinni. Hvaö er nauösynlegt til þess aö geta þaö? Guös orö segir: Trúiö fagnaöarboöskapnum. Er nauösynlegt aö trúa? Nauösynlegt. Guös orö segir: Án trúar er ómögulegt aö þókn- ast Guöi. — Þú getur reynt hvaö, sem þú vilt til þess að reyna aö þóknast Guöi. — Hann þekkir ekki nema eina leiö: Veg trúarinnar! Hvers vegna? Það er auöskiliö mál, — frumskilyröiö er auövitað, aö þú trúir því, aö Guö sé til. Sannfœr- ingu um þaö, getum viö aldrei átt fyrir skoöun — aðeins trú. En ekki þaö eitt, aö trúa aö Guö sé til og að eitt og annaö, sem hann hefur sagt sé satt. Þú veröur líka aö lœra aö treysta honum — treysta því, sem hann hefur gert fyrir þig, þér til hjdlp- rœöis. Það er eina von þin um eilíft líf. Hann gaf þér frelsara — Jesúm Krist — og hver sem trúir á hann glatast ekki heldur hefur eilíft líf. Oröiö segir: Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýönast syninum, skal ekki sjá lífiö, heldur varir reiöi Guös yfir honum. (Jóhs. 3, 36). Ennfremur segir oröiö: Sá sem trúir á Guös son, hefur vitnisburöinn í honum; sá sem ekki trúir Guði hefur gjört hann að lygara, af þvi aö liann hefur ekki trúað á þann vitnisburö, sem Guö hefur vitnaö um son sinn. Og þetta er vitnis- buröurinn, aö Guö hefur gefiö oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefur soninn, hefur lifiö; sá sem ekki hefur Guös son, hefur ekki lífiö. (I. Jóhs. 5, 10-12). Er nauösyn aö trúa? Þessi framanskráöu orö eru svo skýr, að um þau er ekki hœgt að villast. Eilíft líf er ekki til nema fyrir trú á Krist. Trúin er augað — án hennar séröu ekki Krist. Trúin er melting þin — án hennar meötekur þú ekki oröiö. Trúin er munnur þinn — án hennar getur þú ekki drukkiö hiö svdlandi vatn. Er nauðsynlegl ad Irúa! 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.