Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 22
Fredrik Wislöff: Hver er andlegur? SÍÐARI HLUTI ttelgun uð innun Jesús segir, aö það, sem inn um munninn fer, saurgi ekki mann- inn. Hið illa kemur frá hjartanu (Matt. 15, 18—20). Allt er undir því komið, hvað við hýsum í fylgsnum hjartans, — afstaða hjartans, afstaðan til syndarinnar — og til Guðs. Hið vonda hjarta er ógæfa mannsins. Það er þaðan, sem allt Ijótt og syndugt kemur. „Hegðið yður eigi eftir öld þessari (heimi þessum)", ritar Páll. Og síðan skýrir hann þetta nánar: „Heldur takið háttaskipti með endumýjungu hugarfarsins" (Róm. 12, 2). Það er með öðrum orðum hugarfarid, sem þarf að breyt- ast. Það er heimslega hugarfarið, sem hann er að vara við. Heilagleikinn á að koma innan að. Þá verður hann sannur, mynd þess, sem innra með okkur býr. Hafi hugarfarið helgazt, setur það svip á allt líf okkar. Það mun setja svip á alla framgöngu okkar, orðin, áhuga- málin og tómstundaiðkunina og á það, hvað við etum og drekkum. Allt, sem er auðvirðilegt og lágkúrlegt, — allt sem deyfir og er til hindrunar í samfélagi okkar við Guð og þjónustunni við hann — við snúum baki við því. Þá verður þetta ekki fyrir okkur eins og ytri þvingun með boðum og bönnum, heldur eðlileg tjáning þess, sem býr í hjartanu. Það eru mörg ár liðin, síðan ég las bókina „Gamli mað- urinn og hafið'1, eftir Ernest Hemingway. Ég hef gleymt ein- stökum atriðum, en áhrif bókarinnar vara enn við í huga mér. Bókin lýsir fátækum fiskimanni, sem rær að morgni dags til fiskjar. Og hann er fengsæll. Það líður ekki á löngu, þangað til stór fiskur hefur bitið á krókinn. Síðan segir í bókinni frá því, er maðurinn glímir við að innbyrða fiskinn. Hann dregur inn færið, gefur eftir og dregur aftur. Baráttan heldur áfam allan daginn, nóttina líka og enn lengur. Stóri fiskurinn dregur bátinn sífellt lengra út á hafið. Færið skerst inn í lófa fiskimannsins, svo að blæðir. En hann gefst ekki upp. Honum tekst að borða eitthvað, án þess að sleppa færinu. Loksins hefur hann heppnina með sér. Hann nær fiskinum. Fiskurinn er svo stór, að hann kemst ekki fyrir í bátnum, svo að hann bindur hann við hlið bátsins. Leiðin til lands er orðin löng. Og nú hefjast átökin við hákarlana. Hann notar bátstjakann til þess að hrekja þá í burtu, en stjakinn brotn- ar. Hann mundar hnífinn, en missir hann. Og nú eiga há- karlarnir alls kostar við hann. Bókin endar á því, að hann kemur í land með beinagrind. Hemingway fékk Nóbelsverðlaunin fyrir þessa bók. Hann lýsir allri mannkynssögunni á einföldu máli — sögu okkar allra. Því að í hverju er lífið fólgið öðru en því að hremma auð- ævi láðs og lagar? Til þess verjum við tíma okkar og kröft- um og margir heilsunni líka. Ef menn hafa árangur sem erfiði, hefst baráttan við hina mörgu hákarla lífsins. Og það á við um okkur öll, að við komum að lokum tómhent í land. Hvar er hin andlega reisn í þessari baráttu? Já, hver er andlegur? Mannlíf og trúarlíf Kristinn maður lifir á því sviði, þar sem lýstur sam- an baráttunni fyrir tilverunni og baráttunni fyrir sáluhjálp- inni. Við erum í senn börn tímans og eilífðarverur. Lífið gerir afdráttarlausar kröfur, og sálin lætur vita af sárri þörf sinni. Auk þess býður lífið svo margt, gæði, gildi og gleði. Og fagnaðarerindið kemur til okkar með sínar gjafir, sem eru allt annars eðlis. Og öðru hverju getur orðið árekstur milli hins fyrra og hins síðara. í þessu er fólgin baráttan milli mannlífsins og trúarlífsins, milli þess að vera maður og vera kristinn maður. Hvernig eigum við að snúa okkur í þessu? Við sjáum vísbendingu í þessum orðum Sörens Kirke- gaards: „Syndin meiri öðrum syndum er að vera algjör gagnvart hinu afstæða og afstæður gagnvart hinu algjöra". Já, lífið veitir okkur vissulega mörg gæði. Við finnum feg- urð í náttúrunni, i myndlist, í tónlistinni, í bókmenntunum. Við gleðjumst yfir kærleikanum meðal mannanna, yfir hlýju og öryggi heimilis. Við finnum verðmæti í vináttu og um- gengni við fólk. Við opnum hugann fyrir kímni, leik og marg- víslegri gleði lífsins. Okkur getur reyndar fundizt daglegt starf vera mesta strit. Samt metum við starf okkar til auðs og finnum jafn- framt gleði yfir því að eiga eitthvað. Ollu þessu veitum vér viðtöku með þakklæti. „Öll skepna Guðs er góð og engu ber frá sér að kasta, sé það þegið með þakkargjörð" (1. Tím. 4, 4). Og lífið gerir sínar kröfur. Við komumst ekki fram hjá þeim. Við verðum að ýta úr vör eins og fiskimaðurinn og vonast eftir veiði. Af því blóðgast margir á höndum. En bar- áttunni má ekki linna. Einu sinni spjallaði ég við danskan verksmiðjueiganda um bókina eftir Hemingway. Þá barði hann sér á brjóst, brosti angurvært og mælti: „Ó, þessar blóðugu hendur". Hann hafði raunar fengið nokkurn afla í öllu stritinu, en gjaldið var lungnaþemba. Já, bæði baráttan og gæðin tilheyra lífinu. Þetta eru verð- mæti. Já, víst eru þetta verðmæti, en þrátt fyrir allt aðeins afstæð verðmæti. Sgnd og núð Hin örlagaríku mistök lífsins eru fólg- in í þessu, að við erum algjör gagn- vart hinu afstæða. Það eru þessir hlutir, sem taka okkur fangin, fylla huga og sinn, verða takmarkið, sem við kostum öllu til að ná. Og hvað stoðar að ná takmarkinu, já, þó að við eignuöumst allan heiminn, en bíða tjón á sálunni? Allt um það rennur upp sá dagur, er við höldum til lands með beinagrind. Mistök ríka bóndans voru ekki þau, að hann ræktaði jörð sína vel og varðveitti uppskeruna. Hið mikla víxlspor lífs hans fólst í því, að hann var algjör gagnvart hinu afstæða (Lúk. 12). Hver og einn prófi sjálfan sig! En svo gengur Guð fram í þessum heimi baráttu og ástríðna, ekki svo sem birting, Ijóshaf í himinhvolfinu, heldur söguleg persóna, maður, sem bíður að lokum dauöa af- brotamanns. Og þessi maður er sagður vera Guð. Sumir samtíðarmanna hans trúðu á hann. í honum höfðu þeir mætt hinu algjöra. Og eftir þann tíma hafa milljónir manna reynt þetta sama. 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.