Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 14
HIMINNINN
eftir Inge Thomsen og Werner Fischer
• Hvernig ætli það sé á himnum?
• Hvað þýðir það þegar við segjuin að við „föruin til
hiinna“ þegar við deyjum?
• Er liiminninn aðeins fjarlægur draumur?
• Hvað merkir það að segja að Guð sé á himnum?
• Eða þegar við tölum um að vera í sjöunda himni og
að himinninn sé blár?
• Ætlunin er að reyna að nálgast þessar spurningar og
ýmsar fleiri í eftirfarandi grein.
Guð er ekki staðsettur einhvers staðar
fyrir ofan skýin eða úti í himinffeimn-
um.
1. Heimilisfang Guðs?
Við tölum um himinninn á tvenn-
an hátt. Við tölum um bláan himin-
inn, sem er stjörnum skrýddur um
nætur. Við segjumst horfa upp til
himins, bæði að nóttu og degi, jafn-
vel þó að í rauninni sé horft í tvær
gagnstæðar áttir. Orðið himinn á
jafnvel einnig við um óendanlegan
himingeiminn, þar sem stjömur,
tungl og plánetur hreyfast eftir
föstum brautum.
En þegar við tökum til orða eins
og í bæninni: „Faðir vor, þú sem
ert á himnum“, þá eigum við við
allt annað. Við trúum því ekki að
Guð sé staðsettur einhvers staðar
fyrir ofan skýin eða úti í himin-
geimnum. Með orðinu himinninn er
ekki átt við ákveðna staðhætti. Nei,
þegar við segjum að Guð sé á himn-
um er í rauninni um að ræða mjög
góða mynd, sem segir okkur frá
mikilleika og kærleika Guðs. Eins
og himingeimurinn er stór og óend-
anlegur er Guð stór og óendanleg-
ur. Á sama hátt og víðátta himin-
geimsins er óskiljanleg fyrir okkur
mennina, þannig er Guð óskiljan-
legur. Á sama hátt og himingeim-
urinn umlykur okkur á alla vegu,
þannig umlykur Guð okkur. Eins og
himingeimurinn er í senn f jarlægur
og nálægur er Guð fjarlægur og
hátt upp hafinn — og þó um leið
jafn nálægur og loftið sem við önd-
um að okkur.
Himinninn eða himingeimurinn
er góð mynd af því hvernig Guð er.
En Guð er ekki staðsettur einhvers
staðar í himingeimnum. Það er eng-
in hætta á að hann verði skotinn
niður með geimflaug. Við segjum
að Guð sé á himnum — en með því
orðalagi segjum við meira um hvaö
og hver Guö er, heldur en hvar
hann er.
Lestu 1. Kon. 8, 27. Matt. 6, 9—13.
Sálm. 139.
Kristnir menn trúa því að dauðinn sé
ekki endir alls.
2. Himinninn er
fraintíðin
Sem kristnir menn trúum við því
að dauðinn sé ekki endir alls. Við
trúum á upprisu og eilíft líf á himn-
um hjá Guði. Við væntum þess að
heimurinn, eins og við þekkjum
hann, muni líða undir lok og að
Jesús komi aftur og setji guðsríki
á stofn í fyllingu sinni. Himinninn
er því sú framtíð sem við væntum
og liggur handan dauða og enda-
loka þessa heims.
Hvernig er á himnum?
Þar er allt gott. Barn spyr: ,,Fá
þá allir ókeypis lakkrís? Þarf aldrei
að bursta tennurnar — þær skemm-
ast líklega ekki? Er hægt að renna
sér á skiðum allt árið — án þess að
verða kalt og fá snjó í stígvélin?"
Gömul ekkja spyr: ,,Fæ ég að hitta
manninn minn aftur?“
Það er freistandi að svara öllum
slíkum spurningum játandi, því það
er ekki nein ástæða til að aftra
ímyndunaraflinu þegar lýsa á fram-
tíðarvon okkar. Og það er eðlilegt
að við hugsum um hana út frá
14