Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 17
Ósýnilegir
áheyrendur
Þó að við höfum lært, hvemig
við eigum að fara að gagnvart
ótta, kvíða og áhyggjum, hefur
óvinurinn enn eitt öflugt vopn, sem
hann getur notað gegn okkur. Það
er sú tilfinning, að maður sé
gagnslaus, eða með einu orði: van-
metakennd.
Þessi tilfinning er svo hættuleg
vegna þess, að það er svo auðvelt
að skella skuldinni á aðra fyrir
hana og halda, að við getum ekki
gert neitt til þess að sigrast á
vandamálinu. Og samt geta erfið-
ustu aðstæður snúist til góðs, ef
við aðeins notum þau tækifæri,
sem við fáum.
Mér finnst það vera mæðulegt
að hafa boðskap, sem ég vil gjarna
flytja, en ég hef svo engan, sem
ég get sagt frá honum. Þannig var
því farið, er ég var á ferðalagi í
Rússlandi. Mig langaði til þess að
segja öllum frá Jesú Kristi, sér-
staklega kommúnistum.
En þegar ég reyndi að tala við
fólk á götunni í Moskvu, fór það
alltaf að líta í kringum sig. Og
allt í einu þaut það burt. Það var
hrætt um, að einhver sæi, að það
væri að tala við gamla konu með
Bibliuna í höndunum. Ég varð
vonsvikin, hrædd, já, full örvænt-
eftir
CORRIE TEN BOOM
höfund
bókarinnar
„Fylgsniö"
ingar. Eg var í Rússlandi, en það
var svo erfitt að finna nokkurn,
sem vildi hlusta á mig.
Síðdegis dag nokkurn hitti ég
unga konu. Við stóðum kyrrar og
vorum að spjalla um daginn og
veginn — veðrið, hollenska túli-
pana, bensínverðið. Ég fann á mér,
að hún vildi gjarna heyra meira
um Drottin, en ég vissi líka, að
hún var hrædd við að tala um
það í skemmtigarðinum. Þess
vegna bauð ég henni að koma með
mér til hótelherbergis míns. Þar
gætum við svo átt langt og gott
samtal.
„Ó, nei,“ hvíslaði hún og leit
í kringum sig. „Herbergin i ferða-
mannahótelunum eru hættulegustu
staðimir, sem við getum talað
saman á. Það eru faldir hljóðnem-
ar í hverju herbergi. Hvert ein-
asta orð, sem þú segir, er tekið
upp á segulband og siðan leikið
fyrir yfirvöldin." Síðan kvaddi hún
í skyndi og fór leiðar sinnar.
Næsta morgun sátum við, ég og
stúlkan, sem ferðaðist með mér
sem ritari minn, í hótelherberg-
inu okkar og vorum alveg að nið-
urlotum komnar. Nú höfðum við
verið í heila viku í Rússlandi, og
við höfðum ekki getað talað við
einn einasta kommúnista um
Jesúm Krist.
Allt í einu kom ég auga á eitt-
hvað á gólfinu rétt við rúmstokk-
inn. Það voru nokkur örsmá göt,
alveg eins og götin á piparbauk.
Þá rann upp fyrir mér ljós.
„Þökk fyrir, góði Guð,“ sagði
ég með sjálfri mér. „Þama er ef-
laust þessi faldi hljóðnemi."
Ég þreif Biblíuna mína og
beygði mig niður að þessum litlu
götum á gólfinu og fór að tala
með greinilegri röddu:
„Þú, sem hlustar á mig núna,
átt ef til vill við margs konar
vandamál að etja, alveg eins og
allir aðrir menn. Tvö þessara
vandamála eru sameiginleg öllum
mönnum: Synd og dauði.
Ég er hérna með bók i höndun-
um. Hún er full af góðum frétt-
um. í þessari bók, sem er kölluð
Biblían, getur þú lesið um allt,
er þú þarfnast til þess að fá svar
við þessum vandamálum. Svarið
finnum við í lífi manns, Guðs son-
ar, Jesú Krists.
Hann dó á krossinum fyrir synd-
ir alls heimsins, einnig fyrir þínar
syndir. Hann tók á sig hegning-
una, sem við, þú og ég, verðskuld-
um. En hann dó ekki aðeins fyrir
okkur. Hann reis upp frá dauð-
um, og hann lifir í dag. Já, hann
er einnig fús til þess að lifa hér
fyrir heilagan anda sinn.
Ef þú vilt taka á móti honum,
mun hann einnig gefa þér kraft
til þess að sigra dauðann og lifa
um eilífð með Guði á himnum.“
Ég talaði í nær því fimm min-
útur í þennan falda hljóðnema, og
ég vissi, að prédikun mín var ekki
aðeins heyrð, heldur var hún einn-
ig tekin upp á segulband og henni
skilað áfram til yfirvaldanna. En
hvað það var gleðilegt. Ég lauk
prédikuninni með því að segja:
„Jesús sagði einu sinni: „Komið
til mín, allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir, og ég mun
veita yður hvíld.“ — Þar sem allir
hér í Rússlandi vita, hvað það er
að erfiða og strita, þýðir það, að
Jesús hlýtur að elska Rússa á sér-
stakan hátt. Og þegar hann segir
„allir“, á hann einnig við alla, sem
hlusta á þetta segulband.“
Frá þessum degi hélt ég stutta
prédikun í þennan hljóðnema og
flutti ósýnilegum áheyrendum
mínum einfalt fagnaðarerindi og
von.
17