Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 15
þeirri aðstöðu sem við erum nú í.
En þetta verður líklega allt öðru-
vísi en við getum gert okkur í hug-
arlund!
Guð er allt í öllu
Mikilvægast er að á himnum er-
um við hjá Guði — og þar verður
vilji Guðs í einu og öllu. í „Faðir
vor“ biðjum við: „Verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himnum“. Þessi
orð segja okkur næstum hvað him-
inninn er: Þar verður vilji Guðs að
raunveruleika. Á himnum er það
kærleiksríkur vilji Guðs, sem á-
kvarðar allt — ekki eins og nú, þ.
e. a. s. aðeins sem í skuggsjá og í
stöðugri baráttu gegn illsku og eig-
ingirni mannsins. Á himnum er
maðurinn í samhljómi við Guð,
sjálfan sig og náunga sinn. Þar
munum við hvorki þjást né aðhaf-
ast illt. Dauði, þjáning, eymd, fá-
tækt, hungur er ekki lengur til. Állt
er í samræmi við kærleiksríkan
sköpunarvilja Guðs.
Allt sem þreytir okkur og gerir
okkur leið í þessum heimi tekur
enda. Eitthvað nýtt og dásamlegt
tekur við — einhvern tíma í fram-
tíðinni, á himnum.
Lestu Opinb. 21, 3—5. 1. Kor. 15,
25-58.
3. ,,Himinninn“ —
mótmælaorð
Er ekki hættulegt að lýsa himn-
inum sem einhverju dásamlegu sem
bíður okkar í framtíðinni? Eru
slíkar hugmyndir um himinninn
ekki þægileg leið fyrir okkur til að
flýja raunveruleikann og á vit
drauma? Við eigum í rauninni
heima á himnum — hvað gerir þá
til þótt ýmislegt sé að hér og nú?
Ópíum handa fólkinu? — Eða ...?
Himnaför Jesú
Eftir upprisuna birtist Jesús
lærisveinum sínum mörgum sinn-
um. Eftir það steig hann til himins
„og ský nam hann frá augum
þeirra“ (Post. 1, 9). Þegar talað er
um himnaför er að sjálfsögðu um
myndamál að ræða, en merkingin
er það sem máli skiptir. Upprisa
og uppstigning Jesú merkir að það
sem gerðist með lífi hans og dauða
er sannleikur. Eftir himnaförina er
Jesús Drottinn, sem er alls staðar
nálægur og grípur inn í tilveru okk-
ar.
I Post. 1, 10—11 er sagt frá því
að þegar lærisveinarnir stóðu og
horfðu til himins hafi tveir menn
skyndilega staðið hjá þeim og sagt:
„Hví standið þér og horfið til him-
ins?“ Þeir áttu að beina augum aft-
ur á jörðina, lifa og starfa þar í
stað þess að láta sig dreyma um
himininn. í lífi Jesú hafði himinn-
inn snert jörðina og nú gátu þeir
lifaö í voninni um að dag nokkurn
fengju þeir að sjá himininn í allri
sinni dýrð.
„Himinninn“ í negraeálm-
unum
Negrasálmar kallast þeir söngvar
sem urðu til á meðal svartra þræla
1 söngrvum negrranna fékk himinninn
smám saman aðra merkingru.
í suðurríkjum Bandaríkjanna með-
an þrælahald viðgekkst. Hvítir eig-
endur þrælanna höfðu kennt þeim
kristna trú til að gera þá viðráðan-
lega og undirgefna. Þeir sögðu þeim
frá himninum þar sem þeir gátu
vænst alls hins góða sem þá skorti
nú. En í þessum heimi áttu þeir
aðeins að sætta sig við aðstæður
sínar og vera undirgefnir húsbænd-
um sínum.
En í söngvum negranna fékk
„himinninn" smám saman aðra
merkingu. Þegar þeir sungu: „Ég
er þegar tekinn að gera himininn
að heimili mínu“, þá þýddi það að
þeir voru byrjaðir að lifa í himnin-
um hér og nú. í von um himin, þar
sem aðrir mælikvarðar giltu en þ«ir
sem þeir þekktu af hálfu hvíta
mannsins, tóku þeir að gera þessa
von að raunveruleika í eigin samtíð
með því að neita að viðurkenna
gildi, mælikvarða og valdakerfi
hvíta mannsins. Himinninn varð
mótmælaorð, frelsistákn, sem leiddi
til þess að þeir gátu skilið þjáningu
sína sem afleiðingar mannlegrar
illsku og nokkuð sem bar að berj-
ast gegn.
15