Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 21
að ég væri fráfallinn og þyrfti að
taka nýja, sjálfstæða og persónu-
lega afstöðu til Jesú. Eitt er víst:
Eg þarfnaðisit fyrirgefningar synd-
anna. Mér var fullljóst, að án Jesú
og syndafyrirgefningar var ég glat-
aður, útskúfaður úr samfélagi Guðs
um eilífð. Og á bak við lá köllunin
til að verða kristniboði.
Þó að ég væri sannfærður um
sannleiksgildi kristinar trúar, vildi
ég ekki gefast Kristi — ekki strax.
Á samkomu í KFUM haustið 1950
eða 1951, þegar Gunnar heitinn Sig-
urjónsson predikaði, lét ég af and-
stöðunni og bað Jesúm að taka við
mér eins og ég var og nota mig í
sinni þjónustu, ef það væri honum
þóknanlegt. Trúarlíf mitt hefur allt-
af verið nátengt þjónustunni í Guðs
ríki.
Ég ætlaði að verða kristniboði og
reyndi að búa mig undir það á ýms-
an hátt. Hluti þessa undirbúnings
var sumarvinna — við húsabygg-
ingar, í uppskipun, á síldveiðum,
í kaupavinnu, í vegavinnu, við sauð-
f járvarnir á Kili o. s. frv. Mér þótti
gaman að þessu, og það hefur kom-
ið mér að góðum notum.
Mér leiddist að ganga í skóla og
keyrði um þverbak, þegar ég þvæld-
ist inn í Menntaskólann í Reykja-
vík. Þetta var skelfilegur vetur. Ár-
ið eftir fór ég í Kennaraskólann og
lauk prófi þaðan vorið 1950. Ekki
held ég, að námið þar hafi aukið
hróður minn svo nokkru nemi, en
ég trúi, að mannþekking mín hafi
aukizt eitthvað, auk þekkingar á
hrossum og draumförum Skagfirð-
inga. Niðurrifsguðfræðin, sem við
kynntumst í hluta af kennslunni
í kristnum fræðum, varð mér
hvatning til að lesa miklu meira en
námsbækurnar. Þetta varð eins og
skriða, og ég las það, sem ég réð við
af guðfræði.
Að kennaranámi loknu kenndi ég
eitt ár og fór svo á kristniboðsskól-
ann á Fjellhaug í Osló. Þar átti ég
góðan vetur og kastaði mér út í
námið. Þetta var það, sem ég hafði
verið að bíða eftir, að geta einbeitt
mér að kristniboðsfræðum og guð-
fræði. Á Fjellhaug kynntist ég líka
Björgu Bö, sem seinna varð konan
mín.
Lútherska heimssambandið var
um þessar mundir að leita að kenn-
urum fyrir starf sitt í Tanzaníu.
Ég sótti um stöðu og fékk hana.
Haustið 1958 átti ég að fara til
Englands til eins árs náms, sem átti
að vera síðasti undirbúningur, áður
en ég færi til Tanzaníu. Ég veit
ekki, hvað gerðist eða öllu heldur,
hvað gerðist ekki, en það varð ekk-
ert úr þessu. Ég var að bíða eftir
farseðlunum vikuna, sem ég átti að
fara til Englands, — og allt í einu
leystist þetta upp.
Þetta varð upphafið að löngum
biðtíma. Ég hélt sambandi við Sam-
band íslenzkra kristniboðsfélaga, en
það var engin von til, að það gæti
sent okkur út. Eins var ástatt hjá
NLM.
Á þennan hátt liðu fjögur ár, og
við vorum farin að litast um eftir
öðrum kristniboðsfélögum, sem
gætu sent okkur til kristniboðs-
starfs.
Vorið 1962 var eins og lokið væri
upp dyrum fyrir okkur, og við héld-
um til Eþíópíu á vegum NLM.
Köllunin
Nú, en hvað um kristniboðsköll-
unina? Hér er um tvenns konar
köllun að ræða. Kristniboðsköllun-
in nær til allra trúaðra manna,
kallið til að boða lögmál og fagn-
aðarerindi Guðs öllum mönnum, til
dóms og endurlausnar. Þetta er
kvöð náðarinnar, sem við höfum
þegið.
Kristniboðakallið er köllun til
sérstaks starfs, persónuleg köllun
til ákveðins hlutverks. Meðvitundin
um þessa sérstöku, persónulegu
köllun, hvort heldur það er til
kristniboðsstarfs eða annars, kemur
eflaust á ýmsan hátt.
Mér hefur eiginlega alltaf fundizt
ég ætti að verða kristniboði. Ég
hef ekki getað hugsað mér neitt
annað starf, þó að mér þætti það
ekki neitt sjálfsagt. Þetta var bara,
og er, innri sannfæring. Áhugi? Já,
ég held það líka, en það er meira
en áhugi. Það er erfitt að skilgreina
það.
Þegar ég var ungur, var ég alltaf
að gera mér köllunina andlega og
leitaði að biblíuversum, sem gætu
staðfest köllunina. Orðin í 1. Pét-
ursbréfi 2, 9 höfðu mikil áhrif á
mig og haf a það enn:
,,En þér eruð útvalin kynslóð,
konunglegt prestafélag, heilög þjóð,
eignarlýður, til þess að þér skulið
víðfrægja dáðir hans, sem kallaði
yður frá myrkrinu til síns undur-
samlega ljóss“. Ég á að deila með
þér og öðrum því, sem ég hef feng-
ið, fagnaðarerindinu um eilíft líf og
sáluhjálp fyrir trúna á Jesúm Krist.
Nú skal ég ekki leyna því, að ég
hef oft efazt um, að Guð gæti og
vildi nota mig til kristniboðsstarfs.
Að námi loknu biðum við í f jögur
ár eftir því, að einhver sendi okkur
til starfa. Eftir fyrsta starfstíma-
bilið i Eþíópíu liðu fimm ár, án
þess að við gætum horfið aftur út
á akurinn, vegna veikinda. Hafði
Guð hafnað okkur, jafnvel þó að
hann kallaði okkur til starfa? Þó
að Guð hafi ekki alltaf notað okkur
hjónin þar, sem við hefðum helzt
kosið, þá trúi ég, að hann hafi not-
að okkur þar, sem hann vildi sjálf-
ur.
En hvað er svo köllunin? Ætli til
sé nokkuð einhlítt svar við því?
Eitt er þó óhagganlegt: Grundvöll-
ur köllunarinnar er persónuleg trú
á Jesúm Krist. Það hefur verið sagt,
að kristniboðið sé þakklætistjáning
fyrir Golgata. Það er vel sagt.
Haraldur Ölafsson.
I’essi skemmtileg-a mynd
af Ólafi Ólafssyni og
fjöiskyldu var tekin í
Kína á sínum tíma. Fremst
situr Haraldur, sem er
yngstur, en síðan koma
hin börnin í aldursröð:
Rannveig, Hjördís, Guð-
rún og Jóhannes, og loks
Herborg og Ólafur.
21