Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 20
Haraldur Ólafsson kristniboði er nú starfsmaður Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar og hefur yfirumsjón með þróunarverkefnum sem unnin eru á veffum hennar í Eþíópíu. Kona hans, Björg, er norsk. TRÚIN OG KÖLLUNIN FYLGDUST AÐ eftir Harald Úlafsson, kristniboða „Hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðinn stór, væni minn?“ Ætli þetta sé ekki spumingin, sem ég man bezt úr bemsku, ef undan em skildar: „Ertu búinn að þvo þér um hendurnar?" og: „Ertu bú- inn að læra?“ Ég sló nefnilega slöku við hvort tveggja. Þegar ég var krakki, var auðvelt að svara þessari spurningu. Ég ætl- aði nefnilega að verða kristniboði eins og pabbi minn. Það er eðlilegt, að strákputi vilji líkjast pabba sín- um, og þannig var það sennilega með mig. Kristniboð — hluti af uppvextinum Kristniboð var hluti af uppvexti mínum og óaðskiljanlegur hluti af daglegu lífi á heimilinu. Pabbi og mamma höfðu tekið með sér smá- hluti frá Kína, og þeir minntu á bakgmnn, sem mótaði heimili þeirra. Árin í Kína höfðu áhrif á líf þeirra allt, og kristniboð var hluti af tilveru þeirra. Gmndvöllur þessa kristniboðs- hugarfars foreldra minna var trúin á Jesúm Kristi, fullvissan um það, að í honum einum væri líf og sálu- hjálp. Þeim var kristniboð meira en velgjörningur. Það var útrétt hönd Guðs, tilboð um fyrirgefningu synda fyrir trú á Jesúm Krist. Oft bar kristniboð á góma við borðið, og var þá talað um kristni- boð almennt. Þegar ég man eftir mér fyrst, var alla jafna talað um Kína. Eftir stríðið, sennilega upp úr 1946, þegar hagur kristni og kristniboðs í Kína fór að versna, var farið að ræða meira og minna úm Eþíópíu. Þau sögðu frá því, sem þau höfðu lesið um kristniboð þar í landi, og um undirbúning og upp- haf að starfi Norska lútherska kristniboðssambandsins (NLM). Það gefur auga leið, að kristni- boðið varð að meira eða minna leyti hluti af tilveru okkar barnanna líka. öll mótuðumst við af því. Ekki man ég til, að mér hafi þótt óþægilegt að vera kristniboðssonur fyrr en ég var orðinn svona tólf til þrettán ára gamall. Ég var þvert á móti svolítið upp með mér af því. „Jæja, ertu sonur hans Ólafs kristniboða? Mikið ljómandi hélt hann fróðlegt erindi í útvarpi hérna um daginn!" Efasemdir unglingsáranna Mér þótti alltaf fylgja því skuld- binding að vera sonur kristniboða, og þessi skuldbinding var í augum mínum sjálfsögð fram að gelgju- skeiði. Ég efaðist aldrei um hug- myndir, lifsafstöðu og trú foreldra minna. Það var hluti af mínum heimi, jafnvel þó að umhverfið ann- ars væri þessu að mörgu leyti and- stætt. Nú kom að því, að ég fór að efast um gildi þess, sem ég hafði lært í föðurhúsum. Ég uppgötvaði svo margt annað, sem gaf lífinu gildi. Félagar mínir, prýðilegir náungar, sem mér þykir ennþá ákaflega vænt um, litu öðruvísi á lifið en mér hafði verið innprentað. Mig langaði að prófa þetta og reyndi að losa mig við það, sem ég h-afði lært. Þetta var ekkert hamingjusamur tími. Ég hætti að biðja og hætti að lesa Guðs orð og reyndi að losna undan þessu oki, sem mér fannst hafa verið lagt á mig. Það var svo margt annað, sem mig langaði til að reyna, ýmislegt, sem ekki var hægt að samræma lífi trúaðra manna. Svona liðu sennilega tvö, þrjú ár. Þennan tíma ætlaði ég ekki að verða kristniboði. Þó lá hugsunin alltaf á bak við: „Þú átt að verða kristniboði". Þetta var eins og sand- korn í skó. Ég gerði mér fulla grein fyrir, að ég varð að komast í rétta afstöðu til Jesú, ef ég átti að verða kristniboði. Mig langaði til að finna friðinn og trúarvissuna aftur, en vildi líka fresta að taka á mig þær skyldur, sem það fól í sér. Ég vildi vera Guðs barn og njóta gæða þess, en ég vildi líka njóta gæða heims- ins. Ég sótti fundi í KFUM og Kristi- legum skólasamtökum allan þennan tíma. Hvort það var af innri kvöð eða af skyldurækni, veit ég ekki. Kristniboðsáhuginn, sem ríkti í fé- lögunum, einkum í Skólasamtök- unum, ýtti stöðugt undir kallið, og skýr afturhvarfsboðskapur minnti á, að hjálpræði og eilíft líf væri í trúnni á Jesúm. Þarfnaðist fyrirgefningar syndanna Ekki veit ég, hvort ég var fallinn frá barnatrúnni eða þetta var bar- átta, sem tilheyrði gelgjuskeiðinu. Þó áleit ég að minnsta kosti sjálfur, 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.