Bjarmi - 01.07.1982, Blaðsíða 10
KENÝA:
YFIR DÍGÓLANDI
Múhameðstrúarmenn eru nú
taldir vera um 800 milljónir. Þó
starfa á meðal þeirra einungis
fimm af hundraði allra kristni-
boða. Þess vegna hafa margir
kristnir menn litið svo á, að hér
sé um það verkefni að ræða, sem
sé hvað mest aðkallandi á þessum
áratug. Það mun kosta baráttu að
vinna að þessu verki, því að mú-
hameðstrúin er útbreidd um víða
veröld, og margir trúboðar eru á
ferðinni á hennar vegum.
Þetta er álit Önnu Soffíu og
Einars Eng, norskra kristniboða,
sem voru um skeið samverkamenn
íslenzku kristniboðanna í Eþíópíu,
en hófu fyrir um þremur árum
kristniboð hjá Dígóættbálknum við
Mombasa á strönd Kenýu.
Starfið hefst
Ýmsar ástæður hafa orðið þess
valdandi, að Dígóstrandlengjan
milli Mombasa og landamæra
Tanzaníu hefur orðið útundan í
kristniboðsstarfinu. Malaríumý-
flugan hrakti frumherjana á brott.
Síðan komu múhameðstrúarmenn
og lögðu allan þjóðflokkinn að fót-
um „spámannsins".
Þá fyrst, er Kenýa hlaut frelsi
undan yfirráðum Englendinga,
opnaðist landið að nokkru leyti
fyrir áhrifum utan frá. Nú á dög-
um marka sex eða sjö ferðamanna-
hótel svipmót daglegs lífs á þess-
um slóðum, bæði til góðs og ills.
í öllum þessum margvíslegu
straumum gefast góð tækifæri til
kristniboðsstarfs. Þeir eru nokkrir,
sem gengið hafa fyrstu skrefin í
áttina til guðsríkis, en böndin, sem
þarf að slíta, eru sterk.
Gamli maðurinn óttast enn seið-
manninn og vald hans. Jafnframt
verður hann að fara til moskunnar
til þess að biðja Allah og Múhameð
spámann hans. Á hinn bóginn
hristir hann höfuðið ráðalaus vegna
unga fólksins, sem hvorki óttast
Guð né hinn vonda.
í skólanum höfum við náð góð-
um tengslum við þessa „erfiðu“
unglinga. I hverri viku í þrjú ár
höfum við haft 50—60 múhameðs-
trúarmenn í hópi nemendanna, sem
við kennum kristin fræði.
Vilt þú biöja fyrir þessurn ungu
múhameöstrúarmönnum, biðja þess,
að boðskapurinn um frelsið í Jesú
Kristi geri þá í raun og sannleika
frjálsa?
Þeir koma einn og einn
Stefanus Jeremani er fyrsti nem-
andinn, sem hefur gengið djarfur
fram og játað, að hann sé orðinn
kristinn. Hann var einn af for-
ingjunum í ,,klíkunni“ í skólanum.
Ég var oft undrandi á spurningum
hans. Spurði hann einungis til að
trufla?
„Úr því að Guð á son, hver er
þá kona Guðs? Hvernig getið þið
kristnir menn haft þrjá guði?
Hvað er heilagur andi?“
Þannig gat hann spurt aftur og
aftur. Nú skil ég, að þessar spurn-
ingar brunnu múhameðstrúar-
manninum í muna, þrátt fyrir yfir-
lætislegan svip hans. Hann hafði
lært frá blautu barnsbeini: Til er
aðeins einn Guð, Allah, og Mú-
hameð er eini, sanni spámaður
hans.
En gleðiboðskapurinn um Jesúm
Krist, son Guðs, sem kom til að
frelsa hinn úrræðalausa, hljómaði
í hjarta hans dag og nótt. Þetta
var boðskapur, sem hann þurfti á
að halda. Ef Jesús gat hjálpað
honum, ef heilagur andi gat veitt
honum kraft til þess að yfirgefa
það, sem fjötraði hann, svo að
hann lifði í löstum, þá var hann
reiðubúinn að veita honum við-
töku.
Sviptur réttindum
fjölskyldunnar
Stefanus fann það, sem hann
leitaði að. Hann öðlaðist frið og
kraft til að snúa baki við synd-
samlegu líferni sínu. Auk þess
hafði honum veizt mikil djörfung
gagnvart fyrri félögum sínum,
sem vilja ekkert af honum vita:
Þú ert glataður! Jesús var aðeins
frelsari Gyðinga. Allah sendi Mú-
hameð til þess að frelsa alla aðra
menn.
Þetta og margt annað voru
kveðjuorðin, sem þeir sögðu við
Stefanus, þegar þeir höfðu dregið
hann inn í eina kennslustofuna í
skólanum.
En þetta táknar ekki endalokin,
hvorki fyrir Stefanus eða ríki Guðs
meðal Dígóþjóðflokksins við Ind-
landshaf. Þeir koma einn og einn
eins og Nikódemus um nótt: „Vér
vitum, en . . .“
Það kom líka til reikningsskila
á heimili Stefanusar. Fjölskyldan
hefur svipt hann öllum réttindum.
Fjölskylduráðstefna var haldin, og
síðan var honum veittur tveggja
vikna frestur til að íhuga mál sín.
En hann heldur fast við trúna
á Jesúm. Móðirin bað syni sínum
griða. svo að hann mætti búa
heima og fá fæði, en það er líka
allt og sumt. Móðir hans trúir því,
að drengurinn hafi fundið eitthvað
betra en hið gamla, því að hún sér
breytinguna.
Þegar þetta stóð sem sé hæst,
leitaði hann ekki ráða hjá okkur.
Það túlkuðum við líka á þann veg,
að hann hafi í raun og veru höndl-
að Krist.
Stefanus Jeremani og vinirnir
hans þurfa þess með, að við styðj-
um þá. í bænum þínum getur þú
verið með þeim, sem eiga í stríði,
af því að í hjörtum þeirra tak-
ast á múhameðstrú og trúin á
Krist, og gömul og heiðin menn-
ing og nútímamenningin, sem leit-
ar fast á í Kenýu.
10