Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 8
«n Talað og ritað um dauðann Sá, sem undirbýr alla framtíð sína á þennan hátt með einlægri og stað- fastri bæn, mun hljóta bænheyrslu, ekki aðeins í lífinu, heldur einnig í dauðanum. Bið fyrir andlátsstund þinni. Bið tíðum og oft fyrir henni. Bið eins og greifafrúin aldraða: „Mér afdrif síðast gef þú góð, ó, Guð minn, fyrir Jesú blóð.“ Ole Hallesby — Úr heimi bænarinnar. Oft verður vart þeirrar skoðunar hjá mönnum, að vér þurfum ekki annað en að deyja, þá munum vér vakna í betra heimi, ef til vill eftir nokkurt sálnaflakk, ef til vill fyrir handan einhvern hreinsunareld, en í betra heimi skilyrðislaust... Þetta er ekki annað en tilraun til þess að afneita alvöru dauðans, hjúpa hana hátíðlegri lygi. En dauðinn gengst ekki upp við lygi, sízt á andlátsstund- inni. Deyjandi vesalingurinn er heyj- aður af með lygi undir það hann tekur síðasta andvarpið! Hví erum vér að þessu? Það er vegna þess, að sann- leikurinn er sá, að dauðinn er svarið við syndinni. Samviska vor veit það, og dauðinn vottar það fyrir oss: „Syndin er broddur dauðans“ (1. Kor. 15,56). Hér stoðar engin orða- forði. Sá, sem ætlar sér að brjóta brodd dauðans, verður að taka synd- ina burt. ... Kristur hefur rænt dauðann valdi sínu, hann hefur afmáð dauð- ann og frelsað oss frá drottnunar- kröfum syndarinnar. Martin Niemöller í predikun frá 1936. Ég hrífst ekki af því þegar menn ganga fagnandi móti dauða (líkt og vingltrúarmennirnir), heldur af því þegar menn titra, skjálfa og láta hugfallast, en standast þrátt fyrir allt. Hinum heilögu er ekki ljúft að deyja. Óttinn er eðlilegur því að dauðinn er refsing Guðs og því óttalegur. Marteinn Lúther. Slíkar eru hinar gleðilegu fréttir öllum mönnum til handa: Guð hefur í Kristi axlað þjáninguna með okkur. Þannig er Guð. Hann flýr ekki þá ábyrgð, sem frelsinu er samfara. Hann tekur þátt í dapurlegasta og sársaukafyllsta andstreymi barna sinna, jafnvel því, sem virðist sigra okkur öll á endanum, dauðanum. Hann kemur inn í Dauðahúsið til okkar, og leiðir okkur þaðan út. Ernest Gordon — Dauðabúðirnar við Kwaí- fljót. Það er allra heilagra messa. Vér göngum að leiðum ástvina vorra. Ó, það er svo kalt. Hvers vegna er þessi minningardagur á þessum dauða tíma? Væri ekki ólíkt kristilegra að hafa hann í maímánuði? Þá gætum vér staðið við laufgrænan garðmúrinn og látið blómailm og fuglasöng flytja oss fagnaðarboðskap upprisunnar. Nei, blómin og fuglarnir þekkja ekki þann boðskap. Upprisan kemur ekki vorinu við, þessu veslings jarðneska vori, sem varir skamma stund, elt af sumri og hausti og vetri í eilífri hringferð ársins. í ríki nátt- úrunnar eru vor og vetur jafnokar, jafn „eilíf“. Hvort um sig getur með jafn miklum rétti kallað sig sigur- vegara. Þess vegna er það í rauninni gott, að kirkjugarðurinn skuli vera svona eyðilegur og ömurlegur á þessum degi. Það slær þessa sviknu lýrik út af laginu. Það minnir oss á, að dauðinn er dauðinn — það er ekkert, sem mýkir hörku þeirrar staðreyndar. Og það minnir oss á, að það vor, sem vér höfum svo sára þörf fyrir hér, verður ekki sótt til árstíðarinnar eða blíðari jarðbelta. Það er óháð stund og stað. Það fæst hjá Jesú Kristi einum. Kaj Munk í predikun á allra heilagra messu. Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til. Opinberun Jóhannesar 21,3-4. Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? Páll postuli — I. Kor. 15,55. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.