Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 13
legum þroska þeirra, fór með þeim upp í unglingadeildina — þar varð hann líka sveitarstjóri þeirra — og naut þeirrar gleði að sjá og heyra að sumir þeirra eignuðust lifandi trú á Jesúm Krist sem frelsara sinn og leið- toga. „Ave crux, spes unica" Með tíð og tíma voru Ástráði falin margvísleg verkefni. Hann varð for- stöðumaður sunnudagaskóla KFUM og KFUK og gegndi því starfi í meira en þrjá áratugi. Hann var lengi formaður Skógarmanna, sat í stjórn KFUM í 18 ár, var framkvæmdastjóri félagsins um skeið o.s.frv. Margir tóku til hendi í félagsstarf- inu fyrr á árum rétt eins og núna, en sérstaklega átti Ástráður náið sam- starf við þá Bjarna Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. „Það var árið 1935 að við félagarnir þrír fréttum að Sigurbjörn Á. Gísla- son í Ási í Reykjavík væri að hugsa um að hætta útgáfu Bjarma en hann hafði verið ritstjóri blaðsins og útgef- andi um árabil. Bjarni stingur þá upp á því við okkur Gunnar að við bjóðum Sigurbirni að taka við blaðinu og gefa það út. Þetta var í mikið ráðist svo við veltum þessu lengi fyrir okkur. En síðan fórum við á fund Sigurbjörns og bárum upp erindið. Sigurbjörn hló við eins og hans var oft vandi — en tók málinu ekki ólíklega. Þegar við hittum hann öðru sinni hafði hann tekið ákvörðun og skrifaði gjafabréf sem hann afhenti okkur. Þar ánafnaði hann okkur þremenningunum Bjarma en ákvað að borga sjálfur allar skuldir sem á því hvíldu. Áttum við að lofa að gefa blaðið út í sama anda og verið hafði, halda fram réttri kenningu og verja trúna. Fyrsta blaðið í okkar umsjá kom svo út í janúar 1936. Þá höfðum við breytt brotinu. Nú var það eins og dagblað en hafði áður verið í tímarits- stærð. Segja má að forsíðan hafi markað stefnuna. Fyrir miðju var kross og yfir honum letrað á latínu: „Ave crux, spes unica“, þ.e. „Heill þér kross, eina vonin“. Umhverfis krossin voru svo vers um krossinn úr ýmsum þekktum sálmum. Þetta vakti atnygli og gleði margra og þeir nvöttu okkur. Bjarma gáfum við svo út saman í mörg ár. Síðar meir yfirtók Bjarni einn ritstjórn blaðsins og annaðist hana til æviloka. Að honum látnum tók Gunnar að sér ritstjórnina uns hann andaðist. Nú er Bjarmi gefinn út í sameiningu af Landssambandi KFUM og KFUK, Sambandi ísl. kristniboðsfélaga og Kristilegu skóla- hreyfingunni og er þá formlega orðinn málgagn þeirra kristilegu leikmann- ahreyfinga innan kirkjunnar sem hann vildi alla tíð styðja. Sem gamall Bjarmamaður er ég glaður yfir því að svo er komið.“ Átök um boðskapinn Það má sjá þegar Bjarma er flett að á þessum árum hefur blaðið verið töluvert herskátt. Ástráður segir að ástandið í trúmálum hér á landi á þeim tíma hafi valdið því. „Þá var róttæk nýguðfræði allsráðandi í menntun guðfræðinema. Langflestir prestar fylgdu nýguðfræðinni og voru auk þess margir heitir spíritistar. Það var blátt áfram erfitt fyrir nemendur í guðfræðideildinni að halda fast við orð krossins. Við hlutum að skrifa á móti niðurrifinu, en því fylgdi líka að við urðum fyrir mörgum árásum. Nú eru viðhorf í guðfræðikennslu háskólans allt önnur eins og kunnugt er og ekki ríkjandi sama einsýna stefnan og áður. Nú vitum við jafnvel dæmi þess að stúdentar eignist lifandi trú við guðfræðinám sitt og boði síðan orð krossins.“ Því má bæta við að Ástráður var ritstjóri barnablaðsins Ljósberans í nokkur ár og hann var í hópi þeirra sem hrundu af stað og starfræktu Bókagerðina Lilju á sínum tíma. „Nú ert þú einn eftir af piltunum fjórum sem stofnuðu Kristilegt stúd- entafélag.“ „Já, það er rétt. Það var Magnús Runólfsson sem tók af skarið um stofnun félagsins. Þetta hafði borið á góma meðal okkar en ekki enn komið til framkvæmda. Magnús var þá guð- fræðikandídat og hafði nýlega verið ráðinn framkvæmdastjóri KFUM. Ég man að hann hringdi til mín 17. júní 1936 og sagði: „Nú skulum við stofna kristilegt stúdentafélag í dag. Háskólinn er .25 ára og við verðum að gefa honum afmælisgjöf. Við skulum hittast klukkan fjögur.“ 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.