Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 19
Til vina í vanda Við fréttum um miðjan desember að Skúli Svavarsson kristniboði væri senn á förum til Afríku til þess að taka þátt í hjálparstarfinu þar. Hringdum v>ð því til Akureyrar og inntum Skúla nánar eftir þessu. „Já, þetta er rétt. Það er ætlunin að ág fari til Eþíópíu og hefur þegar verið sótt um Iandvistarleyfi fyrir mig. Ég vonast til að fá það um áramót og Þá legg ég af stað.“ „Okkur skilst að hungursneyðin r>ki á stórum svæðum í landinu, bæði > norðurhlutanum og suðurhlutanum. Hvar verður þú settur?“ „Mér er ætlað að skipuleggja og hafa yfirumsjón með hjálparstarfinu í fylkinu Gamu Gofa í Suður-Eþíópíu. íbúar þar eru mörg hundruð þúsund. Þarna eru Konsó, Gídole, Arba, Minch og fleiri staðir sem íslenskir kristniboðsvinir kannast við. Ég býst v>ð að verða þarna í tvo til þrjá mánuði.“ „Þú ferð á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar?“ !,Já. Kristniboðssambandið átti frumkvæðið að því að ég færi. Það ðauð Hjálparstofnuninni að ég yrði ráðinn hjá þeim til að leggja lið í starfinu og hún tók því boði. íslensku kristniboðarnir í Eþíópíu og allir r>orsku kristniboðarnir rétta hjálpar- ^önd, svo framarlega sem hungurs- neyð ríkir á þeirra svæðum. Þess má §eta að Norska lútherska kristniboðs- sambandið hefur staðið fyrir sérstakri r>eyðarsöfnun handa Eþíópíu auk Þess sem Hjálparstofnun norsku ^irkjunnar gengst fyrir fjársöfnun í sama skyni. Nú er þegar farið að gefa þúsundum manna í Konsó mat. Starfsmenn lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu taka allir til hendinni vegna hungursneyðarinnar, ef þess er þörf á starfssvæðum þeirra. „Þú stjórnaðir sams konar starfi í hungursneyðinni í Konsó 1974. Hvernig var matardreifingunni hátt- að?“ „Fyrst þurfti að skrá þá sem voru matarþurfi. Öldungar í söfnuðunum hjálpuðu til svo skráningin væri rétt og öruggt væri að hjálpin næði til þeirra sem þurftu á henni að halda. Matvælin voru flutt til birgðastöðv- anna bæði með bílum og þyrlum. Hverju svæði eða þorpi var ætlaður ákveðinn dagur eða dagar til dreif- ingar. Átti hver matarskammtur að duga í þrjár til fjórar vikur og þá var komið aftur. Ég býst við að fyrir- komulagið verði svipað núna.“ „Hvernig leggst ferðin í þig?“ „Hér er fyrst og fremst um að ræða ábyrgð sem á okkur hvílir. Þarna eru vinir okkar í mikilli neyð og við megum ekki bregðast þeim. Við skulum biðja þess að hjálpin sem við erum að flytja verði þeim til blessunar og að Guðs ríki eflist. Og mér þætti vænt unt ef kristniboðsvinir minntust mín í bænum sínum, svo og fjölskyldu minnar sem verður heima.“ Bjarmi tekur undir þessa ósk og hvetur lesendur til að vera stöðugir í bæninni. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.