Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 15
BLOÐ í Gamla testamentinu segir að sálin °g lífið séu í blóðinu, enda deyja ntenn og skepnur þegar blóðið hættir að streyma um líkamann. „Því að líf l'kamans er í blóðinu," 3. Mós. 17,11, sbr. 17,14. ÞarsemalItlíferfráGuði, ^álm. 104,103, skal heilög Iotning sýnd blóðinu sem lífið er í. Þess vegna var fsraelsmönnum bannað í lögmáli Móse að neyta blóðs eða kjöts sem blóð var í, 1. Mós. 9,4nn; 3. Mós. 3>17; 7,26; 17,10nn; 19,26nn o.fl. Af þessum sökum var mikillar nákvæmni gætt þegar dýrum var slátrað. Skrokkur dýrsins skyldi los- aður við blóðið eins vel og unnt var. Gyðingar gæta þessa enn þann dag í dag. í Post. 15 er bann við því að neyta blóðs. Gildir bannið í lögmáli Móse Þá einnig núna? Samkvæmt Post. 15 Cr haldinn „postulafundur“ í Jerúsa- lem og rætt Um hættu sem steðjar að knkjunni. Predikarar sem voru mjög undir áhrifum gyðingdóms kenndu að heiðingjar gætu ekki orðið kristnir nema þeir létu umskerast að hætti ^yðinga. Hefði þetta viðhorf orðið pfan á hefði kristniboði meðal heið- lngja verið stefnt í voða, og kristnir menn hefðu sundrast eftir því hvort þeir væru af gyðinglegum eða heiðn- um uppruna. Sú verður niðurstaða postulanna að mönnum sé ekki skylt að láta umskerast. Jafnframt gefa postularn- ir hinum ungu söfnuðum nokkur fyrirmæli til að efla samheldnina innbyrðis. Þar er m.a. bann við því að neyta blóðs. Gyðingar sem urðu kristnir hafa sumir haldið áfram í einhverjum mæli að breyta í samræmi við ýmsar reglur og siði Móselögmáls, m.a. varðandi fæðu, en í lögmálinu eru ákvæði um þau mál. Hins vegar neyttu kristnir menn af heiðnum uppruna hvaða fæðu sem var, m.a. blóðs eða kjöts með blóði, en gátu þá sært Gyðinga í söfnuðinum sem ekki voru sömu skoðunar. Postularnir töldu því heppilegast að heiðingjar sem urðu kristnir tækju tillit til gyðingættaðra trúsystkina í þessu efni og neyttu ekki blóðs. Pessi regla var því sett vegna ríkjandi aðstæðna á byrjunarskeiði kirkjunnar til að efla samhug lærisveinanna og koma í veg fyrir hugsanlegan klofn- ing. Hvergi annars staðar í Nýja testa- mentinu er kristnum mönnum bann- að að neyta blóðs. Þvert á móti lýsti Jesús yfir því að öll fæða væri hrein, Mark. 7,19, og kristnir menn eru hvattir til að leggja sér hvers konar fæðu til munns með þakkargjörð og hlusta ekki á þá sem segja: „Snertu ekki! Bragaðu ekki!“ 1. Tím. 4,1-5; Kól. 2,20-23. Því má líta svo á að mönnum sé frjálst að neyta blóðs, hvort sem það er matreitt sem slátur eða á annan hátt. Blóðið var næsta mikilvægt í fórn- færingum Gyðinga í guðsþjónustunni. Með fórnarblóðinu var bætt fyrir syndir fólksins. „Ég hef gefið yður það á altarið til þess að með því sé friðþægt fyrir yður,“ 3. Mós. 17,11. „Hér kemur fram hugsunin um staðgöngu: Dýrið og líf þess er gefið í stað mannsins. Jafnframt er ljóst að blóð fórnardýrsins hefur ekki þennan eiginleika að eðli til heldur einungis vegna náðarsamlegrar ákvörðunar Guðs. Blóð og líf dýra er ófullkomið endurgjald fyrir mannslíf. Fullkomið endurgjald, fullkomin friðþæging og hreinsun, koma fyrst með blóði Krists 1. Jóh. 1,7; Hebr. 9,12; Opinb. 1,5; 7,14. Guð lætur sér fórnardýrin vel líka fram að þeim tíma og með blóð Krists í huga. En þegar Kristur deyr verða þau óþörf“ (H. Möller). Hvenær sem minnst er á blóð Krists í Nýja testamentinu er átt við dauða hans til friðþægingar. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.