Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 20
Odd Bondevik: Fjársjóður í leirkerum Það ber við með nokkuð jöfnu millibili, að menn reyna að sýna fram á, að fagnaðarerindið sé heillatrúar- brögð. Trúaðir, kristnir menn losna við sjúkdóma, mótlæti og sálarstríð. Drottinn blessar okkur með auðæfum og velgengni. Þess konar boðskapur höfðar eflaust til fólks. Kenningum sem þessum ber að vísa á bug tafarlaust. Þær standast ekki í veruleikanum. Enn þá mikil- vægara er, að þær koma ekki heim við orð Guðs. Það getum við einmitt lært af jólaboðskapnum. Fagnaðarerindið um komu Jesú Krists til jarðarinnar tortímir sérhverri mynd „dýrðarguð- fræði“ (að líf kristins manns sé samfelld dýrð). Biblían líkir frels- aranum við rótarkvist úr þurri jörð. Hann var maður án dýrðar, kunnugur sjúkdómum og þjáningum. Hlutskipti þeirra, sem feta í fótspor hans, er ekki á aðra lund. Við trúum á mátt og umhyggju Guðs. Biblían talar líka um dýrð, sem okkur er gefin þegar hér og nú, en það er dýrð í búningi niðurlægingarinnar: Þjáning, andvörp og þrá (Róm. 8). Byrði syndarinnar var tekin frá okkur, þegar við tókum trú á hinn krossfesta. Samt verða margir trú- aðir, kristnir menn að bera aðrar þungar byrðar á vegi trúarinnar. í söfnuði Guðs er því alltaf rúm fyrir þá, sem finnst þeir vera mis- heppnaðir. Við hlið þeirra, sem seil- ast hátt í fögnuði og lofgjörð, er rúm fyrir þann, sem er beygður í glímu við óleystar gátur, sálarbaráttu og brostn- ar vonir. Hann er ekki óandlegri en hinir, ekki annars flokks lærisveinn. Biblían segir, að hinn hái og hátignar- fulli búi einmitt hjá slíkum mönnum (Jes. 57,15). Þjónustu okkar er á sama veg farið. Á liðnu ári höfum við fengið fréttir um framgang í kristniboðsstarfinu, og við fögnum því af hjarta. En við þekkjum líka þá, sem ekki hefur miðað áfram. Drottinn kannast líka við það starf ef það er unnið með trúmennsku í nafni hans. Við þurfum því ekki heldur að hylma yfir ósigra eða mótbyr á árinu, sem leið. Biblían talar um fjársjóð í leirkerum. Ef við hugsum um leir- kerin, varðveitumst við frá því að ofmetnast. Ef við hugsum um fjár- sjóðinn, erum við hughraust, þrátt fyrir allt. f söfnuði Guðs er því alltaf rúm fyrir þá, sem finnst þeir vera mis- heppnaðir. Við hiið þeirra, sem seilast hátt ■ fögnuði og lofgjörð, er rúm fyrir þann, sem er beygður ■ glímu við öleystar gátur, sálar- baráttu og brostnar vonir. Hann er ekki öandlegri en hinir, ekki annars flokks lærisveinn. Biblían segir, að hinn hái og há- tignarfulfi búi einmitt hjá slíkum mönnum. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.