Bjarmi - 01.12.1987, Side 5
Orðið varð hold:
„Jólaguðspjallið“ — það finnst
mörgum vera fyrst og fremst jólafrá-
saga Lúkasar, um fæðingu barnsins í
Betlehem, um aðdragandann, fjár-
hirðana o.s.frv.
Upphafsorðin í guðspjalli Jóhann-
esar eru líka lesin í kirkjunum á jólun-
um. Þar er „jólaguðspjall“ Jóhannes-
ar og sumir segja að það hefjist á
himnum hjá Guði:
„í upphafi var Orðið og Orðið var
hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var
í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu
fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem
til er... Og Orðið varð hold, hann bjó
með oss fullur náðar og sannleika og
vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonur-
inn eini á frá föðurnum“ (Jóh. 1,1-
3,14).
Orðið, hann, sonurinn, þessi hug-
tök koma fyrir aftur og aftur í byrjun
guðspjallsins og er ljóst að með þeim
er verið að tala um Jesúm Krist. Hvað
merkir Orðið hér? Hvert er gildi þess
að Orðið, sonurinn, varð hold og bjó
með oss?
Jesús Kristur er kallaður Orðið
vegna þess að hann er fullkomin tján-
ing á hugsun föðursins á himnum, full-
komin sjálfsopinberun hans í heimin-
um. Menn láta hugsanir sínar í ljós
með orðum. Eins hefur faðirinn himn-
eski birt innsta eðli sitt í Jesú Kristi.
í síðgyðingdómi var það kennt að
lögmálið hefði verið skapað í upphafi,
það væri hjá Guði, að allt annað væri
skapað fyrir það. Það var ljós mann-
anna og „varð hold“ á þann hátt að það
var ritað á bók. Þessa kenningu er
þegar að finna í Síraksbók 24,1-22,
sbr. v. 33: „Allt þetta snertir... lög-
málið sem Móse gaf oss.“
Gegn þessari kenningu síðgyðing-
dómsins um lögmálið setur Jóhannes
fram Jesúm Krist. Hann segir miklu
meira um hann en Gyðingar gátu sagt
um lögmálið:
Lögmálið var skapað í upphafi en
Kristur var í upphafi. Þannig er hann
ekki sköpuð vera. Hann var ennfrem-
ur Guð en óhugsandi var að Gyðingar
segðu það um lögmálið hversu hátt
sem þeir mátu það. Þegar Kristur varð
hold bjó hann á meðal okkar.
Kenning síðgyðingdómsins um lög-
málið er í tengslum við ummæli
Gamla testamentisins um orð Guðs.
Það er alloft persónulegt sjá t.d. Sálm.
107,20; 119,89; 147,15,19.
„Orðið var Guð. Ef hann hefði að-
eins verið maður hefðu orð hans og
verk ekki guðdómlegt gildi. En þar
sem hann er Guð eru orð hans orð
Guðs og kærleikur hans kœrleikur
Guðs, friðþægingarverk hans verk
Guðs. Hjálpræði okkar er því óhagg-
anlegt eins og kletturinn. Við tökum
undir með hinum guðhrædda Zinz-
endorf er hann segir: „Það brennur í
mér eins og logandi eldur að vitna um
hinn sanna guðdóm Krists."
Og við játum með Marteini Lúther:
„Ég trúi að Jesús Kristur, sannur
Guð, fæddur af föðurnum frá
eilífð..." „Nú á þessum fráfallstímum
þurfum við að standa sem fastast á
þessari setningu. „Og Orðið varð
hold.“ Allur kristindómurinn stendur
og fellur með þessum orðum“
(Herbst).
Lestu nú „jólaguðspjall“ Jóhannes-
ar aftur með þetta í huga. Og mundu
að jólin og allt sem í þeim felst er gjöf
sem okkur var gefin vegna þess að
Guð elskar þig og alla menn. Gjöfinni
er veitt viðtaka með því að trúa á Jes-
úm Krist og fela honum líf sitt og alla
framtíð. „Því að svo elskaði Guð
heiminn að hann gaf son sinn einget-
inn til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki heldur hafi eilíft líf“ (Jóh.
3,lþ).
öleðileg j6
5