Bjarmi - 01.12.1987, Side 7
íslensku. Af jólasálmunum er mér
aðeins kunnugt um þrjá en það eru
annars vegar þýðingar eftir Helga
Hálfdánarson sem fyrst birtust í
sálmabókinni frá 1886: „Nú eru byrj-
uð blessuð jól“ og: „Hin fegursta rósin
er fundin“ og hins vegar þýðing Lár-
usar Halldórssonar: „Mitt einatt
hvarflar hjarta," sem er að finna í
söngbók KFUM og KFUK og SÍK. Af
þessum þrem sálmum er því miður
aðeins einn að finna í núverandi
sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar en
það er sálmurinn: „Hin fegursta rósin
er fundin.“ Þar birtist hann í nokkuð
styttri mynd, bæði miðað við upp-
runalega gerð Brorsons og þýðingu
Helga. Rósarlíkingin var vel þekkt á
tímum Brorsons og reyndar löngu
fyrr. Sjáum við það meðal ann-
ars í sálminum: „Það aldin út er
sprungið." Hjá sálmaskáldum píet-
ismans vilja ýmsar myndir verða not-
aðar með miklu orðskrúði og allt að
því væmni, lesið með okkar augurn.
Þessa virðist þó ekki gæta í nefndum
sálmi hjá Brorson. Sálmurinn hefur
skýra uppbyggingu. Jesús er rósin sem
sprettur upp á meðal þyrnanna,
heimsins sem var „að hjálpræði
snauður.“ Heimurinn er: „Sem þistill
til annars er eigi/en eld í honum menn
fleygi“ en Guð lætur rós upp spretta
sem bjargar föllnu mannkyni og gefur
kirkju hans að bera ávöxt „með
sóma“. Þetta kallar á viðbrögð og
þakklæti mannanna sem til þess eru
hvattir:
Æ, snúið af hrokaleið háu
og hallist að jötunni lágu;
þá veginn þér ratið hinn rétta.
Því rósir í dölunum spretta.
Brorson er tíðrætt um barnið í jöt-
unni. Hann tekur okkur með sér og
kennir okkur að hverfa þangað í hug
og hjarta og gefa gaum að þeim
atburðum sem orðnir eru. Þetta kem-
ur m.a. fram í sálminum: „Mitt einatt
hvarflar hjarta." Hér virðast aðeins
nokkur erindi af frumgerð sálmsins
hafa verið þýdd og er það miður. f
sálminum er túlkuð undrunin yfir að
konungur himnanna skuli liggja sem
lítið barn í hrörlegu fjárhúsi og lotn-
ing fyrir þessum leyndardómi. Sálm-
inum lýkur svo á játningu.
■rrara1 öleði eg jó !
„Hin fegursta rósin
er fundin."
Æ, kom þú, kœri Herra,
Æ, kom þú til mín inn,
mín andvörp aldrei þverra.
Kom inn, kom, Jesú minn!
í hjarta mínu hlúa,
minn Herra’, eg vil að þér,
og bið þig ávallt búa,
minn blíði Guð, hjá mér.
Þetta minnir um margt á bæn
Hallgríms: „Hjartað bæði og húsið
mitt/heimili veri, Jesú, þitt...“ Sálmur
þessi minnir líka um margt á annan
jólasálm eftir Brorson „Her kommer
dine arme smá/og vil til dig i stalden
gá...“. Hann er því miður ekki til á
íslensku utan þetta eina vers sem
margir kannast við úr starfi KFUM og
KFUK þar sem það var gjarnan sung-
ið í tengslum við trúarjátninguna:
Gegn spdling heims þú vörn oss veit
að véu ei brjótum skírnarheit.
Til þín, til þín oss langa lát,
og lát oss hafa á sannleik gát.
Þetta vers er eins konar svar við
öðru versi fyrr í sálminum og hljóðar
þannig á frummálinu (í von um að
skóladanska lesenda lifi):
AII verden stod i satans pagt,
da bröd vár Jesus frem med magt
og rev oss ud med blodig hánd
av alle váre fienders bánd.
Jólasálmar Brorsons eru annað og
meira en sú saklausa og meinlausa
jólastemming sem svo margir sækjast
eftir. Þeir segja frá vanda mannkyns-
ins og að Kristur hafi komið til að
leysa hann, það er grundvöllur jóla-
gleðinnar:
Guðs nafn sé blessað; boðin er
oss bót á neyðar högum.
Hver er sú hryggð sem þá ei þver
á þessum gleðidögum?
Guðs kristni, syng sem mest þú mátt
og minnstu þess þú lækning átt
við hverri sorg og sýki.
Guðs nafn sé blessað; soninn sinn
hann sendi mér; nú kemst ég inn
til hans í himnaríki.
Þröstur Eiríksson,
organisti. ji
7