Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1987, Side 9

Bjarmi - 01.12.1987, Side 9
flýtti mér og sagði að ég ætlaði ekki á samkomu. Skrökvaði og kvaðst eiga eftir að færa inn stílinn. Þá horfði hún bara á mig og gekk hljóðlega út. Og ég sneri lyklinum og slökkti ljósið. Og fyrr en varði var ég lögst á hnén við rúmið. Og þú komst til mín þar, Drottinn Jesús! Ég hef að minnsta kosti reynt að þakka þér en ég hef ekki enn sagt það nokkrum lifandi manni að þú haf- ir fundið mig. Hvernig á ég að segja það? Úff, hitinn hérna inni er að kæfa mig! Það er varla hægt að anda. Svona, henni tekst að minnsta kosti að opna gluggann. Hún stingur höfðinu lengra út en hún hefur leyfi til. Ó, nú finnur hún blásturinn frá fjallinu. Ég er að koma heim! Skær máninn veður í skýjum. Hann gæðir nóttina mildri birtu. Ljós fjöll koma fram milli skýjanna. Furuskógurinn liggur eins og breiður lindi fyrir neðan, dökkgrænt belti með brúnum röndum efst uppi. Hún sér það ekki núna, það er ekki nógu bjart en mynd- in geymist einhvers staðar innra með henni síðan hún fór hér um síðast. Þá var dagur. Nú er nótt, kannski árla morguns. Nístandi kuldi. Henni er svo kalt að hún skelfur. En hún getur ekki farið inn núna því að fjallið kemur á móti henni. Fjallið mitt... Tunglið tvístrar skýjabreið- unni. Norðanvindurinn hreinsar him- inhvolfið. Sjá, hve silfur mánans glitr- ar á hvítum tindunum. Fjallið mitt... Hún dregur djúpt andann, finnur eins og fargi sé af henni létt. Hún er bráð- um komin heim. Það er áreiðanlega Leifur sem kem- ur til að sækja hana. Þau verða að aka tíu kílómetra áður en þau eru komin heim. Á þeim tíma verður hún að segja honum það. Æ, hvað hún hlakkar til að hitta hann! Nema þetta... Hún áttaði sig. Vildirðu heldur að allt væri eins og þegar þau skildu? Nei alls ekki! En hún hefði getað skrifað heim og sagt frá því, þá hefði henni ekki verið neitt að vanbúnaði núna. Drottinn Jesús, fyrirgefðu mér að ég kvíði fyrir því að segja frá því að ég heyri þér til, en þú veist að ég er svo hrædd við Leif. Viltu sjá til þess, Jesús, að hann hæðist ekki að mér, að hann segi ekkert fyrr en við erum komin heim. Jesús, hjálpaðu mér! Ég er víst ekki eins og ég á að vera. Hj álp- aðu mér að gera rétt. Ég er einskis megnug. Vertu hérna, Jesús. Hjálp- aðu mér. Hún biður í huganum meðan hún tekur saman farangurinn og fer út. Þarna stendur Blesa! Og þarna er Leifur, tilbúinn að taka allt sem hún heldur á. — Velkomin aftur heim! Ertu að farast úr kulda í þessum snjó? Henni er borgið ef hún fer í föt sem hann er með í kassanum á sleðann. Hann lætur ekki undan fyrr en hún er komin í allar flíkurnar. Blesa fær að hlaupa eins hratt og hún vill. Þau geysast áfram. Blesa verður ekki lengi að fara þessa vega- lengd í nótt. Helga fann hve henni hlýnaði. Ómur. Hvaðan kom hann? Það hlaut að vera frá himnum. Nú heyrði hún það greinilega: „Hvað nema Jesú blessað blóð fær búið hjarta frið?“ Jesús, viltu hjálpa mér. Hún sagði þetta í djúpi hjarta síns, upp mót stjörnunum sem reyndu að lýsa gegn- um skýjaslæðuna. Svo tók hún undir og raulaði með kórinn: „Að krossi Jesú kom og sjá, hans kvöl, hans písl- armynd. Hann gaf sitt líf, hann gaf sitt blóð sem gjald fyrir þína synd.“ Sterk og hlý rödd hefur tekið foryst- una og syngur orðin með gleði. Hún snýr sér við — undrandi: Er það Leifur sem er að syngja? Já, nú syngur hann kórinn aftur. Þá tekur hún undir — undurglöð: „Hann gaf sitt líf, hann gaf sitt blóð sem gjald fyrir þína synd.“ Þau sitja þegjandi þegar þau hafa sungið síðasta tóninn. Leifur tekur í taumana og lætur Blesu fara fetið. Hann nemur orð Helgu þegar hún segir lágt: — Er það satt, Leifur? Hefur þú fundið það? — Já, svaraði hann jafnlágt. — Og þú líka? 9

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.