Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 11
Sáning á jólum Hver er mest hinna þriggja stórhátíða ársins? Þvíer erf- itt að svara. Sjálfsagt halda margir því fram — og ekki að ástæðulausu—að páskarnirséu mesta hátfðin. Efnipásk- anna er orðið um upprisu Jesú frá dauðum, um sigur lífsins, eilífa lífsins, á myrkri, dauða og eilífri glötun. Ef páskar hefðu ekki runnið upp hefðu jóiin með öllum björtu minningunum ekkert eilífðargildi. Samt er það óhagganiegt: livorki páskar né hvítasunna hafa eins sterk tök á mönnum og einmitt jólin. Jólin sem barnið lifír á heimili sínu, þegar um raunverulegjól erað ræða, gleymast ekki þó að hárin gráni. Jensína Móðir mín dó í febrúarmánuði árið 1917 þegar ég var á fimmta ári. Ég átti því síðustu jólin með móður minni 1916 og man ekkert eftir þeim. Fyrstu jólin sem ég man nokkuð vel voru jólin 1918. Á aðfangadagskvöld sat ég við borðið með hlaða af gjöfum, eftir mælikvarða þeirra tíma. Fyrri heimsstyrjöldinni hafði lokið 11. nóvember sama ár. Allir voru glaðir og langaði til að gleðja aðra, einkum börnin, og ég hlaut minn skerf af gleð- inni. Á þessum tíma var góð ráðskona á heimili mínu. Hún var mér eins og móðir í tvö ár. Hjá henni fékk ég svo góða „uppbót“ á því sem ég hafði misst 1917 að ég varð lítið var við að ég saknaði móður minnar. Ráðskon- an okkar hét Jensína og hjá henni hlaut ég allt sem móðir getur veitt sex ára dreng. Hún gaf mér tvö bestu bernskuárin mín og hún stuðlaði að því að ég lifði tvenn jól sem ég gleymi aldrei. Það er ekki svo að skilja að faðir minn hafi verið mér einskis virði. Nei, hann skipaði háan sess í vitund minni. Þegar hann var að heiman í vinnu þráði ég á kvöldin að hann kæmi heim. En Jensína var alltaf heima og hún hafði tíma. Það er varla neitt sem skiptir barn meira máli en að einhver hafi tíma til að sinna því. Hvernig liðu þessi tvö góðu að- fangadagskvöld 1918 og 1919? Mun- urinn var mikill að því er varðaði efn- isgæðin, það man ég. Fögnuðurinn sem fyllti hug manna 1918 vegna þess að styrjöldin mikla var á enda var um það bil að fjara út. Peningastraumur- inn sem við höfðum kynnst var einnig að dvína. Gjafirnar voru ekki eins margar 1919 og árið áður svo að ég man að ég sat með einfalt leikfang og sagði: „Fáum við ekki meira?“ En það sem varðaði mestu, hið and- lega inntak, var hið sama á báðum hátíðunum. Jólatréð var skreytt og með logandi kertum. Við sungum jólasálmana, og núna — mörgum árum seinna — er ég sannfærður um að á þessum tvennu jólum var trúnni á boðskap jólanna greiddur vegur, trúnni á þann boðskap að Guð hafi komið til sögunnar og gefið glötuðum heimi frelsarann Jesúm. Djákninn Síðasti skóladagur fyrir jólaleyfið er líka þáttur í minningunum um jólin í bernsku. Það var hátíðisdagur þar sem við börnin fengum ekki aðeins forsmekk jólahátíðarinnar heldur þori ég að ganga feti framar og segja að sá dagur hafi veiít okkur „for- smekk af himni á jörð“, eins og skáld- ið kemst að orði. Við sungum hvern jólasálminn af öðrum og djákninn, einsog kennarinn í sveitinni var kallaður, las jólasögur og talaði við okkur um hinn mikla fögnuð jólanna. Djákninn okkar heima var af gamla skólanum eins og það var kail- að þar sem kristinfræðin var talin nauðsynlegasta námsgreinin í skólan- um. Þegar ég var drengur hlutum við rækilega tilsögn í biblíusögum og minni fræðum Lúthers og við lærðum marga sálma utan bókar. Sunnudagaskóli var enginn í sókn- inni minni þegar ég var drengur svo að ég kom aldrei á jólatréssamkomu sunnudagaskóla. En að kvöldi jóla- dags var jólatréssamkoma fyrir börn og fullorðna í kristilega samkomuhús- inu. Það var forstöðumaður hússins sem sá um hátíðina. Okkur börnunum var vísað fyrst inn í litla salinn og urðum að bíða þar þangað til stjórnandinn hafði kveikt á kertunum á trénu. Þeg- ar því var lokið var dyrunum að dá- semdunum lokið upp og við gengum syngjandi kringum jólatréð. Það kom enginn ókunnugur til að tala. Það voru óskráð lög að það til- heyrði embættisskyldu djáknans að annast ræðuna. Við börnin stóðum í hálfhring og djákninn talaði við okkur um barnið sem fæddist í Betlehem, um barnið sem óx upp og varð fullorð- inn maður og fetaði hina erfiðu slóð til Golgata til þess að friðþægja fyrir synd heimsins. Djákni bernsku minn- ar var sáðmaður guðsríkis, því að mestu máli skiptir að sá sem talar flytji orð Guðs (1. Pét. 4,11). S.P. Zacho, Danmörku 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.