Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 12
Jóhannes Ingibjartsson er byggingafræðingur á Akranesi. Hann á sæti í stjóm Landssambands KFUM og KFUK. B0rkop er lítill bær nálægt vestur- strönd Jótlands, á milli Vejle og Fred- ericiu. Þar rekur danska heimatrú- boðið biblíuskóla með nokkrum námsbrautum. í hinum almenna biblíuskóla eru tvær fimm mánaða annir á ári. Einnig eru á hverjum vetri vikulöng námskeið, ætluð hverjum þeim, sem finnur hjá sér þörf á auk- inni þekkingu á þeim verkum, sem hann er kallaður til í víngarði Drottins. Dagana 27. september til 2. októ- ber sl. átti ég þess kost ásamt sr. Jón- asi Gíslasyni, Málfríði Finnbogadótt- ur og Gunnari Jóhannesi Gunnarssyni að taka þátt í aðalfundi Norræna heimatrúboðsins og í framhaldi af HORFTUTIHEIM Efnið í brennidepli er með nokkuð óvenjulegu sniði að þessu sinni. Ætiunin er að beina sjónum örlítið út í heim og kynnast kristilegu starfi og kjörum kristinna manna annars staðar í veröldinni. Um er að ræða þrjú viðtöl. Rætt er við mann sem hefur verið framarlega í starfi Lausanne-hreyfingar- innar í Noregi, þá við leiðtoga evangelískrar leikmannahreyf- ingar í Austur-Þýskalandi og loks við starfsmenn KSH um ferð á þing alþjóðlegu kristilegu skólahreyfingarinnar IFES. En við byrjum á frásögn af EURIM, evrópskri ráðstefnu heimatrú- boðsfélaga nú í haust. Jóhannes Ingibjartsson: Þeir komu Á Evrópuráðstefnu heimatrúboðshreyfinga honum fyrstu evrópsku heimatrú- boðsráðstefnunni eftir síðari heims- styrjöld. Landssamband KFUM og KFUK er þátttakandi í samstarfi norrænna heimatrúboðsfélaga. Sú þátttaka er okkur ákaflega mikils virði. Þessar hreyfingar byggja á sama trúarlega grunni og okkar hreyfing, enda standa þær án efa næst okkur allra norrænna hreyfinga. Þótt hér væri um aðalfund að ræða, með starfsskýrslu og kosningum, eins og þeim tilheyrir, var þó víðs fjarri því að dagskrá fundarins væri eingöngu miðuð við það. Þegar norrænir heima- trúboðsleiðtogar koma saman til aðal- fundar eru gjarnan tekin til umfjöllun- ar eitt eða tvö málefni, sent telja verð- ur mikilvæg og skipta máli fyrir starf hreyfingarinnar. Að þessu sinni voru málefnin tvö. Hið fyrra var „Hvernig lítum við á okkur sem evangelisk-lútherskar vakningahreyfingar?" f erindinu var komið víða við og vaktar upp margar ^ spurningar um starf okkar og starfs- hætti, spurningar sem síðan voru ræddar nánar í vinnuhópum. Auðvit- að kom í ljós að efnið var miklu umfangsmeira en svo, að menn kæm- ust að endaniegri niðurstöðu og einnig voru þátttakendur alls ekki sammála á öllum sviðum, má þar m.a. nefna for- ystuhlutverk konunnar í kristnu sam- félagi. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.