Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1987, Side 13

Bjarmi - 01.12.1987, Side 13
Síðara umræðuefnið var flutt fram af Hákon Andersen, biskupi frá Nor- egi. Ræddi hann um „Afstöðu lút- hersku þjóðkirknanna og heimatrú- boðshreyfinganna til Lausanne 1989“. Það málefni var síðan rætt í lokuðum hringborðsumræðum. Erindi Hákon Andersen og umræðurnar voru einkar fróðlegar og fullrar athygli verðar. Þótt formaður Landssambandsins, sr. Jónas, sé þátttakandi í þessum undir- búningi og hafi nýlega sótt fundi ytra þar að lútandi, hefur verið einkar hljótt um þetta mál í okkar samfélagi og á okkar landi. Full ástæða er til þess að þar verði breyting á. í framhaldi af þessum fundi hefur stjórn Lands- sambandsins samþykkt að bjóða Hákon Andersen, biskupi, og sr. Bent Reidar Eriksen, sem hefur verið ritari norrænu nefndarinnar, hingað til lands, til þess að kynna þetta málefni. Einnig er rétt að benda á viðtal við sr. Bent Reidar hér í blað- inu. Þriðjudagsins 29. september var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þá skyldi hefjast evrópskur fundur heimatrúboðsfélaga. Til þess fundar hafði auk norrænu félaganna verið boðið fulltrúum sunnan úr Evrópu, bæði vestan og austan tjalds. Vænst var fulltrúa frá Austur-Þýskalandi og Póllandi, auk fulltrúa frá Vestur- Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki og Sviss. Menn spurðu sig gjarnan: Skyldu þeir að austan fá að koma. Og þeir komu. 36 fulltrúar bættust í hóp þeirra sem fyrir voru, þar af 14 frá Austur-Þýskalandi og tveir frá Pól- landi. Næstu þrjá daga dvöldum við með þessum bræðrum og systrum og upp- byggðumst í okkar sameiginlegu trú. Hugleiðingar og umræðuefni voru margs konar. Ekki er það ætlun mín að segja frá innihaldi þeirra allra. Það væri allt of flókið mál. Ég læt mér nægja að nefna nokkur þeirra: Mikil tækifæri fyrir veika söfnuði Gömlu góðu dagarnir — og okkar tímar Kross og/eða sigur í krafti upprisunnar Hvað ætlumst við fyrir með Evrópu- samstarfi okkar? Eitt kvöldið var svo almenn sam- koma þar sem sr. Jónas hafði hugleið- ingu um efnið: Brennandi Evrópa — er nokkur von? Auðvitað nutum við þess að geta þannig sameinast og uppbyggst í okk- ar sameiginlegu trú en það sem var þó ekki síður mikilvægt, var að kynnast Hákon Andersen, biskup og sr. Jónas Gíslason. „Aðstæður voru mismunandi, tungumál og þjóðfélög frábrugðin, en Drottinn okkar og frelsari hinn sami." þessum kristnu vinum, sem þarna voru saman komnir. Aðstæður voru mismunandi, tungumál og þjóðfélög frábrugðin en Drottinn okkar og frels- ari hinn sami. Ekki fór hjá því að athyglin beindist meir að högum þeirra sem búa austan tjalds og margt reyndist öðru vísi en ég a.m.k. hafði ímyndað mér. Verulegur aðstöðu- munur virðist vera hjá Austur-Þjóð- verjum og Pólverjum annars vegar og öðrum austantjaldsþjóðum hins vegar hvað varðar frelsi til trúarlegra iðkana og athafna. Pólska kaþólska kirkjan er mjög sterk og í skjóli hennar fær lútherska kirkjan athafnafrelsi. Á sama hátt hafa Austur-Þjóðverjar visst frelsi til athafna og útgáfustarf- semi, sem þeim virðist undravel hafa tekist að aðlagast. Hins vegar er víða svo þrengt að kristnum félögum og einstaklingum í öðrum austantjalds- löndum að þeir þorðu ekki að svara boði um þátttöku á þessari ráðstefnu nema eftir óformlegum krókaleiðum. Okkur þættu það líklega harðir kostir að hafa aðeins leyfi til þess að fara með 10 dollara í vasapeninga ef við ferðuöumst erlendis, og ætti það að duga fyrir öllum okkar þörfum sama hve ferðalagið væri langt, eða að þurfa að hafa árs fyrirvara ef við hyggðumst skreppa úr landi eða bjóða til okkar gestum, svo stjórnvöld gætu metið umsóknina. Allt þetta verða þó smáatriði í samanburði við það að geta þrátt fyrir allt borið fram fagnaðarerindið og fá að reyna það að Guð hefur ekkert breyst, kraftur hans og vald er hið sama sem fyrr. „Hin kristna framhlið í þjóðlífi þeirra er e.t.v. horfin“, en þau hafa fengið fúsleik til þess að svara kalli Guðs, þrátt fyrir ytri aðstæður — hafa ekkert öryggi, en eru þess full- viss að hann er með þeim — hafa ekkert vald, en vita að vald hans er meira en nokkurs annars — hafa engin forréttindi önnur en þau að mega vera hans. Við skulum minnast þeirra í bænum okkar og biðja um að Guð mætti opna þeim víðar dyr fyrir fagnaðarerindið. Það var með vissum trega sem skilnaðarstundin rann upp og hver hélt af stað heim á leið. Við íslending- arnir hurfum einnig hvert í sína áttina áður en heim var haldið. Sr. Jónas kom við á leiðtogafundi hjá norrænu kristilegu skólahreyfingunni, Gunnar Jóhannes sótti helgarfund æskulýðs- nefndar KFUM og KFUK þar sem m.a. var rætt um norrænt stúlknamót hér á landi, en við Málfríður fórum til Kalundborg eina kvöldstund og tók- um þátt í upphafi æskulýðsmóts danska heimatrúboðsins, en þar voru 1300 unglingar skráðir, og var víst í færra lagi. Áður en heim var haldið heimsóttum við Gunnar Jóhannes aðalstöðvar Landssambands KFUM og KFUK í Danmörku og var vel á móti okkur tekið. Öll slík sambönd eru mikilvæg, þau hafa blessun í för með sér og geta ver- ið starfinu til styrktar og eflingar. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, fátt eitt tekið en nokkrum áhrifabrotum úr minningunni varpað fram í þeirri von að þú, lesandi góður, verðir einhvers fróðari. 13

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.