Bjarmi - 01.12.1987, Page 15
hreyfingunni sögðu: Við getum unnið
á sama hátt og þeir innan lúthersku
kirkjunnar.
—Gnadau-hreyflngin starfar þá
innan lúthersku kirkjunnar?
— Já, þeir vildu ekki stofna nýja
kirkju eða greina sig frá kirkjunni.
Þeir vildu starfa innan hennar og efla
starf hennar. Það var m.a. gert með
starfi samfélagshópa, predikunar-
starfi o.fl.
Hreyfingin breiddist út um allt
Þýskaland og starf hennar var öflugt
og fjölbreytt. Eftir seinni heimsstyrj-
öld breyttust allar aðstæður. Margir
höfðu flúið vestur á bóginn og öryggis-
leysi var mikið. Þegar Þýskalandi var
skipt í tvennt urðum við að stofna
okkar eigin hreyfingu í Austur-
Þýskalandi, þ.e. Gnadau-hreyfing-
una. í Vestur-Þýskalandi og reyndar á
nokkrum stöðum í Frakklandi, Sviss
og Austurríki höfum við svo áfram
Gnadau-samtökin.
— Hvernig gekk svo?
— Á 6. áratugnum voru menn mjög
spyrjandi og kvíðnir. Hvernig skyldi
nú ganga að byggja upp starf kirkju í
sósíalísku ríki? Á árunum kringum
stríð höfðu leiðtogar kirkjunnar hald-
ið uppi andkommúnískum áróðri og
því voru menn kvíðnir. Það tók okkur
allmörg ár að skilja að við berum fulla
ábyrgð sem kirkja við þær aðstæður
og í því þjóðfélagi sem við búum við.
Við erum kirkja í sósíalísku ríki. Þar
er starfsvettvangur okkar og þar erum
við kölluð til að útbreiða fagnaðarer-
indið. Við verðum stundum að leita
svolítið sérstakra leiða í starfi vegna
þess að þjóðfélagið er breytt og fólk
hugsar öðruvísi. Það tók okkur langan
tíma að átta okkur á þessu. Það tók
ríkisvaldið einnig drjúgan tíma að
skilja að kirkjan hafði ekki áhuga á að
endurreisa gamla þjóðskipulagið,
heldur að fá að starfa í því þjóðfélagi
sem var við lýði. En smám saman
lærðum við á nýjar aðstæður og aðilar
skildu hvorir aðra betur. Starfsað-
stæður kirkjunnar í landinu okkar eru
því fremur góðar.
— Hvernig er starfi Gnadau-hreyf-
ingarinnar háttað nú?
— Hreyfingin starfar innan lút-
hersku kirkjunnar, en hún er ekki
lengur ríkiskirkja, það breyttist árið
1918. Skipulag kirkjunnar er þó að
mestu svipað og það var áður. Það
sem veldur áhyggjum og erfiðleikum
er að það eru innan við 2% barna
skírð nú um stundir. Meiri hlut þeirra
sem tilheyra kirkjunni er því eldra
fólk. Það vaknar sú spurning hve lengi
hreyfingin getur starfað innan kirkju
sem stefnir í raun í það að verða lítil
fríkirkja, þótt ytra skipulag sé svipað
og áður. Samband og samstarf okkar
við kirkjuna er að sjálfsögðu misjafnt
eftir stöðum. Víða er það gott.
Leiðtogar og prestar í kirkjunni sáu
að þeir þörfnuðust okkar. Á mörgum
stöðum eru félagar í Gnadau-hreyf-
ingunni nánast þeir einu sem koma í
guðsþjónustur og þeir eru oft sterkasti
hópurinn í kirkjunni. Á öðrum stöð-
um eru menn tortryggnir og óttast of
mikil pietísk áhrif.
í Gnadau-hreyfingunni eru um
25.000 meðlimir. Þá er átt við full-
orðna (eldri en 18 ára), fólk sem til-
heyrir kirkjunni og hefur jafnframt
tekið ákvörðun um að verða félagar í
hreyfingunni. Auk þess eru nokkur
þúsund „vinir“, sem taka þátt í starfi
hreyfingarinnar, m.a. með því að
sækja samkomur, án þess þó að vera
formlegir félagar. Austur-Þjóðverjar
eru tæplega 17 milljónir og af þeim til-
heyra um 35% einhverri kirkjudeild.
Fjölbreytni í starfi hreyfingarinnar
er mikil. Við erum með barnastarf,
um 1200 unglingahópa, kóra og tón-
listarhópa og á miðjum 7. áratugnum
hófum við starf á meðal stúdenta. í
gegnum stúdentastarfið höfum við
komist í samband við IFES og átt full-
trúa á alþjóðlegum fundum. Einnig
hafa komist á tengsl við Norðurlöndin
og höfum við fengið boð um þátttöku
í norrænu stúdentamótunum á síðustu
árum.
Stúdentastarfið er mikilvægt. Við
reynum að koma á biblíuleshópum á
heimavistum og stúdentum er boðið á
fundi í hreyfingunni. Þetta er þó erfitt
starf. Kristnir stúdentar í háskólum
eru fáir — þeir fá helst ekki aðgang,
jafnvel ekki að framhaldsskólum.
— Eru möguleikarnir til starfa
miklir eða eru hömlur á starfinu?
— Við höfum mikla möguleika til
starfa — í raun meiri en við getum
notfært okkur. Við ættum því ekki að
kvarta þó að vissar hömlur séu á starf-
inu. Við höfum ýmsar leiðir til að
safna fólki saman, s.s. á sumarmót og
ráðstefnur, kóramót, stúdentamót,
fjölskyldubúðir o.fl. Á slíkar sam-
komur kemur margt fólk sem aldrei
hefur heyrt Jesúm Krist nefndan, því
að kristið fólk býður vantrúuðum með
sér. Hér er því gott tækifæri til vitnis-
burðar og fræðslu. Fjölskyldubúðirn-
ar hafa reynst þýðingarmiklar þar sem
kristnar fjölskyldur fá stuðning hver
af annarri. Oft koma upp vandamál
vegna barna frá kristnum fjölskyld-
um. Það eru settar hömlur á skólanám
þeirra, taka þarf afstöðu til Félags sós-
íalískra unglinga o.m.fl. Þá er engin
kristinfræði kennd í skólum svo að
trúarleg fræðsla og uppeldi barnanna
er mikilvægt.
— Er starflð vaxandi?
— Það er misjafnt eftir stöðum.
Sumsstaðar er vöxtur. Annars staðar
stendur það í stað eða jafnvel dregst
saman. Aðstæður eru misjafnar, en
hvarvetna eru tækifæri til starfa. Við
höfum nóg af Biblíum í landinu þann-
ig að fólk getur keypt sér Biblíu ef það
vill. Samanborið við mörg önnur lönd
er svigrúm til starfa miklu meira hjá
okkur en víða í löndum austan
járntjalds.
Bjarmi þakkar Joachim Drechsel
samtalið og biður honum blessunar
Guðs í starfi hjá Gnadau-hreyfing-
unni. Lesendur blaðsins eru minntir á
kristin systkin í Austur-Þýskalandi og
hvattir til fyrirbænar.
GJG
15