Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 26
BREF Andlegt hungur í Eþíópíu: Týndi sonurinn kom aftur Elsa Jacobsen er færeysk. Hún hefúr lengi verið kiistniboði ■ Eþíóplu. m.a. í Konsó. Starfið á sjúkrahúsinu hér í Arba Minch gengur sinn vanagang. Útlend- ir starfsmenn eru hér tveir læknar og fjórar hjúkrunarkonur. Eþíópskum starfsmönnum hefur fjölgað til muna síðustu árin. Nú eru hér sex eþíópskir læknar, átta hjúkrunarfræðingar (einn þeirra sérfræðingur í svæfingar- hjúkrun), 58 hjúkrunarliðar (health assistents), einnig starfsfólk í eldhúsi og þvottahúsi og ræstingum o.fl. Alls vinna hér nú um 150 Eþíópar. Heimamenn taka við æ fleiri störfum. Margir læknarnir sem hafa verið hér um tíma eru orðnir mjög færir. Yfirmenn á öllum sex legudeild- unum og varðstofunni eru eþíópskir. Það hefur verið ánægjulegt og upp- örvandi aðfylgjast með þessari þróun. Hlutverk okkar nú orðið er einkum að vera leiðbeinendur. Okkur finnst ekki að okkur sé ofaukið. Nei, við eigum annríkt og samstarfið er gott. Fyrir það þökkum við Guði. Markmiðið með kristniboðsstarfinu hefur ætíð verið að hjálpa heimamönnum að standa á eigin fótum og halda síðan áfram til þjóðflokka sem ekki hefur náðst til. Þá er einnig að finna í Eþíóp- íu. Margir hlusta Allt til þessa hefur Guð fengið okk- ur mikil verkefni á vettvangi kristni- boðsins hér á sjúkrahúsinu. Starfs- samningur kristniboðsins og ríkis- stjórnarinnar er undirritaður þriðja hvert ár. Samkvæmt honum megum við boða sjúklingunum hér orð Guðs. Það er ekki heimilt á öðrum ríkis- sjúkrahúsum. Vegakerfið hefur batnað síðustu árin svo að sjúklingar koma hingað langt að. Sumir koma líka með flug- vélum. Það er hrífandi að taka þátt í guðræknisstundinni á hverjum morgni og sjá hve fólk hlustar þegar orð Guðs er boðað. Inni á stofunum gengur predikarinn um á meðal sjúkl- inganna og talar við þá um Jesúm. Hér ríkir hungur meðal fólksins að hlýða á orð Guðs. Menn verða að fara snemma til að fá sæti í kirkjunni uppi á kristniboðsstöðinni í guðsþjónustu á sunnudögum. Um 600 manns komast fyrir í kirkjunni. Auk þess sitja alltaf 200-300 manns fyrir utan og hlusta á hátalara. Margir koma úr bænum en sumir úr nágrannasveitunum. Nú hafa margar kirkjur í héraðinu sem voru lokaðar verið opnaðar að nýju. Dyrnar eru opnar upp á gátt fyrir fagnaðarerindinu og andstæðingarnir eru margir. Starfsfólki sjsukrahússins er t.d. ógnað og sumir eru hræddir að koma á morgunstundirnar. Ég sé að sumir standa inni og hlusta. Hugvekj- urnar eru haldnar úti á stóru verönd- inni. „Hann fannst" Fyrir eitthvað þremur mánuðum fannst hálfs mánaðar gamalt barn fyrir utan sjúkrahúsið. Ekki er enn vitað hver lét barnið þarna og kemur sjálf- sagt aldrei í ljós. Litli drengurinn hlaut nafnið Tegenje. Það þýðir „Hann fannst“. Hann var lagður á barnadeildina. Það kom brátt á dag- inn að drengurinn var veikur. Hann hafði „vatnshöfuð“. Einn daginn kom læknirinn inn til mín og sagði að óvíst væri um líf drengsins. Honum fannst að við ætt- um að skíra hann. Sama dag fór ég að undirbúa skírnina. Þá átti einn hjúkr- unarliðinn leið um hjá mér, Shewane að nafni. Hann spurði hvað ég væri að gera. Ég svaraði því. Við töluðum saman stundarkorn og ég spurði hann m.a. hvort öll börnin hans væru skírð. Ég þekki Shewaneh frá því hann var ungur drengur í Gídole. Hann byrjaði á því að vera næturvörður á sjúkrahúsinu en sótti skólann á daginn. Seinna varð hann liðléttingur á rannsóknarstofunni. Þetta var athugull og geðugur piltur. Hann vildi vera kristinn. Nokkru síðar kom hann í sjúkraliðaskólann í Negelle. Hann kvæntist. Allt gekk vel um tíma en svo féll hann í synd, tók sér aðra konu. Hann hvarflaði frá Jesú. Hann hefur ekki komið í kirkju í mörg ár. Nokkur ár eru síðan hann rak fyrri konuna frá sér. Þegar ég spurði hann hvort börnin væru skírð svaraði hann að þrjú yngstu börnin væru óskírð. — Börnin koma alltaf í kirkjuna, sagði hann. — Þið verðið líka að koma, sagði ég. Já, þau ætluðu að gera það. Næsta sunnudag var Shewaneh í guðsþjónustunni. Ég hef sjaldan séð neinn hlusta af eins mikilli athygli þeg- ar orð Guðs er boðað. Nokkrum dögum síðar átti hann erindi á skrifstofuna. — Það var ánægjulegt að sjá þig í kirkjunni, sagði ég. Hann tyllti sér og við gátum aftur rætt saman um það sem heyrir eilífðinni til. — Okkur langar til að koma aftur til Jesú, sagði hann, —við viljum láta skíra börnin. —Þú verður að tala við prestinn um þetta. Hann hét því. Viljið þið biðja fyrir Shewaneh og 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.