Bjarmi - 01.12.1995, Síða 4
AÐALGREIN
Sr. Karl Sigurbjörnsson
Hvers
vegna
lét Guð
slysið
verða?
Rábgáta þjáningarinnar
Slysin verða, áföllin dynja, dauðinn hremmir. Og
maðurinn í vanmætti sínum hrópar upp í himininn:
Hvers vegna? Af hverju? Maðurinn hrópar í angist
og ótta upp í himininn. En himinninn er dimmur og
lokaður yfir sorginni.
Maðurinn ákallar Guð í neyðinni. Formælir jafn-
vel Guði. „Þú nýtur þess Guð, að ég næ ekki til
þín!“ hrópaði kallinn í skrítlunni gömlu.
Fjöldi fólks hrekst út í guðvana kaldhæðni and-
spænis gátum þjáningarinnar. Eins og læknirinn í
bók A. Camus: Plágan. Hann hafði staðið við dánar-
beð lítils barns og hrópar: „Ég neita að taka þátt í
skipan mála sem umber annað eins og þetta!“ Ég
neita að taka þátt í....
Hvers vegna ákallar maðurinn Guð þegar ólagið
ríður yfir? Og hvaða svara æskir hann? Hvaða svar
viljum við fá við ráðgátu þjáningarinnar?
Job var réttlátur maður, góður maður. Ægilegar
hörmungar dundu á honum, hann missti eigur sínar,
ástvini, heilsu. Jobsbók Biblíunnar geymir einhver
sárustu neyðaróp sem hugsast getur. Og jafnframt
tilraunir til svara. Vinir hans Jobs reyna að sannfæra
hann um það að það sé tilgangur með þjáningum
hans, og reyna að verja Guð. Síðan kallast þeir
„vinir Jobs“ sem eiga skýringar á reiðum hönduni
og svör við ráðgátum þjáningarinnar og fordæma
jafnvel hinn þjáða fyrir trúleysi hans.
Og þeir eru margir sem finna sig knúða til að gefa
svör og útskýringar. Til eru þeir seni finna sig kall-
aða til að verja Guð andspænis ráðgátu þjáningar-
innar. En það skulum við muna að Guð hefur ekki
falið okkur slíkt á hendur. Guð á sér einn verjanda
og það er heilagur andi, hjálparinn eða huggarinn,
eins og Jesús kallar hann. Það er meiri kristindómur
að viðurkenna að ég skil ekki Guð, heldur en að
geta fengið öll dæmi til að ganga upp.
Þjáning er margvísleg og af ýmsum rótum. Sumir
líða vegna eigin synda eða lífernis - t.d. ökumaður-
inn sem ók drukkinn bíl sínum í klessu og lifir við
örkuml. Aðrir hafa sýnt sama gáleysi án þess að líða
nokkurn hlut fyrir það. Lífið er nefnilega stundum
ekki bara óskiljanlegt í grimmd sinni, heldur líka
óskiljanlega milt! Sumir líða vegna annarra, t.d.
barnið sem fæðist með alnæmi. En börn fæðast líka
með ægilega fötlun án þess að nokkurt orsaka-
samhengi sé að finna neins staðar. Við erum á tíðum
tilbúin að líma merkimiðann „Guðs vilji“ á hið
óskiljanlega böl, en síður reiðubúin að túlka happið
og gæfuna sem Guðs vilja. Guðs vilji er ekki merki-
miði sem við getum klínt á allt illt og ógnvekjandi
sem við skiljum ekki né getum skilgreint og skýrt.
Við getum líka bent á að sársauki vekur viðbrögð.
Við finnum til þegar við rekum okkur í brennheita
helluna og þess vegna kippum við að okkur hend-
inni og komum í veg fyrir verri skaða. Sá sem er
tilfinningalaus veit ef til vill ekki af því fyrr en hann
finnur sviðalyktina af eigin holdi. Sársauki er oft
hættumerki, gefur í skyn að eitthvað er að, vekur við-
brögð til varnar og hjálpar. Og sársauki er af mörgu
tagi og ef til vill ekki leyndardómsfyllri en litrófið
og hin margvíslegu forrn í umhverfinu, en nú er ég
farinn að bulla, þetta er ekki það sem sá spyr um
sem hrópar í þjáning sinni og sársauka: Hvers vegna?
Og ekki er hitt hótinu skárra þegar menn reyna að
útskýra þjáninguna sem verk óvinarins, djöfulsins,
4