Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 29
boðnar velkomnar í fjölskyldu IFES. Athygli mína á þessum kynningum vöktu tveir þátttakendur frá Eþíópíu, en eþíópska skólahreyfingin, sem var stofnuð 1974, varð að starfa sem neðanjarðarhreyf- ing í 17 ár á meðan kommúnistar réðu ríkjum. Það var sértakt að heyra sögu þessa fólks, sem starfar við erfið skilyrði í fátæku landi. Kannski voru tilfinn- ingar mínar til þeirra að einhverju leyti tengdar kristniboðinu okkar í Eþíópíu og fyrirbæn hér heima fyrir því. A svo fjölmennu þingi sem þessu var hópastarfið mjög mikilvægur þáttur. Eg var í hópi með framkvæmdastjórum frá Hong Kong, Kóreu, írlandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Þýskalandi. Við miðl- uðum hvert öðru upplýsingum um starfið í hreyf- ingunum sem við stórfuðum fyrir og deildum þeirri reynslu sem við bjuggum yfir. Við báðum fyrir hvert öðru, hvöttum og uppörvuðum hvert annað. Það var mér mjög dýrmæt reynsla að kynnast því hvemig Guð starfar meðal stúdenta og skólafólks hjá hinum ólíku þjóðum. Aðstæður og starfsskilyrði eru ólík. Framkvæmdastjórinn frá Hong Kong sagði frá því að mörgum fyndist framtíð þeirra í Hong Kong ótrygg. Pólitískar breytingar eru í aðsigi; Kína mun yfirtaka landið árið 1997. Verslunarfólk er hrætt við yfirgang kommúnista, kristilegar hreyfingar vita ekki hvernig skilyrði til starfa verða eftir komu Kínverjanna. Margir flytjast til útlanda á meðan tækifæri gefst og landið missir marga góða starfs- menn. Það kom fram hjá vini okkar að hann ætlaði ekki að fara. Stúdentahreyfingin í Hong Kong myndi ekki leggja upp laupana, - en hann bað um fyrirbæn fyrir starfinu þeirra; það vantaði leiðtoga og starfsskilyrði í framtíðinni væru óljós. Á aðalfundi heimsþingsins var í eitt skipti vitnað til Opinberunarbókarinnar 7:9: „Eftir þetta sá ég og sjá: Mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum, og höfðu pálma- greinar í höndum." - Þannig leið okkur sem vorum saman á heimsþingi IFES í Kenýu í sumar. Eins og við værum komin til himna. Við nutum þess að lofa Guð og tilbiðja saman. Við miðluðum reynslu úr AF VETTVANGI Gyöa Karlsdóttir og Esther Gunnarsson fulltrúar KSH á heimsþinginu, ásamt starfsmanni skólahreyfingarinnar í Kanada. Stund milli stríða. Stúdentar slappa af í sólinni eftir stranga fundarsetu á heimsþinginu. stúdentastarfinu sem gladdi okkur og hryggði - og tókum þátt í að bera hvert annars byrðar. Við báðum hvert fyrir öðru og fannst við vera ein þjóð af því við áttum einn frelsara, Jesúm Krist, og unnum að einni köllun, að vinna stúdenta og skólafólk til fylgdar við Krist Jesú. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir á spjalli við einn þátttakenda á tröppum ráðstefnuhússins. Þinghaldið fór fram á ráðstefnustað í eigu auðugs banka. Handan girðingarinnar var þjóð sem bjó við mjög kröpp kjör. 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.