Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 23
talar um að góð samviska og sátt við Guð og menn sé ein af afleiðingum trúarinnar á Guð og lífsins með honum. Sálfræðingar og sálusorgarar vitna um að eitt aðalvandamál margra samtímamanna okkar sé að þeir þrái fyrirgefningu, að vera samþykktir eins og þeir eru. Margir heyja erfiða glímu við þetta. E.t.v. hafa þeir verið beittir misrétti eða yfirgangi og bera þunga slæmrar sjálfsmyndar. Sárar minningar eða misgjörðir úr fortíðinni þjaka aðra. Jesús tók á sig eyðilegginguna sem þetta hafði í för með sér í sambandinu við Guð. Ef þú hefur sagt Guði frá því, sem þjakar, og beðið hann fyrir- gefningar, þá ásakar hann þig ekki. Þér er fyrirgefið. Þú þarft e.t.v. hjálp hans til að fyrirgefa sjálfum þér eða samferðarmönnum þínum. Hann vill einnig hjálpa til að bæta afleiðingar misgjörða á milli þín og samferðamanna þinna. Þetta tjáir Guð okkur á jólunum. Þú ert elskaður, elskuð, eins og þú ert. Þú ert dýrmætur í augum Guðs. Enginn kemur í þinn stað hjá honum fremur en annað barn í stað barns elskandi foreldra. Hann skapaði þig til blessunar sinnar. Guð vill fæðast að nýju á meðal okkar og blessa líf okkar. „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn" (Jóhs. 1,9). „Nafn hans mun verða Immanúel, það þýðir: Guð með oss" (Matt. 1,23). „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn" (Jóhs. 1,12). Látum ekki mikinn og háværan umbúnað jólanna ræna okkur friðnum til að íhuga þetta. Guð blessi þig. Gleðileg jól. hvern nýjan dag, allt áriö ÖAGLEGT BRAUD kristiiegar fwgfeiðingar tyrirhvent •% ársins Carl Fr. Wisj0ff Bókin Daglegt brauð er andlegt hollustufæði fyrir okkar innri mann. Hún inniheldur stuttar hugleiðingar fyrir hvern dag ársins, byggðar á ritningarversum úr Biblíunni. Þessi vandaða og veglega bók á erindi til allra sem eru vandlátir um það hvað þeir innbyrða. Verö kr. 2.450,- ÚTGÁFUFÉLAG Holtavegi 28, Reykjavík, sími 588 8829 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.