Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 22
ORÐIÐ Kjartan Jónsson Vinkona okkar hjónanna, norskur kristniboði í Japan, sagði frá því í jólabréfi fyrir nokkrum árum að hún hefði fengið leyfi til að standa við inngang stórrar verslanasamsteypu í einni af stórborgum landsins til að dreifa fundarboði á jóla- samveru sem kirkjan hennar hafði skipulagt. Þetta var skömmu fyrir jól og það var mikil ös í verslun- unum. Þegar hún hafði staðið þarna lengi og útdeilt fjölda boðsmiða kom yfirmaður verslanasamsteyp- unnar, sem aðhylltist búddatrú eða shintóisma, og spurði hvað hún væri að gera. Hún sagði sem var, að hún væri að bjóða fólki til jólasamkomu í kirkjunni sinni. „Jæja,“ sagði maðurinn, „svo að þið kristnir menn haldið þá líkajól eins og við!“ Senn líður að jólum, viðamestu hátíð ársins. Þau kalla fram margs konar kenndir. Flestir hlakka til þeirra og vilja gera þau að raunveru- legri hátíð, tilbreytingu í skammdegi og vetri. Margir líta til þess með Sr. Kjartan Jónsson, gleði og eftirvæntingu að fá nokkra kærkomna frídaga og njóta samvista við fjölskyldu og vini sem erill hins daglega lífs hefur ekki boðið upp á sem skyldi. Við, kristið fólk, verðum að láta okkur skiljast að jólin hafa fengið nýtt innihald í hugum margra sem er ekki endilega kristilegt. I eftirsókninni eftir því að njóta hátíðarinnar sem best verður oft lítil ró hugans til að íhuga hið raunverulega innihald þeirra. A jólum og jólaföstu íhugun við hvaða þýðingu það hafði að Guð gerðist maður og fæddist sem lítið barn í Betlehem forðum daga við slæmar aðstæður. A jólum fögnum við yfir þessu. Fyrst jólin hafa orðið svo mikil hátíð, sem raun ber vitni, hlýtur ástæðan að vera mikil. Hún er það reyndar. Þau tjá okkur elsku Guðs til okkar. Guð opinberaðist okkur, kunngjörði sannleika sem ekki var þekktur áður. er kristniboði og starfsmaður SÍK. Hvernig er hægt að gera það svo að við skiljum? Ég las eitt sinn frásögu um mann, sem fylgdist með göngu maura. Hann dáðist mjög að skipulagi þeirra og vinnusemi og virti þá fyrir sér í langan tíma. I áhuga sínum á að virða atferli þeirra fyrir sér gætti hann ekki að sér og fór of nálægt þeim svo að styggð komst að þeim. Þeir skynjuðu að hætta steðjaði að og raðir þeirra riðluðust. Manninum þótti þetta mjög leitt því að hann ætlaði ekki gera þeim nokkurt mein. Hann óskaði þess heitt að hann gæti sagt þeim að þeir þyrftu ekkert að óttast. En hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki tjáð sig á nokkurn hátt sem þeir skildu. Eina leiðin væri að verða einn af þeim. Þá gæti hann e.t.v. gert sig skiljanlegan. Guð gerði þetta á jólum. Hann gerðist maður og gekk inn í kjör fátæks almúgafólks og lifði eins og það. Hann fæddist við smánarlegar aðstæður sem þó eru kjör stórs hluta mannkynsins enn þann dag í dag, og ólst upp á almúgaheimili, án efa við kröpp kjör. Skaparinn taldi sig ekki of góðan til að lifa við slíkar aðstæður og verða þannig einn af okkur til að koma boðskap á framfæri við okkur. Þegar við lesum sögu Jesú fáum samkennd með honum vegna þess að hann þekkir af eigin raun hvað það er að búa við erfið kjör og takast á við vandamálin sem fylgja lífinu. Það er ekki lítið að Guð, skapari himins og jarðar, skyldi nálgast okkur mennina eins og hann gerði og opinberast okkur þannig til þess að tjá okkur að hann elskaði okkur óumræðilega. Það er heldur ekki lítið atriði að Guð skyldi leita okkur uppi til að útskýra fyrir okkur hvernig við getum nálgast hann og lifað þannig í tengslum við hann að hann verði hluti af lífi okkar og geri okkur þannig kleift að lifa í samræmi við eðli okkar, sem við fengum í sköpun- inni, eða lifa í samræmi við „hönnun" okkar, eins og sumir myndu ef til vill segja nú á dögum. Vegna fórnardauða Jesú á krossinunt og upprisu hans frá dauðum getum við lifað í sátt við Guð. Páll 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.