Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 7
A \- ••* % \ •> Ég er ljós heimsins. í orðum Jesú felst þetta: Spurðu ekki: Af hverju? Guð er að verki, horfðu til birt- unnar hans og tendraðu ljós til hjálpar og blessunar öðrum: Oss ber að vinna verk ljóssins, tendra ljós og lina þrautir. En skýrast svar fáum við í myrkasta myrkri alls, á Golgata. Engir englar komu þar í ljós og engin hjálp af hæðum. Neyðaróp Jesú: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig! hefur níst í gegnum merg og bein ástvina hans. Hallgrímur íhugar þetta neyðaróp og angist og segir: „Yfirgefur því aldrei mig eilífur Guð hans vegna." Guð er ekki refsivöndur hefnandans. Guð er misk- unn og mildi kærleikans. Þegar hið illa gerist, þegar hið skelfilega skeður, þegar myrkrið leggst yfir og sorgin nístir, þá er Guð líka þar, í þeirri skelfingu, í því myrkri. Hvergi hjá Jesú mætum við útskýringum. Hvergi sjáum við hann gefa þjáningunni málsbætur né hvetja hinn þjáða til að læra af þessu. Eins og við heyrum svo oft: Þetta er til að þú lærir auðmýkt eða næðir andlegum þroska eða færist nær Guði eða hvað það nú er sem viðkomandi finnst að hinn þurfi á að halda og lærði aldrei sjálfur! Jesús reynir ekki að finna þjáningunni málsbætur né útskýra eðli hennar og uppruna. Hann tekst á við hana, læknar, líknar. Hvert sinn sem við mætum sjúkdómum og sorg þá er það dæmi eða forsmekkur dauðans. Hvert sinn sem Jesús læknar sjúkan þá er það páskaprédik- un, þá er það dæmi, vottur þess að hann læknar mein og leysir viðjar og þerrar tár. Við upplifum líka upprisu hvar sem við rísum gegn dauðanum í lífinu, gegn ranglæti og misrétti, þegar kærleikurinn sigrar, umhyggjan, miskunnsemin, þá er ríki Guðs að verki og kraftur upprisu hans. Barniö og bölið „Hún Tóta er dáin," sagði mamma litla 4 ára strákn- um sínum og hann svaraði: „Dáin? Svona eins og í sjónvarpinu?" Önnur móðir þurfti að segja syni sín- um, 3 - 4 ára, sorgarfregn. Hún tók hann í fangið og sagði nærfærin: „Hann afi þinn er dáinn" Og strákurinn leit snöggt á hana og sagði: „Hver skjótt' hann?" Börnin upplifa hörmungafréttir í sjónvarpi og sjá dauðann á skjánum. Og þau upplifa það á marga vegu. Barn yngra en fimm ára er raunsætt og það hugsar ekki út frá huglægum forsendum heldur hlutlægum einungis. Það hefur ekki tímaskyn og í Hvert sinn sem Jesús kknar sjúkan þá er það páskaprédíkun, þá erþað dxmi, votturþess að hann kknar mein og leysir viÖjar ogþerrar tár.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.