Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 18
KRISTNIBOÐ Barninu bjargað á síðustu stundu Dauðinn vís „Þau vöknuðu einn daginn árla morguns til þess að fara í innkaupaferð til Arba Minch, þau Else Marie Elleby og maður hennar sem starfa um þessar mundir í Voitó í Suður-Eþíópíu. En rétt um það bil sem hjónin voru að leggja af stað kom maður til þeirra og bað þau að koma út í þorp því að þar væri kona komin að því að fæða og þyrfti að komast á sjúkraskýlið á stöðinni. Hjónin frestuðu því innkaupaferðinni og sóttu sængurkonuna, sem var mjög ung, og ömmu hennar. Síðar um daginn fæddist lítið barn á sjúkraskýlinu. En þá kom í ljós að þetta var enginn gleðidagur því að amman var tilbúin með hníf til að drepa barnið. Ungan konan var ógift og barnið því fætt utan hjónabands og átti þar með að deyja. í þetta sinn tókst kristniboðunum að bjarga barn- inu með því að lofa að fara burt með það strax morguninn eftir. Kristin kona, sem var með barn á brjósti, gaf þessu barni líka mjólk þar til það var flutt næsta dag til þorpsins Dokottó í Konsó en þar eru kristnar fjölskyldur er taka á móti bórnum sem aðrir hafa hafnað." Annar var sá sem dó Bjarni Gíslason og Elísabet Jónsdóttir í Addis Abeba segja frá ofangreindu atviki í jólakveðju til kristni- boðsvina og þau bæta við: Síðar um daginnfaddist lítið barn á sjúkraskjlinu. En jtó kom í Ijós að þetta var enginn gleðidagur því að amman var tilbúin meðhníftilaðdrepabarnið. „Geta svona hlutir gerst í dag árið 1995? Já, því miður er þetta staðreynd. Guð einn veit hve mörg- um börnum í Voitó á þessu ári var synjað um líf vegna siða og trúar sem rígbindur fólkið í myrkri Satans þar sem hann ræður ríkjum. Og Guð einn skilur sorg ungu móðurinnar sem missti barnið sitt en um leið gleði hennar yfir því að lífi þess var þó bjargað. Á fyrstu jólunum fæddist barn sem ekki var rúm fyrir í gistihúsinu og Heródes vildi láta deyða. Þessu barni var líka bjargað en bara tímabundið því að dauði á krossi átti eftir að verða hlutskipti þess. Það er hlutskipti okkar að segja barninu í Voitó frá því að það eigi sér bróður í Jesú. Já, hann gekk Tvær glaöar Afríkutelpur. En heiðnin dæmir sum börn til dauöa... 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.