Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 9
AÐALGREIN grundvöllurinn er skekinn. Og það þarfnast þess svars sem styrkir þann grundvöll á ný. Og það svar er traustið til þess Guðs sem er góður og sleppir þér aldrei, jafnvel ekki í slysinu, að líka þar bera engl- arnir hans. Barnið þarf það svar sem bænin er. En nú hugsar barnið gjarna magískt, það setur samasem- merki milli þess að biðja og að fá óskir sínar uppfylltar. En bænin er annað og meir en það. Bæn er samfélag við Guð, að halla sér að brjósti hans og finna návist hans. Slíka bæn þurfum við að kenna barninu, slíku trausti þurfum við að miðla því. Guö hefur ekki yfirgefiö þig Guð hefur ekki yfirgefið þig. Þú sem hrópar til Guðs í neyð þinni, Guð er hjá þér, skilur þig, grætur með þér. Guð er ekki fjarlægur örlagavaldur, afskiptalaus um örlög manns og heims. Guð sem varð maður gerir líf okkar og kjör að sínum, þjáning okkar og sorg að sinni. Sá sem þjáist og harmar andmælir ekki aðeins örlögum sínum. Hann finnur sársaukann vegna þess að hann elskar lífið og grátur hans játast lífinu. Sá sem ekki elskar lífið verður ónæmur gagnvart missi og sorg og það viljum við ekki vera. „Guð, gjör mig fremur særðan á sál en kalinn á hjarta," segir í gam- alli bæn. Fólk sem flýr sársaukann og leitar á náðir lyfja og vímuefna og áfengis hafnar lífinu. Því meir sem við elskum, þeim mun auðsærðari erum við. Því meir sem við elskum og gleðjumst, þeim mun dýpri er sorgin. Kærleikurinn, sem umfram allt auðgar og blessar og eflir lífið, gerir okkur líka varnarlaus gagn- vart missi og sorg. í kærleikanum finnum við og reynum lífið og sætleik þess og sælu, og sviða og sársauka og skelfingu dauðans. Sá sem finnur Guð í sorginni, þann Guð sem grætur, Guð sem finnur til, Guð sem saknar, vegna þess að hann elskar, sá sem finnur þann Guð finnur þann kærleika sem er sterk- ari en dauðinn. „Hvers vegna lætur Guð slysið verða? Vakti hann ekki yfir fólkinu? Eða var þetta fóik ekki nógu gott? Og er Guð vondur?" spyr barnið. Ráðgáta þjáningar- innar leitar svara en fær engin svör. Af því að neyð- in, þjáningin er leyndardómur. Ægilegur og yfirþyrm- andi leyndardómur er afl dauðans sem sjálfur Guð er á stundum vanmegna andspænis og lýtur í lægra haldi fyrir. Það segir okkur krossinn hans. En stað- hæfir um leið, í ljósi upprisunnar: Guð er líka í neyð- inni. Guð er líka í djúpunum. Finnur til með, líður með, umvefur elsku sinni. Bænin í nafni hans er ekki töfrar sem virka ef rétt er á haldið að nauðsyn- legum skilyrðum uppfylltum. Bænin er samfélag við þann Guð sem er hjá þér og vakir yfir þér og sleppir Guð hefur ekki yfirgefið þig. Pú sem hrópar til Guðs íneyðþinni, Guð er hjáþér, skilurþig, gmtur meðþér. Guð er ekkifjarkgur örlagavaldur, afskiptalaus um örlög manns og heims. Guð sem varð maður gerir lífokkar og kjör að sínum, þjáning okkar og sorg að sinni. þér ekki, þótt heljarbylgjan hrífi þig með sér. Undir dýpstu djúpum neyðarinnar ber höndin hans hlý og mild og englarnir hans góðu. Þegar Jesús bjó lærisveina sína undir krossinn, aðskilnaðinn, dauðann, þá notaði hann líkinguna af fæðingu barns. „Þegar konan fæðir er hún í nauð vegna þess að stund hennar er komin. En þegar hún hefur alið barnið minnist hún ekki framar þrauta sinna af fögnuði yfir því að maður er í heiminn borinn. Eins eruð þér nú hryggir, en ég mun sjá yður aftur og hjarta yðar mun fagna og enginn tekur fögnuð minn frá yður." Þjáningin er fæðingarhríðir. í því ljósi megum við líta hverja þjáning, sérhvern dauða, fæðingarhríðir nýrrar framtíðar. Þar kemur að við fáum að sjá aftur þau sem dauðinn tók, og þar ríkir fögnuðurinn. Þar eru engin tár, nema feginstár endurfunda. Nýja testamentið og kristin kirkjan sér allt, veru- leikann, líf og sögu og örlög manns og heims í þessu Ijósi, ljósi krossins og upprisunnar sem afhjúpa leyndardóm Guðs ríkis - verk föðurins í frelsaranum Kristi. Þegar öll von virtist úti mannlega talað, og hatrið og dauðinn hrósuðu sigri, þá braust fram verk Guðs, lífið sanna, sigurinn. í krossinum sjáum við ekki aðeins skelfilegt píslartól, ömurlegar aðstæður, grátleg örlög. í krossinum sjáum við ekki aðeins „Hvers vegna ktur Guð slysið verða? Vakti hann ekki yfir fólkinu? Eða varþettafólk ekki nógu gottl Og er Guð vondur?" spyr barnið. Ráðgáta þjáningarinnar leitar svara, enfm engin svör.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.