Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.12.1995, Blaðsíða 17
KRISTNIBOÐ 40 ára að aldri og koma sumir langt að. Hinir áhugasömustu eru gulls ígildi! Þeir eiga áreiðanlega eftir að skila góðu dagsverki ef þeir haldast „heitir" og vakandi." Aö fitja upp og prjóna slétt Ragnheiður Guðmundsdóttir, kona Karls, er aðstoðar- kennari í handavinnu meðal kvennanna og kennir tvo daga í viku. Hún segir: „Stúlkurnar byrja á því að læra að fitja upp og prjóna prufur, garðaprjón, slétt, slétt og brugðið og perluprjón. í fyrstu reyndist mörgum erfitt að prjóna slétt og brugðið svo að oft þurfti að rekja upp. En eftir þriggja vikna skólasetu tókst þeim þetta. Þær eru byrjaðar að prjóna sokka með stroffi og garða- prjóni. Eftir jól verður svo farið að sauma í vél eða höndum og eftir páska heklum við. Það er því eins gott að halda sér við efnið og læra að nefna aðferðir og hugtök á amharísku. Stúlkurnar eru ákafar að læra svo að þær geti kennt öðrum þegar þær ljúka námi. Þetta eru söngglaðar stúlkur. Það er gaman að horfa og hlusta á þær syngja við störf sín. ¦^^»-^B^»—| Kristnibooar í Afríku reyna að hlúa að konum sérstaklega, enda búa þær margar við bágan hag. Kvennaskóli er í Agere Selam í Eþíópíu þar sem Ragnheiður og Karl J. Gíslason eru að störfum. Leikfimi fylgir með. Við syngjum: „Höfuð, herðar, hné og tær," í frímínútum eða köstum garni á milli og segjum nöfn svipað og: „Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?" Við ljúkum hverjum tíma með bæn og leggjum áherslu á að stúlkurnar prjóni ekki við lélega birtu svo að þær þurfi ekki að rekja allt upp á ný. Það er ánægjulegt að fá að kynnast „litlum" hópi stúlkna sem brenna af þrá að læra Guðs orð - og handa- vinnu svo að þær geti kennt öðrum. Biðjum þess að kunnáttan, sem þær afla sér, komi þeim að góðum notum og þær geti miðlað öðrum af þekkingu sinni." Söngstjóri, þjálfari, fóstra... Frelsarinn leysir úr fjötrum Helga Vilborg Sigurjónsdóttir lætur vel af vistinni í barnaskólanum í höfuðborg Eþíópíu, Addis Abeba. Hún lét sig hverfa úr landi, eins og hún kemst að orði, fyrir fimm mánuðum og tók fyrst þátt í kristilegu alþjóða- móti stúdenta í Nairóbí í Kenýu. Síðan gafst henni tækifæri til að ferðast vestur til Pókothéraðs þar sem íslenskir og norskir kristniboðar hafa verið að verki undanfarin ár. Hún skrifar: „Við heimsóttum meðal annars stúlknaskóla í Chesta og á leiðinni til Sekerr litum við inn hjá fullorðinni konu, Rósu að nafni. Hún sýndi okkur landið sitt, sem hún hafði ræktað, og bauð okkur svo í mat og dísætt te að loknum leiðangri. Rósa sagði okkur frá því hvernig Jesús hefði frelsað hana undan áfengisbölinu og svo höfðum við bænastund." Áður en Helga hóf að starfa í Addis Abeba kom hún til Arba Minch til Guðlaugs Gunnarssonar föðurbróður síns og fjölskyldu hans. „í Arba Minch fékk ég m.a. að fylgjast með undirbúningi og taka þátt í tveim brúð- kaupum. Það var sannarlega lífsreynsla út af fyrir sig! Hér eru alls konar siðir og venjur, allt öðru vísi en heima, og allt lagt í brúðkaupin. Hér þykir 300 manna veisla bara smáræði og til gamans má geta þess að í öðru brúð- kaupinu, sem ég var í, voru gestimir eitt þúsund!" Biöjib fyrir unglingunum! Helga lætur hendur standa fram úr ermum í heimavistarskólanum í höfuð- borg Eþíópíu. „Ég fékk afskaplega hlýjar móttökur í skólanum og leið strax vel. Þetta 'eru yndislegir krakkar, sem ég er að vinna með, og frábært samstarfsfólk. Fyrstu mánuðina reyndi heilmikið á tungumálakunnáttuna og ég fann hvað það tekur frá manni mikla orku að þurfa stöðugt að vinna á öðru tungumáli en manni er eiginlegt. Starf mitt er fjölbreytt og snýst mest um tónlist og íþróttir. Ég kenni níu nemendum á píanó, stjórna tveimur kórum, annar er einungis skipaður íslenskum börnum, og hjálpa Bjarna Gíslasyni að þjálfa í blaki, svo að eitt- hvað sé nefnt. Einnig aðstoða ég við kennslu í skólanum. En aðalmarkmið veru minnar hér að vera fólkinu innan handar [börnum og fullorðnum]. Ég tek einnig þátt í norrænum unglingakór sem í eru nokkrir af unglingunum okkar auk unglinga frá sænska skólanum hér í borg. Annan hvorn föstudag höfum við svo „KSS-fundi" í heimahúsum. Unglingahópurinn er óvenjustór í ár, krakkarnir bæði á grunnskóla- og menntaskólaaldri. Bætið unglingunum okkar við á bænalistann ykkar og starfinu meðal þeirra, þ.e. skólafélaginu og biblíuleshópum! Hér er líf og fjör og tíminn flýgur áfram. Núna á sunnudaginn á að halda tónleika þar sem allir tónlistarnemendur og kórsöngvarar fá að spreyta sig (flestir foreldrarnir verða viðstaddir). Yngsti kórinn okkar hér hefur verið að æfa dagskrá með kisusöngvum og vísum frá öllum Norðurlöndunum. Þar höfum við m.a. einn Iítinn, íslenskan einsöngvara, Aron Bjarnason. Mér finnst ég nú þegar hafa lært margt nýtt og lært að líta lífið öðrum augum en áður. Hér sjáum við svo mikla fátækt. Betlarar og krypplingar eru á hverju götuhorni. Slíkt þekkjum við ekki heima á Islandi. Ég vil þakka fyrirbænir ykkar. Kær kveðja með Sálm. 91." 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.